30 ÁRA ÓSKALISTINN //

Óskalistinn

Með 30 ára afmælið mitt rétt handan við hornið og í rauninni eru flestar mínar vinkonur einnig að verða þrítugar í ár þá er aldeilis tilefni að taka saman einn stóran og góðan gjafahugmyndalista. Nokkra hluti á listanum er þó örlítið erfitt að komast yfir en ég læt þá þó fylgja með, það er jú alltaf gott að koma hugsunum sínum út í kosmósið og hver veit nema þessir hlutir endi einn daginn heima hjá mér, jafnvel bara þegar ég verð fertug! Í næstu viku verður stóra afmælisvikan en tvær af mínum bestu vinkonum verða einnig þrítugar ásamt því að systir mín fagnar líka sínu afmæli. Ég stefni á að halda tvær veislur, eina í garðinum hjá foreldrum mínum fyrir ættingja og svo seinna djúsí kokteilboð fyrir vinkonurnar svo ég hef í nægu að snúast þessa dagana, planandi skemmtiatriði fyrir afmæli vinkvenna ásamt því að panta veitingar, skreytingar og partýdress, en VÁ hvað það er gaman!

Hér að neðan má sjá listann, ég vona að hann komi fleirum í afmælishugleiðingum að góðum notum,

 

oskalsiti

1. Ísbjörninn frá Bing og Grøndahl er dásamlega fallegur ásamt nokkrum fleiri dýrum frá sama merki. Þessi fæst helst í antíverslunum eða á uppboðssíðum. // 2. Sebrahestur Kay Bojesen, Epal. // 3. Dagg blómavasinn frægi frá Svenskt Tenn, eins klassískur og þeir gerast. Fæst m.a. í Svenskt Tenn sem er “möst see” í Stokkhólmi. // 4. Ég er skotin í Finnsdóttir vörunum, þessi litla krús er virkilega falleg, Snúran. // 5. Eitt af fáu sem ég er byrjuð að safna er Räsymatto morgunverðarstellið frá Marimekko, Epal. Þar fyrir utan eru Iittala Thule glösin klassík. // 6. Guðmundur frá Miðdal skapaði margar gersemar og er falleg stytta eftir hann á langtímalistanum mínum.  // 7. Mæðradagsplattinn frá Bing og Grøndahl þarf ég hreinlega að eignast, það er nýr gefinn út á hverju ári og mig vantar árið sem Bjartur minn fæddist. // 8. Loðlúffur frá Feldi eru draumi líkast. // 9. Glerfuglar Oiva Toikka frá Iittala eru gullfallegir safngripir, Iittala verslunin. // 10. Vegleg sólgleraugu eru alltaf góð gjöf, þessi eru frá Ray Ban – Great Gatsby, Optical. // 11. Tjúllaðar myndir sem eru væntanlegar hjá Heiðdísi Helgadóttur, Strandgötu í HFJ -sjá hér// 12. Ég geng nánast aldrei með skart nema þegar ég er að fara eitthvert út, dagsdaglegt skart þyrfti að hafa einhverja merkingu fyrir mér, eins og t.d. upphafsstaf Bjarts eða annað. // 13. Ilmkerti mmmm.. það er ekki hægt að eiga nóg af slíku, Völuspá og Skandinavisk kertin eru t.d. mjög góð og vegleg, MAIA, Aftur, Epal. // 14. Geggjuð bleik motta fyrir heimilið frá Pappelina, Kokka. // 15. Fallegt rúmfatasett er alltaf hægt að bæta við heimilið, þessi eru frá ihanna home, Epal.

*Listinn gæti einnig komið að góðum notum fyrir þá sem eru að fara að útskrifast eða halda brúðkaup, svo endilega deilið færslunni áfram ef þið kunnið að meta hana. x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HELGARINNLITIÐ: MEÐ PLÖNTUR Í HVERJU HORNI

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Unnur

    1. June 2016

    Hvar færðu svona armband með upphafstöfunum hans Bjarts? :)

    • Svart á Hvítu

      2. June 2016

      Hahaha þetta er meira meint til nokkra fjölskyldumeðlima sem voru að vandræðast:) Þú manst, ég afþakkaði gjafir þann 16.;)

  2. Harpa M. Fenger

    4. June 2016

    Fæst blómavasinn, nr. 3 ekki á Íslandi? Er svo skotin í honum.

    • Svart á Hvítu

      4. June 2016

      Nei hann hefur amk ekki gert það hingað til… en hann er mjög dýr, kostar um 40+ :(
      Mbk.Svana:)