Ég var í Berlín fyrir tveim vikum og datt á draumajakkann í Carhartt búðinni. Mig hafði lengi dreymt um jakka í þessum stíl og ég held að sá sem ég fann sé sá flottasti af þeim sem ég hef verið að spá í.
Ekki veitir af regnheldum jakka hérna í Rotterdam því það rignir endalaust. Ég valdi staðsetninguna klárlega ekki veðursins vegna. Var á leiðinni út í búð þegar ég leit út um gluggann og sá að það var eins og hellt úr fötu. Nýtti því tímann þangað til það stytti upp til að taka myndir af outfittinu og jakkanum.
Jakki: Carhartt WIP – Ég veit að vinir mínir í Húrra Reykjavík voru að fá nýja sendingu af Carhartt WIP og þar á meðal eru jakkar í þessum stíl. Endilega kíkið á þá
Skór: Vans / Húrra Reykjavík – ofnota þessa skó þar sem þeir ná uppyfir ökkla sem hentar vel þegar helmingurinn af buxunum mínum eru of stuttar í lengdina!
Peysa: Monki
Buxur: H&M
Hvernig finnst ykkur annars umhverfið á myndunum? Þetta er nefnilega heima hjá mér hérna í Rotterdam! Erum með alls kyns skemmtilega hluti uppi á veggjum hérna úti, m.a. þennan bjórvegg og appelsínugula ljónið. Svo erum við með foosball borð, RISAstórt H&M plakat af Miröndu Kerr og ég veit ekki hvað og hvað. Stelpurnar sem búa hérna eru miklir húmoristar og það endurspeglast í skemmtilegri íbúð. Ég sýni ykkur kannski betur síðar.
xx
Andrea Röfn
–
// Two weeks ago I was in Berlin and stumbled on my dream jacket at Carhartt. I had dreamt about this kind of a jacket for a while and I’m pretty sure the one I found is the coolest of the one’s I’ve been looking at. In Rotterdam a good rainjacket is a must since it hardly stops raining. I definitely didn’t choose this location based weather.
How do you like the surroundings in the photos? This is my home here in Rotterdam! We’ve got all kinds of funny things up on the walls, e.g. this beer wall and the Orange lion. We also have a foosball table, a HUGE H&M poster of Miranda Kerr and a lot more. The girls who live here have a great humor which reflects in this cool apartment. I might show you more later. Xx Andrea Röfn
Skrifa Innlegg