Ég var aðeins að dúlla mér hér heima um daginn, en baðherbergið var búið að pirra mig í nokkurn tíma. Það er alveg ágætlega rúmgott og pláss fyrir bæði þvottavél og þurrkara þar inni, svo eru hillur þar fyrir ofan sem ég sá alltaf fyrir mér að nota sem skiptiaðstöðu þegar að því kæmi.
Eins og sjá má var ekkert mjög mikil prýði af þessu baðherbergi, hillurnar sem geyma ýmist þvottaefni og straujárn voru ekki mikið fyrir augað og þurftu þær því alveg á því að halda að fá smá make-over…
Ég gerði í rauninni mjög lítið þó að munurinn sé mikill.
Við mamma saumuðum og strengdum efni fyrir hillurnar úr doppóttu efni sem ég keypti í Virku og svo keypti ég nokkur skipulagsbox í Ikea undir bæði snyrtidót og ýmsa hluti sem þarf að nota fyrir skiptiaðstöðuna. Ég viðurkenni alveg að ég valdi mögulega ekki ódýrustu boxin í búðinni, en það virðist vera eitthvað sem fylgir mér bara:) En fín eru þau!
Ég mæli algjörlega með því að strengja efni fyrir svona hillur ef þið eruð með heima hjá ykkur, þetta léttir alveg ótrúlega mikið á rýminu og svo er vel hægt að kaupa ódýr skipulagsbox til að létta smá á draslinu.
Á myndinni má einnig sjá sjúkrahústöskurnar klárar fyrir komandi daga:)
Ég er allavega mjög ánægð með útkomuna!
-Svana
Skrifa Innlegg