fbpx

VIÐTAL: HÖNNUÐUR OMAGGIO SPJALLAR UM VASANA FRÆGU

HönnunKlassík

Röndótti Omaggio vasinn hefur varla farið framhjá neinum og er sannkölluð hönnunarklassík. Vasinn er framleiddur af danska keramíkfyrirtækinu Kähler og var hannaður árið 2008 af þeim Ditte Reckweg and Jelena Schou Nordentoft. Þær stöllur reka einnig eina vinsælustu hönnunarverslunina í Kaupmannahöfn, Stilleben sem ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á ef þið eigið leið um borgina.

Fyrir stuttu síðan var Jelene stödd í Reykjavík í tilefni þess að eiginmaður hennar Ulrik Nordentoft tók þátt í HönnunarMars í Epal og hitti ég hana í smá spjall.

Segðu okkur söguna á bakvið fræga Omaggio vasann? Omaggio var okkar fyrsta hönnun og var vasinn kynntur til sögunnar árið 2008. Hugmyndin var að skapa nútímalegan og einfaldan vasa sem væri þó einstakur í útliti og með handverksyfirbragði.

13030-2

“Innblásturinn var sóttur í eldri hönnun frá Kähler, röndóttan handmálaðan vasa frá árunum 1930-1940 sem við túlkuðum yfir á okkar hönnun og eru allar rendurnar handmálaðar á Omaggio vösunum.”

Komu vinsældir Omaggio ykkar á óvart? Já, þær komu okkur mjög mikið á óvart, okkur hefði aldrei dreymt um að þessi vasi ætti svona mikla möguleika. Omaggio vakti strax mikla athygli á meðal skandinavískra hönnunaraðdáenda en varð síðan gífurlega frægur þegar fallega kopar útgáfan var kynnt til sögunnar vorið 2014 í tilefni 175 ára afmælis Kähler og aðeins í takmörkuðu upplagi.

Kähler-Omaggio-anniversary-vase

Áttu þér uppáhalds útgáfu af Omaggio vasanum? Ég mun alltaf elska klassíska vasann með svörtu röndunum afþví að það var okkar fyrsti vasi og mesta klassíkin. Við Ditte erum líka alltaf veikar fyrir þessum með rauðu röndunum sem var kynntur árið 2009. Stundum erum við hrifnastar af þeim sem við gerðum fyrir löngu síðan og eru ófáanlegir í dag.

[youtube http://www.youtube.com/watch?v=O_YoWkqSW5A]

Komið þið Ditte að öllum ákvörðunum um Omaggio vasana þegar kemur að sérstökum útgáfum eða nýjum litum? Já þetta er alltaf ákvörðun sem við tökum saman, stundum fáum við hugmynd að nýjum lit og stundum kemur Kähler með hugmyndina. En við þurfum alltaf að samþykkja litina áður en hann fer í framleiðslu.

omaggio-home-interior-5_high-resolution-jpg_132709

Hvað er það við Omaggio vasann sem gerir hann svona vinsælann? Ég held að það sé hversu einfaldur hann er ásamt grafíkinni sem að gerir hann frábrugðinn öllum öðrum. Þú sérð hann í fjarska “ já þetta er Omaggio vasi”. Stundum get ég spottað út vasann á heimilum fólks og úti í gluggum þegar ég keyri í bíl, lest eða strætó. Það gerir vasann mjög sérstakann!

Hvaðan sækir þú innblástur í verk þín? Það er helst á ferðalögum og á listasýningum. Í fyrra fórum við Ditte til Japan og ferðalagið veitir okkur ennþá innblástur bæði í hönnun okkar og í versluninni okkar Stilleben.

Bungalow5_Stilleben_1

Fer það vel saman að vera hönnuður og að reka verslun? Já það er mjög góð blanda að fá að vera bæði listræn og sinna einnig þessari markaðstengdu hlið.

251a6f53283674c7be985161e92904ac

Hafið þið hannað fleiri vörur fyrir Kähler? Já við höfum fengið tækifæri að hanna þónokkrar vörur fyrir Kähler, meðal annars Lovesong vasana og Bellino krukkurnar.

Hvert er leyndarmálið á bakvið svona góða hönnun? Það er mjög stór spurning;)

13047-1

Omaggio vasarnir eiga sér risa stóran aðdáenda hóp um allan heim, ótrúlegt hversu miklum vinsældum svona einfaldur blómavasi getur náð en fallegur er hann. Hver er þinn uppáhalds Omaggio vasi? Í dag er Omaggio línan þó mikið meira en aðeins sería af blómavösum, þær Ditte og Jelene hafa einnig hannað skálar, diska, bolla, ílát, kertastjaka og jafnvel jólalínu sem allt er að sjálfsögðu handmálað með Omaggio röndunum frægu:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

BLEIKT INNLIT : SÆNSKUR DRAUMUR

Skrifa Innlegg