fbpx

INSTAGRAMLEIKUR: VILTU VINNA GJAFAPOKA FRÁ SNÚRUNNI

Fyrir heimilið

*Búið er að draga úr leiknum*

Hvernig hljómar það að skella í einn skemmtilegan instagram leik í tilefni dagsins?:) Í samstarfi við verslunina Snúruna þá ætla ég að gefa einum heppnum lesanda veglegan gjafapoka fullan af ilmandi vörum frá L:A Bruket að andvirði 15.000 kr.

Frá því að ég kynntist L:A Bruket sápunum í sumar þá hef ég alveg verið kolfallin fyrir þessu merki, ilmurinn af þeim er alveg dásamlegur og svo mikið ekta enda öll innihaldsefnin náttúruleg. Vörulína L:A Bruket er þó svo mikið stærri en bara sápur, því frá þeim er einnig hægt að fá hársjampó, hárnæringu, uppþvottalög, handáburð, ilmkerti, varasalva og fleira. Vörurnar eru einnig lífrænar og mjög umhverfisvænar og það er auðvelt að sjá og finna á lyktina hvað þetta eru miklar gæðavörur, og tölum nú ekki um hvað umbúðirnar eru einstalega smart.

Þeir sem ekki hafa prófað þessar vörur ættu þó líklega að kannast við umbúðirnar enda afar vinsælar vörur þegar kemur að sænskum innlitum sem ég hef svo gaman af að sýna ykkur, L:A Bruket er jú sænskt merki og njóta vörurnar því mikilla vinsælda þar. Það er eitthvað við þessar umbúðir sem heilla, dálítið gamaldags og flottar, ég er núna komin með stóran brúsa af uppþvottalegi í eldhúsið og ég verð að viðurkenna að það er örlítið ánægjulegra að vaska upp:)

Neðst í færslunni kemur fram hvað þarf að gera til að geta nælt sér í gjafapokann frá L:A Bruket!

2058bcbb123b30b808834f6c9990144c32898271666661b13ab198e93cda4688 78a2c94d4a9180c722fe06bcb6800c5b


Screen Shot 2015-09-19 at 15.11.10

Það sem þarf að gera til að næla sér í æðislegan L:A Bruket gjafapoka frá Snúrunni er að byrja á því að deila mynd á Instagram af L:A Bruket vörum að eigin vali (má vera ein af þessum myndum hér að ofan, eða sem þið veljið sjálf) og merkja myndina #snuranis & #trendnet

Einnig ætla ég að biðja ykkur um að smella á like hnappinn hér að neðan og fylgja Snúrunni á Instagram @snuranis, ef þið eruð ekki þegar að því:)

Á þriðjudaginn 22.september dreg ég út einn heppinn lesanda sem hlýtur poka fullan af æðislegum vörum frá L:A Bruket!

Uppfært ** Það var hún Guðrún Hafdís sem hafði heppnina með sér í þetta sinn! Takk allir fyrir þátttökuna:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

SAFNARINN ÉG...

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

 1. Margrét ósk

  19. September 2015

  Screen Shot 2015-09-19 at 15.11.10
  Ég vær til í eitthvað af þessu ☺️

 2. Unnur Erlends

  19. September 2015

  þetta hljómar vel og yrði himinlifandi að vinna svona fínheit

  • guðrún benediktsdóttir

   20. September 2015

   Værí til í þessar glæsilegu vörur

 3. Unnur Erlends

  19. September 2015

  Yrði himinlifandi að vinna svona fínheit

 4. bjork viðars

  20. September 2015

  já gjarna vildi ég prófa þessar vörur

 5. Auður S

  21. September 2015

  Ég held ekki vatni yfir þessum vörum, þær eru svo fallegar. Trúi því að þær séu jafn góðar og þær eru fallegar!

 6. Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir

  21. September 2015

  Já takk

 7. Sigrún Svava Gísladóttir

  22. September 2015

  Væri mikið til í að prufa þessar vörur :)

 8. Jovana Lilja

  22. September 2015

  Ja takk! Væri alveg til i að prófa þessar flottu vörur

 9. Elísabet Kristjánsdóttir

  22. September 2015

  Himneskar vörur <3 Myndi virkilega gleðja hjartað :)

 10. Gígja Gylfadóttir

  25. September 2015

  Er búið að draga vinningshafa? Sé það hvergi :(

  • Svart á Hvítu

   25. September 2015

   Já það er búið! Ég birti vinningshafann á facebook síðunni:)
   Hefði þó átt að uppfæra færsluna líka, geri það snöggvast:)
   -Svana

 11. Edda

  27. September 2015

  Hæ Svana, hefurðu einhverja hugmynd um hvar svona vasi eins og á 3. myndinni gæti fengist? :)

  • Svart á Hvítu

   27. September 2015

   Hæhæ, þessi er frá House Doctor!:) Líklega til í Fakó, Tekk eða Línunni!
   Mbk.Svana

   • Edda

    28. September 2015

    Æði takk :)