fbpx

NEW IN – H&M STUDIO

Í vor sat ég með kaffibolla á Te&Kaffi og fletti Eurowoman. Á einni af trend síðum blaðsins rakst ég á jakka frá H&M – en ekki var tekið fram úr hvaða línu jakkinn var. Síðan þá hef ég hugsað mikið um jakkann og vonast til að sjá hann í einni af heimsóknum mínum í búðina. Ég var svo í Washington fyrir um mánuði síðan og fann þá jakkann. Hann er partur af nýjustu línu H&M sem ber nafnið H&M studio – línan þykir mér  mjög töff og inniheldur hún margar flíkur sem mættu gjarnan hanga í mínum fataskáp. Ég lét jakkann nægja enda búin að vera dugleg í fatainnkaupum síðustu mánuði.

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with b5 preset

Processed with VSCOcam with c1 preset

Processed with VSCOcam with b5 preset

hmstudio

Því miður náðum við vinkonurnar ekki alveg að fanga rétta lit jakkans á myndunum sem við tókum á afar gráum mánudegi – en myndirnar á hm.com sýna hann hins vegar vel. Jakkinn er ennþá fáanlegur HÉR á hm.com ásamt fullt af öðrum fallegum flíkum. Ég mæli með því að þið kíkið á línuna.

xx

Andrea Röfn

VINNINGSMYNDIR #TRENDINDISKA

Skrifa Innlegg