fbpx

20 FLOTTIR SÓFAR SEM OKKUR GETUR DREYMT UM

Fyrir heimiliðHönnun

Sófakaup eru á meðal stærstu fjárfestinganna sem við gerum fyrir heimilið og því þarf að vanda valið vel. Máta sófann við okkar eigin kröfur og svo að sjálfsögðu við heimilið og þegar sófinn er loks fundinn þá þarf einnig oft að ákveða áklæði og lit til að sá “eini sanni” endi á heimilinu.

Ég er sjálf ekki ennþá búin að finna minn “eina sanna” en er þó með ágætis sófa í dag þangað til það gerist. Gráir sófar eru líklega algengastir þó ég hvetji ykkur til þess að íhuga einnig sófa í lit, það gefur heimilinu mikið líf. Þó halda margir því fram að velja skuli sófa sem er sem klassískastur bæði í formi og lit en hressa frekar upp á hann með litríkum púðum eftir stemmingu að hverju sinni. Sem er ekkert svo vitlaus hugmynd þó svo ég kikni smá í hnjánum yfir litríkum sófum.

Það er eitthvað sem dregur mig alltaf að flauels áklæði, líklega þar sem sófinn hjá foreldrum mínum sem unglingur var úr slíku efni og það náðist alltaf allt úr honum með tusku að vopni en það sama get ég ekki sagt um bleika sófann okkar í dag sem grátbiður um þvott á nokkra vikna fresti (!) Það getur jú verið mjög smart að vera með ljósa sófa, hvíta eða t.d. fölbleikan eins og ég á – agalega lekkert þar til barnið er búið að klína smjöri og öðrum matarleifum á púðana. Það þarf sumsé að hugsa vel út í lifnaðarhætti og hverju sófinn eigi að þjóna áður en ráðist er í sófahugleiðingar.

Ég tók saman nokkra glæsilega sófa sem ég gæti hugsað mér að kúra í, þeir eiga það nánast allir sameiginlegt að vera fáanlegir í fleiri útgáfum, áklæðum og litum og því mæli ég með að kynna sér sófana betur sem heilla ykkur í verslununum. Einnig er gott að hafa á bakvið eyrað að þrátt fyrir að sófar kosti oft dálítinn pening, þá sparar enginn mikið til lengri tíma að kaupa sér oftar en einu sinni “tímabundinn” sófa þar til við splæsum í þann eina sanna sem fær svo að þjóna okkur næstu áratugi. Það ætla ég að minnsta kosti að hafa á bakvið eyrað næst.

Yfir 20 glæsilegir sófar – gjörið svo vel.

Bolia – Mr. Big sófi – Snúran

Muuto – Outline sófi – Epal

Gervasoni – Ghost sófi – Módern

Bolia – Caisa sófi – Snúran

  

Fogia – Tiki sófi – Epal

Vitra – Polder sófi – Penninn húsgögn

Buster – Tommy sófi – Heimahúsið

Lounge Montado sófi – Heimili & Hugmyndir

B&B – Diesis sófi – Casa húsgögn

Muuto – Connect sófi – Epal

Bolia – Orlando sófi – Snúran

Fritz Hansen – Favn sófi – Epal

Bolia – Zoe sófi – Snúran

Bolia – Cosima – Snúran 

Ikea – Söderhamn sófi

Sancal – Tip Toe sófi – Módern

Blade – Wendelbo sófi – Módern

Eilersen – Ash sófi – Epal

Eilersen – Ash sófi – Epal

Bolia – Jerome sófi – Snúran

Madonna sófi – NORR11

Edra – Cipria sófi – fæst aðeins erlendis. Ég elska að horfa á þennan sófa og svo er rosalega þægilegt að kúra í honum. Ég varð að hafa hann með!♡

Úllen dúllen doff – hvað sófa gætir þú hugsað þér að kúra í?

Ég vona innilega að þessi færsla komi ykkur að góðum notum og kynni örlítið fyrir ykkur þessu frábæra úrvali af sófum við getum nálgast hérlendis í verslunum. Ég minni einnig aftur á að flesta sófana hér að ofan má fá í fjölmörgum útgáfum, stærðum og áklæði. Love it!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

H&M HOME KYNNIR SPENNANDI SAMSTARFSLÍNU MEÐ POPPY DELEVIGNE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Ósk Ólafsdóttir

    18. August 2019

    Vá hvað þetta eru allt fallegir sófar ? Zoe sófinn er minn drauma og verður minn um miðjan september ?