fbpx

MEÐ ALLT Á HREINU

ÍSLENSKTVERZLÓ

Í síðustu viku var ég svo heppin að vera boðið að sjá Með allt á hreinu í Austurbæ, en það er sýning nemenda Verzlunarskóla Íslands þetta árið. Með allt á hreinu er söngleikur  byggður á kvikmynd Stuðmanna frá árinu 1982. Á hverju ári fyrir nemendamótið kemur hellingur af hæfileikaríku fólki úr skólanum saman og setur á svið söngleik sem er svo frumsýndur á nemendamótsdaginn sjálfan. Að því loknu halda sýningar svo áfram fyrir almenning og njóta alltaf mjög mikilla vinsælda!

Söngleikurinn er frábær skemmtun, fullur af orku og miklum húmor. Nemendurnir sýna okkur og sanna enn einu sinni að innan veggja skólans er heilmikið af hæfileikum á öllum sviðum. Krakkarnir fara á kostum sem meðlimir Stuðmanna og Gæranna og leika, syngja og dansa af ótrúlegri innlifun. Ég sá myndina Með allt á hreinu þegar ég var yngri og því var mjög skemmtilegt að horfa á sýninguna og kannast við nokkur atriði. Ég tala nú ekki um öll lög Stuðmanna og Grýlanna sem sungin eru en mörg þeirra þekkir maður og syngur yfirleitt með þegar maður heyrir þau spiluð.

IMG_0337

Gærurnar

IMG_0382Stuðmenn

IMG_0678

IMG_9017

IMG_9764

IMG_0249

Bjartmar Þórðarson leikstjóri með glæsilegum hóp. Tónlistarstjórar eru Kristján Sturla Bjarnason og Brynjar Ingi Unnsteinsson. Elva Rut Guðlaugsdóttir samdi dansana og Helga Margrét Marzelíusardóttir sér um sönginn.

Ég mæli mikið með því að þið skellið ykkur á Með allt á hreinu. Núna eru fjórar sýningar eftir og miðinn kostar litlar 2.500 kr. HÉR getið þið tryggt ykkur miða.

Hjartans þakkir fyrir mig Verzló

xx

Andrea Röfn

(eilífðarVerzlingur)

KENZO CAMPAIGN S/S '14

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Margrét Ólafsdóttir

    19. February 2014

    Vá hvað þetta er klikkað myndband! vivaVerzló!