Það var fyrir tilviljun að ég uppgötvaði rétt áðan að bloggið mitt á 6 ára afmæli í kvöld! Ég er alveg innilega stolt af blogginu mínu og ó það sem það hefur fært mér mörg tækifæri því gæti ég seint neitað. En toppurinn á þessu öllu er án nokkurs vafa allir lesendurnir og hvað ég hef einnig náð að kynnast mörgum ykkar sem er svo skemmtilegt. Svo væri þetta blogg alveg núll og nix ef enginn nennti að lesa það. Ég gæti skrifað heila ritgerð um hvað ég er þakklát og allt það, en ég þekki mig, ég myndi stroka það hvort sem er allt út í lokin því mér finnst oft óþægilegt að vera of persónuleg hér inná. Ég er hinsvegar með góða færslu í vinnslu sem einhverjum gæti þótt áhugaverð, en hún er um allt sem þarf að vita til að byrja að blogga! Því eitthvað ætti ég nú að hafa lært á undanförnum 6 árum, eða við skulum nú vona það a.m.k;) Ég ætla svo við tækifæri að ná að fagna þessum flotta áfanga og hvað er betra en að gefa ykkur gjöf í því tilefni! Ég var aðeins að vafra um á netinu í kvöld og fannst því tilvalið að sýna ykkur nokkur góð DIY sem ég hef verið að safna saman lengi, en þið ykkar sem hafið fylgst hvað lengst með ættuð að muna eftir óteljandi DIY færslum í byrjun. P.s. ef þið viljið vita hvernig öll þessi snilldarverkefni eru búin til, þá sjáið þið upphaflegu myndirnar í DIY möppunni á Pinterest síðu Svart á hvítu og með því að klikka á tiltekna mynd þá farið þið yfir á leiðbeiningarnar. Njótið!
Hvernig lýst ykkur annars á að fá smá leiðbeiningar um hvernig á að byrja að blogga? Fjölbreytni er frábær og það er aldeilis pláss fyrir fleiri áhugaverð blogg á markaðnum! Svo megið þið endilega smella á like-hnappinn ef ykkur lýst vel á gjafahugmyndina sem ég nefndi hér að ofan, það er alltaf mikið skemmtilegra að gefa en að þiggja, núna þarf ég bara að finna viðeigandi afmælisgjöf:)
Skrifa Innlegg