fbpx

SUMAR MUST-HAVES #1: SÓLGLERAUGU

Nú er vorið farið að láta sjá sig smátt og smátt. Partur af því er að skoða komandi tískustrauma og kíkja í fataskápinn á hvað maður á og það sem mann langar í fyrir sumarið.

Ég ætla á næstu vikum að skrifa smá um það sem mér finnst vera „sumar must-haves” –

>>>>> #1: Sólgleraugu <<<<<

Þetta kemur ykkur örugglega alls ekki á óvart! En partur af sumrinu er klárlega að setja þau upp og líta sumarlega út. Í dag eru tvenn sólgleraugu í miklu uppáhaldi hjá mér, Pilot og Wayfarer gerðirnar frá Ray-Ban. Pilot gerðina hef ég notað fyrir allan peninginn en fékk Wayfarer gleraugun í afmælisgjöf.

Fyrir ykkur sem vantar, nú eða bara langar, í sólgleraugu þá eru hér að neðan nokkrar hugmyndir. Sólgleraugun eru af öllum stærðum og gerðum, bæði dýr og ódýr;

 

Mango // Asos

Marc Jacobs #1 og #2

Monki // Michael Kors

H&M #1 og #2

& Other Stories #1 og #2 

Topshop // Zara

*

Nóg er til!

Ég mæli með því að allir eignist ein sólgleraugu fyrir sumarið – nema þið eigið nóg. Þau þurfa ekki að vera dýr, en reynslan hefur þó kennt mér að þau gleraugu sem kosta aðeins meira fer ég betur með heldur en þau ódýru, og þau endast einnig betur.

Endilega sendið mér póst á andrea@trendnet.is ef þið hafið einhverjar spurningar eða pælingar – og ef ykkur dettur eitthvað skemmtilegt í hug til að fjalla um í „Sumar Must-Haves”.

xx

Andrea Röfn

MUGISON Á TÍSKUDÖGUM

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Tinna

    22. April 2013

    Æðisleg gleraugun sem þú ert með á neðstu myndinni, númer hvað eru þau? Eru þetta klassísku wayfarer?

  2. Birgitta

    26. April 2013

    Viltu fjalla um sólarvarnir? :)

    • Andrea Röfn

      26. April 2013

      Ég skal lesa mér til um þær og sjá hvað ég get skrifað – Takk fyrir hugmyndina :)