fbpx

BAÐHERBERGIÐ: FYRIR & EFTIR

BaðherbergiDIYPersónulegtRáð fyrir heimilið

Ég var aðeins að dúlla mér hér heima um daginn, en baðherbergið var búið að pirra mig í nokkurn tíma. Það er alveg ágætlega rúmgott og pláss fyrir bæði þvottavél og þurrkara þar inni, svo eru hillur þar fyrir ofan sem ég sá alltaf fyrir mér að nota sem skiptiaðstöðu þegar að því kæmi.

F-E

Eins og sjá má var ekkert mjög mikil prýði af þessu baðherbergi, hillurnar sem geyma ýmist þvottaefni og straujárn voru ekki mikið fyrir augað og þurftu þær því alveg á því að halda að fá smá make-over…

IMG_1033

IMG_1036

Ég gerði í rauninni mjög lítið þó að munurinn sé mikill.

Við mamma saumuðum og strengdum efni fyrir hillurnar úr doppóttu efni sem ég keypti í Virku og svo keypti ég nokkur skipulagsbox í Ikea undir bæði snyrtidót og ýmsa hluti sem þarf að nota fyrir skiptiaðstöðuna. Ég viðurkenni alveg að ég valdi mögulega ekki ódýrustu boxin í búðinni, en það virðist vera eitthvað sem fylgir mér bara:) En fín eru þau!

Ég mæli algjörlega með því að strengja efni fyrir svona hillur ef þið eruð með heima hjá ykkur, þetta léttir alveg ótrúlega mikið á rýminu og svo er vel hægt að kaupa ódýr skipulagsbox til að létta smá á draslinu.

Á myndinni má einnig sjá sjúkrahústöskurnar klárar fyrir komandi daga:)

Ég er allavega mjög ánægð með útkomuna!

-Svana

GRÆNT & VÆNT

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. Hildur Ragnarsdóttir

  8. September 2014

  ein spurning fyrir þig mín kæra? glæra boxið með bómulli ? hvar fékkstu?

  annars er hrikalega fínt make over hjá þér ;)

  xx

  • Svart á Hvítu

   8. September 2014

   Hmmmm ég er nokkuð viss um að það sé frá Söstrene, var mjög ódýrt! Hef rekist á mjög svipuð frá House Doctor en þau eru dýrari…

 2. Kristbjörg Tinna

  8. September 2014

  Svakalega mikill munur. Ótrúlega gott að losna við það að þurfa alltaf að hugsa um að raða í hillurnar og passa að það sé ekkert drasl :)

 3. Anna

  8. September 2014

  Mega fínt! Hjartað tók samt auka kipp út af glimmer íþróttatöskunni….HVAR?

  • Svart á Hvítu

   8. September 2014

   Hahahaha ég hef sko oft verið stoppuð með þessa í ræktinni:) Fékk hana í Victoria’s secret! Þetta eru pallíettur á henni, alveg hin fullkomna íþróttataska.. mæli með henni ef hún er enn til:)
   -Svana

   • Anna

    8. September 2014

    Vá! Verð að eignast hún er klikk!!! TAkk :)

 4. Anna Margét

  9. September 2014

  Flott breyting :) Mig langar að koma með fyrirspurn ef þú týmir að deila því með okkur þá væri gaman að lesa nokkra mömmu/baby pósta frá þér – eins og hvað er í sjúkratöskunni, herbergið, undirbúningurinn, skipulag o.s.frv. En ef það er too personal – þá skil ég það alveg :) Gangi þér vel í lokasprettinum !

 5. Erlau

  9. September 2014

  Hvernig festiru gardínurnar upp?