fbpx

SNEAKERS OF THE DAY

SNEAKERS OF THE DAY

Þar sem ég er umvafin vægast sagt fallegum strigaskóm á hverjum einasta degi hef ég ákveðið að byrja með nýjan lið á blogginu: SNEAKERS OF THE DAY eða á okkar ástkæra og ylhýra: strigaskór dagsins. Hér ætla ég að kynna fyrir ykkur mín uppáhalds skópör hverju sinni.

Fyrstu sneakers sem ég kynni til leiks eru Gel Lyte III – frá japanska skó- og íþróttarisanum ASICS. Skórinn var framleiddur í fyrsta skipti árið 1991 og á því 25 ára afmæli í ár. Í upphafi var skórinn hannaður sem íþróttavara, en síðan þá hefur hann hægt og bítandi breyst í götuskó. Einkennandi fyrir skóinn er ‘the split tongue’, en tungan skiptist í tvennt. Fjölmörg collaborations hafa verið gerð með Gel Lyte III og þar má nefna samstarf við Size?, Kith, Beams, Ronnie Fieg  og Solefly.

2

Ég fékk mér mitt fyrsta par af Gel Lyte III fyrir stuttu í Whisper Pink litasamsetningunni. Þessir skór eru gríðarlega þægilegir og ég fíla ‘split tongue’ twistið mjög vel. Skórnir mínir fást í Húrra Reykjavík.

Whisper Pink

asics-whisper-pink-pack-2

xx

Andrea Röfn

MYNDIR ÚR OPNUN HÚRRA REYKJAVÍK

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1