fbpx

1 ÁRS AFMÆLIÐ

AfmæliPersónulegt

Þá er komin vika frá því að ég hélt upp á eins árs afmæli sonarins og því vel við hæfi að birta myndir af veislunni. Afmæliskakan sjálf sló rækilega í gegn og ég hef nú þegar séð myndir frá nokkrum sem fengu innblástur frá kökuskreytingunni sem ég gerði og það er virkilega skemmtilegt að sjá:) Hugmyndin er auðvitað svo einföld, það liggur kannski ekki svo vel fyrir öllum að fara út í meiriháttar kökukremsdúllerí, eða jafnvel bara skortur á tíma. Þá er ekki svo vitlaus hugmynd að nota einfaldlega leikföng barnsins (sem eru fyrst þvegin að sjálfsögðu), og þau sett ofan á kökuna til skrauts. Dýrin sem ég notaði fást í Toys’r’us en ég fékk nokkur í láni frá litla frænda mínum. Ég lagði mig alla fram að hafa veisluna eins fullkomna og ég gæti (ég veit, bara smá pressa) og ég fékk því smá áfall þegar ég fann ekki myndavélina þegar allir gestirnir voru byrjaðir að mæta því ég vildi ná að taka góðar myndir eftir alla þessa vinnu sem ég hafði lagt á mig. Myndavélin fannst þó loks þegar afmælið var búið, en hún var á bakvið púðana í sófanum þar sem fólkið sat, ég hefði getað farið að grenja í allri hreinskilni sagt. Það er eflaust ekkert svo erfitt að fara yfir um þegar haldið er barnaafmæli, því komst ég alveg að:) Ég þarf því þá að láta símamyndir duga í þetta sinn, en þetta var ótrúlega skemmtilegur undirbúningur og ég gleymdi mér alveg í þessum skreytingum. Ég hlakka strax til næsta afmælis!

20150913_135912

Ég er greinilega óvön að halda stór boð því rúmlega helmingur veitinganna varð í afgang, þarna átti enn eftir að bætast hellingur á borðið.

20150913_135945

Veifurnar föndraði ég sjálf, en mér fannst alveg “nauðsynlegt” að skreyta líka stól afmælisbarnsins. Ég handskrifaði “1 árs” á veifurnar og límdi saman með mynstruðu pappírsteipi. Borðið og kakan ofan á afmæliskökunni eru gömul leikföng úr silvaniudótinu mínu.

20150913_134318

Veifurnar í glugganum bjó ég til fyrr í vor, það var svo tímafrekt föndur að ég mun líklega aldrei tíma að henda þeim. Betúel vildi vera með í dýrapartýinu, eðlilega setti ég kött líka ofan á það borð:)

20150913_144035

Döðlu og lakkrískubbarnir frá Gulur, rauður, grænn og salt eru ómissandi í svona veislur, þvílíkt lostæti. Svo er nauðsynlegt að bjóða líka upp á hollustu á móti sætindunum, sérstaklega þegar um ræðir barnaafmæli.

20150913_135922

Ég reyndi að spara smá uppvaskið með pappadiskum, enda á ég líka ekki nógu mikið stell fyrir svona stórt afmæli:)

20150913_135637

Stafaborðann keypti ég fyrir löngu síðan hjá Petit.is. Silfraða litla blaðran sem sést þarna glitta í mæli ég svo sannarlega ekki með að kaupa, hvorki hjá Söstrene Grene né á vefsíðunni sem ég hafði áður bent á. Þær eru hreinlega of litlar til að svífa þó að blásið sé í þær með helíum. Blaðran var því látin hanga í öðrum helíumblöðrum, mér þótti það mikil synd því ég var mjög spennt yfir þessum blöðrum og hafði keypt tvær á netinu og tvær í Söstrene. Ef þið ætlið að kaupa svona blöðrur passið að þær séu ágætlega stórar, okkar voru ca. 30 cm sem er of lítið.

20150913_140021

Ég setti svo saman smá myndaseríu af Bjarti, ein mynd fyrir hvern mánuð, virkilega gaman að skoða í gegnum þessar myndir og sjá hvað hann hefur stækkað og breyst:) Um að gera að hafa myndir af afmælisbarninu uppi við, það geta annað hvort verið skemmtilega minningar eða mánaðarmyndir. Planið mitt var að merkja við hverja mynd “1 mán” 2 mán”… o.s.fr. en það gafst ekki tími til þess.

20150913_150730

Það dugði ekkert annað en 4 hæða kaka!

20150913_161621

Afmælispakkaflóð og mikið stuð, hér með fínu gjöfina frá mömmu sinni og pabba. Eflaust eina gjöfin sem gaf ekki frá sér hljóð:)

20150913_135628

Allt spikk og span fyrir veisluna!

20150913_181902

Og nokkrum tímum síðar var allt komið í rúst…

Vá hvað þetta var gaman, núna tel ég niður í næsta afmæli og get þá vonandi komið öllum hugmyndunum mínum í framkvæmd:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

INSTAGRAMLEIKUR: VILTU VINNA GJAFAPOKA FRÁ SNÚRUNNI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

7 Skilaboð

  1. Daníel

    21. September 2015

    Glæsilegt afmæli! Til hamingju með Bjart :)

  2. Steinunn

    22. September 2015

    Hvar fékkstu þessa pappadiska?

  3. Sara

    22. September 2015

    Hæhæ, æðislega skemmtilegar myndir :)
    en ein spurning, hillan sem hangir að mér sýnist í anddyrinu (með öllum smáhlutunum) hvar fæst hún?