Þetta fallega og bjarta heimili heillar en það er staðsett í Gautaborg í húsi sem byggt var árið 1896. Stíllinn er ljós og skandinavískur og falleg upprunaleg smáatriði sem skreyta húsið setja sinn svip á heimilið og gefa því smá grand yfirbragð. Stofan er í klassískum sænskum stíl mætti segja, með Söderhalm sófa frá Ikea, glæsilega Dagg vasann frá Svenskt Tenn ásamt String hillum sem er einnig sænsk hönnun – klassísk sænsk stofa mætti segja? Og smart er hún!
Kíkjum í heimsókn,
Eldhúsið er í klassískum stíl og innréttingar í mjúkum gráum lit með smá grænum undirtón, og marmaraplata ofan á. PH 3/2 loftljós yfir eldhúsinnréttingu og Semi Pendant frá Gubi yfir eldhúsborðinu ásamt Ton og Y stólum.
Þessi planta – akkúrat þessi er á óskalistanum mínum. Fíkus? Er það rétt hjá mér:)
Lítið “þvottahús”…
Svefnherbergið er draumur, en með þessa stórglæsilegu loftlista verður líklega allt fallegt.
Barnaherbergið vekur athygli mína, með notalegu leshorni og allskyns skemmtilegum hugmyndum.
Hvaða barn hefði ekki gaman af því að eiga svona skemmtilegt leikherbergi? Það vekur einnig athygli mína spegillinn sem er hengdur upp í barnshæð, en oftast nær eru myndir og speglar sett á veggi í fullorðins hæð. Herbergið er óvenjulegt í lögun (sem á líka við hjónaherbergið) og því rúmið ekki uppvið vegg sem kemur þó mjög vel út og skapast skemmtilegt flæði í herberginu.
Eigið góðan dag kæru lesendur –
Skrifa Innlegg