fbpx

NÝTT VÖRUMERKI // HOMIE – LIFE IN BALANCE

Mæli meðSamstarf

Nýlega kynntist ég nýju vörumerki sem heitir Homie – life in balance og er sænskt lífstílsmerki. Umbúðirnar á vörunum eru fallegar og heilluðu mig við fyrstu sýn, heimilislínan frá Homie inniheldur m.a. handsápu, sótthreinsandi handhreinsir og lyktareyðandi heimilissprey. Gæði vörunnar endurspeglast svo í hönnun á umbúðum og merkingum og falla vel inní stílhreint og fallegt umhverfi. Homie framleiðir einnig orkudrykkina Wake Up en þeir eru sykurlausir og innihalda m.a. grænar kaffibaunir og vítamín sem eru góð fyrir hárið, húðina og neglurnar – og koma líka í mjög fallegum umbúðum mmmm!

Ég er yfirleitt með handsápuna við eldhúsvaskinn og undanfarna mánuði hefur komið sér vel að hafa líka sótthreinsandi handhreinsir (Desi Creme).

“Hefðbundin handhreinsispritt eru oft lyktarsterk og geta valdið þurrki og ertingu í húð. Desicreme er hinsvegar vel ilmandi og rakagefandi. Handhreinsikremið inniheldur 75% alkahól (67,5% etanól og 7,5% ísóprópanól) ásamt piparmintuolíu og hafþyrniþykkni. Desicreme er í gelformi til að auðvelda mátulega skömmtun, en um 3 ml duga til handhreinsunar. Blandan inniheldur nóg af piparmyntuolíu sem gefur húðinni raka og næringu. Olían sjálf hefur róandi áhrif og örvar blóðrásina. Piparmyntuolían og hafþyrnirinn sameinast í æðislegri lyktarblöndu!”

Umbúðirnar eru smekklegar og falla vel inn í umhverfið.

Mjög góð eldhústvenna – sem vissulega hentar líka á baðherbergið.

“Rakagefandi og mýkjandi sápa með Aloe Vera. Dásamleg sápa sem hreinsar og nærir hendur og líkama á áhrifaríkan hátt. Sápan inniheldur Aloe Vera sem veitir sápunni verndandi, rakagefandi og róandi eiginleika. Í þúsundir ára hefur Aloe Vera verið notað til að meðhöndla og draga úr áhrifum exems, bruna, skordýrabita og unglingabóla.

Sápan inniheldur ekkert óþarfa vatn og er því rjómakennd og þétt. Áferð sápunnar og notalegur ilmur gera hana að uppáhalds vöru hvers heimilis! Sápan ilmar af appelsínublómi, kókoshnetu og vanillu og er í 500 ml flösku.”

Hér má sjá alla húðvörulínuna frá Homie – Life in balance. No Odour geymum við yfirleitt á baðherberginu en það hentar fyrir allt heimilið og fjarlægir vonda lykt.

“Þessi hagnýta vara inniheldur örverur og fjarlægir sterka lykt frá salernum, sorpi, matreiðslu eða sígarettureyk svo dæmi séu tekin. Einu leifarnar sem eftir sitja í ferlinu eru koltvísýringur og vatn. Lyktareyðirinn er skaðlaus umhverfinu þar sem efnin eru niðurbrjótanleg.

Notkunarleiðbeiningar:
Úðaðu beint á upptök lyktarinnar. Lyktareyðirinn virkar fullkomlega á illa lyktandi íþróttaskó, á hendur eftir reykingar, vaskinn eða ruslageymsluna.
Hann skemmir ekki fatnað svo hægt er að meðhöndla svitalykt með úðanum. Mikilvægast er að finna uppruna lyktarinnar, úða á og bíða þar til lyktin hverfur. Einnig má úða efninu um rými til að fá frísklegan ilm.

Lyktareyðirinn er framleiddur í umhverfis- og gæðavottaðri verksmiðju í Svíþjóð.”

Færslan er unnin í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson heildverslun. Homie vörurnar fást meðal annars í Bast, Vogue, Snúrunni og Iittala búðinni. Wake up drykkirnir fást í Krónunni. 

TREND : VINTAGE SKÁPAR Í BARNAHERBERGIÐ

Skrifa Innlegg