Strigaskór dagsins eru frá Filling Pieces. Merkið er hollenskt og var stofnað í Amsterdam árið 2009 af hönnuðinum Guillaume Philibert. Filling Pieces hefur verið til sölu í Húrra Reykjavík síðan byrjun árs 2015 og einnig frá opnun Húrra Reykjavík women í ágúst. Allir skór merkisins eru unisex og hannaðir bæði í dömu- og herrastærðum, en í vikunni kom út fyrsta ‘capsule collection’ eða smálína Filling Pieces sem tileinkuð er konum. Skórnir eru hannaðir með einkenni Filling Pieces í huga og eru skórnir fullkomin blanda af high-fashion og streetwear. Að mínu mati eru þetta LANGsjúkustu (!) skórnir sem komið hafa frá Filling Pieces en það var ofurtöffarinn Caroll Lynn sem hannaði þá. Hún er gríðarlega hæfileikaríkur hönnuður og ég mæli með því að fylgjast með henni undir @careaux á instagram.
Línan er fáanleg í Húrra Reykjavík women á Hverfisgötu 78 en Húrra er ein tveggja verslana í Skandinavíu sem selur línuna.
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg