fbpx

NEW IN – THE PERFECT BOOTS

OUTFITSKÓR

English below

Aldrei hef ég fengið annan eins fjölda spurninga eins og út í nýjustu skóna mína sem ég hef skartað upp á síðkastið og hafa sést á myndum hér og á instagram! Ég spottaði þessi boots á bæjarrölti hér í Malmö fyrir sirka tveimur mánuðum. Eftir það gekk ég með mynd af þeim í kollinum í örugglega 3 vikur, ég var dolfallin fyrir þeim en verðið var þannig að ég splæsti ekki á stundinni. Svo var ég einfaldlega farin að sjá þau fyrir mér við öll outfit og tilefni, svo á endanum urðu þau mín.

Skórnir eru frá Eytys – tiltölulega ungu sænsku merki sem ég hef fylgst með í nokkuð langan tíma. Eytys er unisex merki, þekktast fyrir strigaskóna ‘the Mother’ sem Svíar hafa elskað frá fyrsta degi, og síðar chunky týpuna ‘Angel’ sem selst oft upp á fáeinum dögum. Merkið fer stækkandi og er vörulínan orðin miklu stærri. Gallabuxurnar frá Eytys hafa til dæmis vakið mikla lukku en öll sniðin eru unisex. Ég keypti mér Cypress týpuna í Stokkhólmi fyrr í vor og hlakka mikið til að geta klæðst þeim á ný.

Ortega leather heita skórnir og fást til dæmis hér.


I’ve never received as many questions about anything as the newest addition to my shoe wardrobe. I’ve been wearing these chunky leather boots in many of my recent photos here and on Instagram, boots I came across about two months ago but didn’t buy immediately. They needed consideration, so I kept a photo of them in my mind for at least three weeks. When all outfits I visualized included these boots, I took it as a clear sign that they had to be mine.
The boots are from Eytys, a Swedish brand I’ve followed for some time and really love.

Ortega leather – available here.



Andrea Röfn

SUNDAY @ HOME

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna

    12. November 2018

    Sæl. Hvar fékkstu kjólinn? Svo falleg flík! <3

    • Andrea Röfn

      20. November 2018

      Afsakaðu sein svör – en kjóllinn er úr H&M, allavega eins árs gamall!