fbpx

SPA TIME

ANDREA RÖFNPERSÓNULEGTSVÍÞJÓÐ

Í síðustu viku keyrðum við Arnór upp strandlengjuna frá Malmö og til Tylösand, sem er rétt fyrir utan Halmstad. Við keyrðum beint eftir æfingu hjá honum og svo átti hann frí daginn eftir, þannig við ákváðum að fara í smá roadtrip. Smá „getaway“.. hvert er annars íslenska orðið? Við búum ennþá á hóteli, mjög fínu og góðu hóteli í miðborg Malmö. Já og ennþá í ferðatösku, síðan í lok nóvember. Þolinmæðin hefur alveg verið meiri, ég viðurkenni það, en það styttist óðum í að við fáum íbúðina okkar afhenta. Við höfum það alls ekki slæmt, ekki misskilja, það verður bara svo gott að vera heima hjá sér og komast í rútínu.

Þetta litla getaway endurnærði okkur mikið.  Við bókuðum Hotel Tylösand, sem er spa hótel í ótrúlega fallegu og notalegu umhverfi. Þar nutum við okkar, borðuðum góðan mat og eyddum tíma í spa. Hótelið er svo þekkt fyrir stórt safn af listaverkum sem mér þótti mjög gaman að skoða og gæddi umhverfið skemmtilegu lífi. Ég væri svo alveg til í að fara aftur þegar það fer að vora og í sumar, umhverfið er fallegt núna og ég get rétt ímyndað mér hvað það er fallegt á sumrin.

Svo fáum við íbúðina okkar síðar í þessari viku og getum ekki beðið!

Eigið yndislega viku

Andrea Röfn

 

ÚTSKRIFTIN MÍN

Skrifa Innlegg