fbpx

BJART & FALLEGT Í SVÍALANDI

Heimili

Það er dálítill vorfílingur yfir þessari sænsku íbúð, túlípanar í vasa, fölbleikur Hay púði í sófanum og dagsbirtan flæðir inn um gluggana:)

48AAQMS7GVCLP7BA

Þessi íbúð er til sölu fyrir áhugasama.. en hlutirnir fylgja þó eflaust ekki með, því miður. Það er smekkmanneskja sem býr (bjó) þarna og er hún einnig með gott auga fyrir fallegri hönnun. Krossteppi Piu Wallen liggur á sófanum, Eames stólar í öllum stærðum og gerðum má finna í flestum rýmum, Hans Wegner borðstofustólar og ýmsir fallegir skrautmunir svosem Bynord rúmföt sem eru æðisleg.

48AAQMI96VCLP77M

48AAQMG0EVCLP76U

48AAQM62UVCLP736

48AAQM80AVCLP73U

48AAQLFA2VCLP6RL

48AAQL6Q8VCLP6OK

48AAQLHMSVCLP6SD

48AAQL4TAVCLP6NS

48AAQKPIIVCLP6K4

48AAQLDB8VCLP6QT

48AAQO8IIVCLP7PA

48AAQO7LUVCLP7OI

48AAQODBOVCLP7T6

Fleiri myndir má sjá hér. 

Ég myndi gefa mikið fyrir svona svalir í sumar og útsýnið aaaaahhh.

Hver vill flytja inn með mér?

:)

VERSLAÐ

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Agnes

    6. March 2014

    Úff, ótrúlega falleg birtan og útsýnið af svölunum er to die for!! Til í kommúnubúskap? ;)

    • Svart á Hvítu

      6. March 2014

      Skellum okkur á hana, vilja fleiri joina haha:)
      Eins gott að mubblurnar fylgi samt með!

  2. Margrét

    6. March 2014

    Váá – fullkomin í alla staði!

  3. Berglind Bergmann

    6. March 2014

    Það er samt víst stundum þannig með sænsku fasteignasölurnar, eða kannski byrjað nýlega, að þær eru í samstarfi við húsgagnaframleiðendur og verslanir og eru með stílista á sínum snærum sem taka heilu íbúðirnar í gegn sem eru jafnvel tómar frá byrjun. Svo það þarf ekki endilega að vera að íbúðin hafi verið svona. Þegar þetta var að byrja var víst erfitt fyrir þau að fá verslanir og framleiðendur til þess að lána sér húsgögn og innanhússmuni en núna hefur þetta verið þannig að umfjöllunin á bloggum og netheimum getur verið slík að búðirnar bíða í röðum. Mér finnst þetta mjög skemmtileg og spennandi þróun! :)

    • Svart á Hvítu

      6. March 2014

      Já, þetta er alveg rétt hjá þér:) Stundum vil ég bara ímynda mér að það hafi virkilega búið svona mikil smekkmanneskja þarna, þó það sé sjaldnast raunin. Maður sér það bara á ísl. fasteignasölum t.d. kannski 1 af 100 íbúðum er í svona dúr, -svíar geta ekki verið svona mikið mikið smekklegri en nágrannar sínir:)
      En já ég fíla þessa þróun, lítill munur á þessu og innliti í tímaritum, -vantar bara persónuna sem “býr” þarna!
      -Svana

  4. Þóra

    6. March 2014

    Meira en til í þetta! hvenær getum við flutt inn?!

  5. Daníel

    6. March 2014

    ótrúlega flott íbúð og geðveikt hvernig allt er stillt upp eins og á mynd nr 11