fbpx

APRÍL ÓSKIR //

Óskalistinn

Með maí rétt handan við hornið er tilvalið að ljúka mánuðinum með fallegum hlutum sem sitja á óskalistanum. “I think you should just go for it” er frekar gott mottó og sérstaklega með útborgunardag á næsta leiti hmmm. Sumir hlutir eiga það til að birtast oftar en einu sinni á óskalistunum mínum en þar má sérstaklega nefna bleiku afmælisútgáfuna af Sjöunni sem er nokkrum númerum of dásamleg. Ég er nú að verða þrítug eftir nokkrar vikur svo hún varð að vera með á myndinni þar sem að flestir mínir afmælisgestir vilja líklega gefa mér gjöf sem kostar tæpar hundrað þúsund krónur;)

april

 

//1. Pastelgrænn ananaslampi sem er í raun næturljós. Ég bind vonir við að sonur minn vilji sofa í sínu rúmi ef hann eignast svona sætt ananasljós. Petit. // 2. Sjöan eina sanna. Epal. // 3. Hversu fínir salt og pipar staukar? Sumarlegir og sætir flamingóar í eldhúsið. Hrím. // 4. Blómavasi sem mig dreymir um, fullkominn undir blómvendina sem ég fæ sirka tvisvar sinnum á ári;) Snúran. // 5. Marmarabakkinn sem ég hef áður talað er með þeim fallegri. Kokka. // 6. Föt, föt, föt, það er aldeilis kominn tími á að hressa aðeins við fataúrvalið og sandalar sitja ofarlega á listanum með hækkandi sól. // Eigið ljúfa helgi! Þangað til næst x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

VIÐTAL: HÖNNUÐUR OMAGGIO SPJALLAR UM VASANA FRÆGU

Skrifa Innlegg