fbpx

UNDIRBÚNINGUR JÓLANNA

Jól

Ég hreinlega get ekki lengur setið á mér þar til það er samfélagslega viðurkennt að mega byrja hlakka til jólanna. Ég er orðin hrikalega spennt og það er aldeilis kominn tími til að byrja að huga að skreytingum, ég er ekki endilega að tala um að draga jólaskrautið alveg strax upp (allt í lagi við skulum leyfa nóvember að koma), en það má vel byrja að hugsa um hvernig eigi að skreyta í ár. Síðustu nokkur jól hefur mér ekki þótt nógu mikið skreytt á mínu heimili og í ár langar mig mikið til að bæta úr því. Það tekur eðlilega nokkur ár að vera komin með gott safn af jólaskrauti og það bætist árlega í mitt safn. Það var fyrir tilviljun að ég var að skoða vefverslun H&M Home í kvöld og haldið þið ekki að hátíðarlínan þeirra sé komin út, sem er afar heppilegt fyrir mig þar sem að systir mín er einmitt á leið þangað og gæti því keypt nokkra hluti fyrir mig til að bæta í safnið. Ég tók saman nokkrar dásamlegar jólamyndir sem allar gefa góðar hugmyndir að skreytingum og svo er einfaldlega gaman að skoða svona myndir!

hmprod-2 hmprod-21hmprod-17

Þetta er akkúrat það sem ég þurfti að skoða fyrir svefninn, er þetta nokkuð alltof alltof snemmt?:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

 

SKYNDIÁKVARÐANIRNAR

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Bryndís!

  28. October 2015

  Styð þig heilshugar i þessu!
  Ég meina það eeer að koma nóvember og fyrsti í aðventu er í nóvember!
  æðislegar myndir!

  • Svart á Hvítu

   28. October 2015

   Hahah nákvæmlega! Nóvember er jú næstum því kominn;)

 2. Inga

  28. October 2015

  Yndisleg færsla og alls ekki of snemma á ferðinni. Hjá mér fara jólaljósin fljótlega upp (allavega að hluta til) – ég get ekki beðið!

  • Svart á Hvítu

   28. October 2015

   Það er aldeilis komin tími á jólaljósin, alltof dimmt úti án þeirra:)

 3. Fjóla Finnboga

  28. October 2015

  Alls EKKI og snemmt!! :)
  Var einmitt að gera nákvæmlega það sama í gærkvöldi, skoða þessa línu og láta mig dreyma og plana jólaskreytingar :) Og meira segja hlusta á jólalögin líka!! Það “ójólalegasta” fer að fara að detta í hillurnar hjá manni hehe ;)

  • Svart á Hvítu

   28. October 2015

   Ok þú ert komin lengra en ég! Jólalög, vá ég verð að byrja strax í dag!:)

 4. Helgi Omars

  30. October 2015

  OHHHH ÉG ER SVO SPENNTUR LÍKA, takk fyrir þessa færslu! íps

  <3