Outfittið mitt á Gay Pride & 2 ára afmæli Trendnets
Ég fékk sænska draumahálsmenið í póstinum um daginn og ákvað outfittið út frá því og veðrinu sem lék við okkur stoltu Íslendingana þennan fallega dag. Hálsmenið er ég mjög ánægð með. Það er bæði hægt að dressa sig upp með því en líka hafa það meira casual. Ég fór milliveginn í þetta skiptið því toppurinn og jakkinn eru í fínni kantinum á meðan buxurnar og skórnir eru meira afslappað lúkk.
Rjómablíða í Fógetagarðinum þar sem við mamma gæddum okkur á risottobollum frá Uno og smá Prosecco. Algjör draumur!
Hálsmen: Shlimp & Ulrich
Jakki: Forever21
Toppur: ZARA
Buxur: ZARA
Skór: Converse
Taska: L.V.
Sólgleraugu: Ray Ban
–
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg