fbpx

♡ HFJ

Fyrir heimiliðÍslensk hönnunPersónulegtVeggspjöld

Það er tvennt sem að ég þarf að sýna ykkur í þessari færslu, fyrst og fremst er það Hafnarfjarðar plakatið fína sem ég fékk mér reyndar í lok sumars en þar sem að ramminn brotnaði fljótlega er ekki svo langt síðan að það endaði uppi á vegg. En svo er það Montana hillan mín sem ég var búin að segja ykkur frá, ég hef verið í smá vandræðum hvar ég ætti að koma henni fyrir og er með hana núna inni í stofu ofan á tveimur kollum í mátun svo ég fari nú ekki að bora í veggi að óþörfu. Mér sýnist þetta þó vera staðurinn fyrir hana fyrir utan það að hún verður hengd upp í sömu hæð og sófinn er. Ég var síðan svo sannarlega ekki að ýkja þegar ég sagði ykkur frá krotinu á hillunni en ég hef haft tímarit ofan á þessari blessuðu eiginhandaáritun til þess að ég geti horft á hana á hverjum degi, ég er ekki alveg komin yfir áfallið en brosi þó alveg yfir þessum ósköpum. Áritunina má sjá á neðstu myndinni… *Þið ykkar sem vitið ekki hvað ég er að tala um verðið fyrst að lesa þessa færslu hér “Fyrsta Montana hillan mín”. 
12236572_10154320210743332_849918761_o

Horft úr eldhúsi inni í stofu, mér hefur þótt frekar erfitt að fá fallega blómapotta undir stórar plöntur eins og Monstera en ég er ennþá eftir að finna þann eina rétta. Ég er mjög hrifin af þessum í gluggakistunni en þeir eru úr Garðheimum og svo er svarti frá Postulínu. Eins og ég skrifaði hér að ofan þá er ég bara að máta hilluna þarna og þessvegna er hún ofan á kollunum:)

12235643_10154320210628332_1383887469_o

Áritunin er vel falin undir nokkrum tímaritum… úff, ég lofa að ykkur mun bregða smá:)

12236663_10154320211018332_1051615015_o

Plakötin frá Reykjavík Poster eru seld víða, ég fékk mitt í gegnum síðuna þeirra því ég vildi láta sérmerkja mitt sem þau bjóða einmitt upp á. Sum plakötin eru þá með “Ég bý hér”, en vegna þess að við höfum flutt mjög oft og erum ennþá á leigumarkaðnum vildi ég geta átt plakatið lengur og fékk því hönnuðinn til að setja lítil bleik hjörtu við alla staðina sem við höfum búið saman á í Hafnarfirðinum. Ef þið horfið vel á neðri myndina þá ættuð þið að geta séð fjögur hjörtu öll í kringum miðbæinn. Efsta hjartað er reyndar heima hjá foreldrum mínum en þar sem við Andrés vorum bara 16 ára þegar við kynntumst þá eyddum við mörgum árum þar:)

12228159_10154320210943332_640671199_o 12250381_10154320211088332_748044737_o

Ég veit að Epal, Snúran og Hrím hafa verið að selja plakötin, en Hafnarfjarðar plakatið er líka hægt að kaupa í Litlu Hönnunarbúðinni á Strandgötunni.

12228124_10154320211223332_130003255_o

Hér bættist svo einn gordjöss leðurpúði við á dögunum en hann er frá Andreu og ég er alveg hrikalega skotin í honum:)

Svo er það aðalmálið sem ég veit að sum ykkar voru mjög forvitin að sjá.. úff ég veit varla hvort ég eigi að vera að sýna þetta! Hér er brot úr færslunni þar sem ég sagði ykkur frá þessu “ Í gær hitti ég hinsvegar Peter Lassen sjálfan sem hannaði Montana hillurnar, hann er á níræðisaldri og því varð ég mjög spennt að fá að spjalla við hann um hönnun enda býr sá maður yfir mörgum sögum. Hann var einnig forstjóri Fritz Hansen í 25 ár og vann á þeim tíma með m.a. Arne Jacobsen sjálfum. Ég ákvað að það hlyti að vera besta hugmynd í heimi að kaupa mér Montana einingu og fá Lassen til að árita hana, og sá gamli var svo sannarlega til í það. Ég sýndi honum með fingrinum hvar áritunin ætti að vera, mjög lítið og smekklegt. Hann hinsvegar var með aðra hugmynd greinilega, því hjartað í mér stoppaði smá þegar ég sé hann byrja á risa teikningu með svörtum olíutúss ofan á hillunni…”

12236518_10154320210473332_2139248927_o

Hér má sjá þessa glæsilegu eiginhandaáritun frá Peter Lassen sjálfum og svona fín teikning líka, haha ég held að mér muni aldrei hætta að þykja þetta fyndið.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

Í TÍMARITUM

Skrifa Innlegg

34 Skilaboð

 1. ..

  12. November 2015

  Er þetta krot fast á? Keyptiru hana svona? :)

 2. Guðrún Helgadóttir

  12. November 2015

  Vá! Ekkert smá stór eiginhandaráritun!

 3. Guðrún Helgadóttir

  12. November 2015

  Er ekki hægt að snúa henni a hvolf?

 4. Ingibjörg

  12. November 2015

  Hefur þú skoðað blómapottana í Blómabúðinni í Mosó ?
  Mér finnst teikningin snilld,takk fyrir síðuna.

  • Svart á Hvítu

   12. November 2015

   Hef ekki kíkt á það, takk fyrir ábendinguna þarf að kíkja!:) Haha en gott að það fái ekki allir áfall yfir þessu:)

 5. Karen Andrea

  12. November 2015

  Persónulega finnst mér krotið cool :)

 6. Viktoria

  12. November 2015

  Þetta er svo fyndið og hrikalegt eð en samt svo fyndið og góð saga! Dýrka bloggið þitt

  • Svart á Hvítu

   12. November 2015

   Æj takk fyrir skemmtilegt komment:) en já.. þetta er blanda af einhverju hrikalegu og svo fyndnu, það breytist dag frá degi hvað mér finnst um þetta haha!

 7. Hilda

  12. November 2015

  Mér finnst þessi eiginhandaráritun frekar mikið flott :) en æðislegt kort verð að fá ná mér Í svona

  • Svart á Hvítu

   12. November 2015

   Já ég elska það! Ég held þau séu farin að gera flest hverfi í reykjavík og nágrenni… og má líka hafa sérþarfir sem er gott, eins og ég með hjörtun:)

 8. Unnur

  12. November 2015

  Hvar fást blómavasarnir frá Postulínu?

 9. Heiðdís

  12. November 2015

  Eg er i kasti Svana! :) :)

 10. Theodóra

  13. November 2015

  Mér finnst áletrunin cool og one of a kind ! ;)

  e.s
  Fallegt heimili og gaman að lesa færslurnar þínar

 11. Húsasund

  13. November 2015

  Þessi saga er alveg meiriháttar! Mér finnst krotið lúmskt töff og eitthvað sem þú verður örugglega hæstánægð með seinna. Ég hugsa að ég myndi sjálf fela það til hálfs með glærum vasa, fíngerðum kertastjaka eða öðru sambærilegu – allavega fyrst um sinn :)

  Annars mæli ég með að þú kíkir á blómapotta í Habitat, ég keypti stóran steypupott undir mína Monsteru (að vísu í gamla Habitat)

  .diljá

 12. Aðalbjörg

  13. November 2015

  Vá mér finnst þessi eiginhandaráritun geðveikt töff! Heppin að eiga hillu sem engin annar getur átt eins ;)

 13. Sigrún

  13. November 2015

  Haha þetta er svo góð saga! Myndi nú bara halda að hun væri verðmætari svona!

 14. Anna

  13. November 2015

  Þegar þú talar um að hengja hilluna upp í sömu hæð og sófinn, hvað áttu þá nákvæmlega við? Ég er nefninlega að vandræðast með í hvaða hæð ég á að hengja mína og var að velta fyrir mér hvort það væru til einhverjar “reglur” um þetta?

  • Svart á Hvítu

   13. November 2015

   Þá á ég við að hillan væri í sömu hæð og sófaarmurinn, engin ekki regla svosem en mér finnst fallegra fyrir augað þegar hæðarlínur eru svipaðar. Á móti sófanum erum við með skenk og vegghengdan skáp sem gat ekki verið í 100% sömu hæð vegna tengla og það truflar mig á hverjum einasta degi þessi auka sentímeter:) Það er eitthvað við flæðið í rýminu sem allt verður betra þegar hugsað er út í hæð á húsgögnum.

 15. Sara

  13. November 2015

  Vá flott..hehe, gaman að þessu.

  En mig langaði að spyrja þig, hvernig settirðu svona marmara”filmu” eða hvað þetta er á Mac tölvuna þína?

  Ég á nefninlega eina nýja mac og eina gamla hvíta sem er mjög sjúskuð og mig langaði að setja eitthvað svona flott á tölvuna fyrir dætur mínar.

  Kveðja,
  Sara

 16. Erla

  13. November 2015

  já aðeins of mikið krot, signature hefði verið flott en teikningin of mikið… spurning með límmiða rúllurnar sem fást t.d. í bauhaus, hægt að fá háglans hvítt og matt minnir mig ;)

 17. Ragga

  14. November 2015

  Haha sjitt ég hefði fengið áfall haha :) En hillan þín er einstök, svo mikið er víst!

  Bíð spennt eftir mínu Hfj. plagati – hann ætlar einmitt að uppfylla smá sérþarfir hjá mér líka !

  En mig langaði að forvitnast með mottuna þína – ikea rand þ.e. – hefuru þrifið hana eða látið þrífa hana ? Mín er orðin svo ferlega skítug og ég er ekki að átta mig á því hvernig er best að þrífa hana… Fékk tilboð í þrif frá einhverju teppahreinsifyrirtæki en það átti að kosta 10 þús sem mér finnst heldur mikið þegar ný motta kostar tæplega 20….

  • Svart á Hvítu

   14. November 2015

   úff þessi motta sko… er svo fegin að flestar myndatökur gera henni frekar mikinn greiða því hún er viðbjóðslega skítug! Matarkám og nokkrir gubbublettir hér og þar frá einum litlum haha. Ég var að íhuga að óska eftir teppahreinsivél til að fá í láni, en 10þús er of mikið finnst mér:/ Mig sárvantar að láta þrífa mína, var jafnvel byrjuð að íhuga að taka bara uppþvottabursta og sápu á hana og skola sjálf en mögulega ekki besta hugmynd sem ég hef fengið:)

 18. Bryndís

  14. November 2015

  Ég er sammála því sem sumir hafa sagt hér fyrir ofan – mér finnst eiginhandaáritunin töff og skemmtileg – gefur þessu karakter og barnabörnin þín eiga pottþétt eftir að slást um hilluna =)

 19. Fjóla

  14. November 2015

  Get ekki annað en hlegið yfir þessari áritun hahaha … þessi saga er náttúrulega einstök!! já, og áritunin … og hillan!! haha … geturu örugglega selt hana fyrir mun meira núna en þú keyptir hana á og fengið þér bara nýja ;) en annars þá myndi ég ekki týma því, þetta er eitthvað svo einstaklega fyndið og rosa mikið!! :) Hvernig er botninn á henni, er ekki bara hægt að setja hana á hvolf hohoho ;)

  á einmitt svona vestmannaeyjaplagat og ég ELSKA það! Vildi að ég hefði vitað af þessum með hjörtun. Veistu hvort sé hægt að bæta þeim bara inná eða ? Eða kannski geri ég það bara sjálf með hjartalímmiðum ;)

  • Svart á Hvítu

   14. November 2015

   Gallinn er auðvitað sá að hann skrifaði SVANA á hilluna haha, annars hefði það verið betri möguleiki að geta selt hana:) Og það er eiginlega ekki hægt að snúa henni við útaf festingunum þó svo að botninn sé alveg eins.
   Varðandi plakatið þá einmitt hafði ég hugsað mér að halda áfram að bæta sjálf við litlum hjörtum ef við flytjum héðan, það er alveg hægt að gera það sjálfur bara hafa það lítið og smekklegt…:)

 20. Aníta

  16. November 2015

  Sælar :)
  hver fékkstu ramman utan um plakat-ið ? :)

 21. Andrea

  24. November 2015

  Sæl Svana – mig langar svo í svona ljósaseríu. Veistu hvar ég get fengið svoleiðis?

  kv.Andrea

  • Svart á Hvítu

   24. November 2015

   Hæhæ, ég fékk mína í Bauhaus fyrir löngu síðan, en ég veit að mamma keypti sér eins fyrir kannski viku síðan svo þær virðast vera komnar aftur:) Þær stoppa þó iðulega stutt í búðinni svo ég mæli með að kíkja á þau fljótt:)
   -Svana

   • Andrea

    25. November 2015

    TAkk TAkk !