fbpx

6 ÁRA AFMÆLI SVART Á HVÍTU!

DIYPersónulegt

Það var fyrir tilviljun að ég uppgötvaði rétt áðan að bloggið mitt á 6 ára afmæli í kvöld! Ég er alveg innilega stolt af blogginu mínu og ó það sem það hefur fært mér mörg tækifæri því gæti ég seint neitað. En toppurinn á þessu öllu er án nokkurs vafa allir lesendurnir og hvað ég hef einnig náð að kynnast mörgum ykkar sem er svo skemmtilegt. Svo væri þetta blogg alveg núll og nix ef enginn nennti að lesa það. Ég gæti skrifað heila ritgerð um hvað ég er þakklát og allt það, en ég þekki mig, ég myndi stroka það hvort sem er allt út í lokin því mér finnst oft óþægilegt að vera of persónuleg hér inná. Ég er hinsvegar með góða færslu í vinnslu sem einhverjum gæti þótt áhugaverð, en hún er um allt sem þarf að vita til að byrja að blogga! Því eitthvað ætti ég nú að hafa lært á undanförnum 6 árum, eða við skulum nú vona það a.m.k;) Ég ætla svo við tækifæri að ná að fagna þessum flotta áfanga og hvað er betra en að gefa ykkur gjöf í því tilefni! Ég var aðeins að vafra um á netinu í kvöld og fannst því tilvalið að sýna ykkur nokkur góð DIY sem ég hef verið að safna saman lengi, en þið ykkar sem hafið fylgst hvað lengst með ættuð að muna eftir óteljandi DIY færslum í byrjun. P.s. ef þið viljið vita hvernig öll þessi snilldarverkefni eru búin til, þá sjáið þið upphaflegu myndirnar í DIY möppunni á Pinterest síðu Svart á hvítu og með því að klikka á tiltekna mynd þá farið þið yfir á leiðbeiningarnar. Njótið!

Hvernig lýst ykkur annars á að fá smá leiðbeiningar um hvernig á að byrja að blogga? Fjölbreytni er frábær og það er aldeilis pláss fyrir fleiri áhugaverð blogg á markaðnum! Svo megið þið endilega smella á like-hnappinn ef ykkur lýst vel á gjafahugmyndina sem ég nefndi hér að ofan, það er alltaf mikið skemmtilegra að gefa en að þiggja, núna þarf ég bara að finna viðeigandi afmælisgjöf:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

UNDIRBÚNINGUR JÓLANNA

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Fjóla Finnboga

    30. October 2015

    Innilega til hamingju með ammælið!!!
    Er búin að fylgjast með síðunni þinn örugglega nánast frá upphafi og elska hana alltaf jafn mikið <3
    Takk fyrir mig og áfram þú!! :)

    • Svart á Hvítu

      30. October 2015

      Takk fyrir dásamlega kveðju og takk fyrir að lesa:)
      x Svana

  2. María Rut Dýrfjörð

    30. October 2015

    Hef fylgst með frá upphafi! “Hönnunarkópíur” er (og verður örugglega) mín uppáhaldsfærsla frá þér :)

    Til lukku með áfangann!

    • Svart á Hvítu

      6. November 2015

      Kærar þakkir! Ég þyrfti nú hreinlega að grafa þá færslu upp og gera eitthvað skemmtilegt við hana:)

  3. Kristín Inga

    30. October 2015

    Ég bið alltaf spennt eftir nýju bloggi. Ert klárlega uppáhalds og veitir manni svo sannarlega innblástur :)

  4. Hrefna Dan

    30. October 2015

    Þú ert án efa ein af mínum uppáhalds og ég hef fylgst með þér alveg frá upphafi. Þú ert svo einlæg og uppfull af frábærum hugmyndum og fallegum innblæstri. Við erum líka með skemmtilega líkan smekk þegar kemur að heimilum okkar og það gerir mig um leið áhugasamari um það sem þú bloggar um!

    Innilega til hamingju með árin 6, megi þau verða miklu fleiri og til hamingju með ákvörðunina um þetta mega spennandi nám..þú átt aldeilis eftir að blómstra þar xx

    Hrefna Dan.

    • Svart á Hvítu

      6. November 2015

      Kærar þakkir fyrir þessa fallegu kveðju:) Já við erum sko aldeilis með líkan smekk eða það finnst mér amk:) Við erum pottþétt einn daginn eftir að rekast hvor á aðra:)
      Knús, Svana

  5. M

    1. November 2015

    Ég er einlægur aðdáandi bloggsins og hef verið frá fyrstu færslu. ég fylgist með 50-60 bloggurum og þitt er mitt uppáhalds! gangi þér vel í náminu:)

    • Svart á Hvítu

      6. November 2015

      Kærar þakkir fyrir falleg orð, mér þykir mjög vænt um að heyra svona:)
      -Svana