fbpx

KJÓLARNIR Á ÓSKARNUM

ÓSKARINNVERÐLAUNAHÁTÍÐ

Óskarsverðlaunin fóru fram í 87. skipti í Hollywood í nótt og ég vakti og fylgdist með. Rauði dregillinn var afar glæsilegur þetta árið og algjörlega í takt við stærstu verðlaunahátíð kvikmyndabransans. Umgjörðin var stórglæsileg og kynnirinn Neil Patrick Harris átti gott kvöld. Ræður kvöldsins voru margar hverjar mjög hjartnæmar og ég táraðist margoft.

Á Óskarnum eru allir í sínu langfínasta pússi hvað varðar kjól, hár, make-up og skartgripi. Hér eru kjólar (og jakkaföt) kvöldsins:

Rosamund

Rosamund Pike í Givenchy – þvílík gyðja. Þessi kjóll er virkilega fallegur. Einn af vinningskjólum kvöldsins að mínu mati.

Reese Witherspoon 2

Reese Witherspoon í Tom Ford

Margot Robbie

Margot 2

Margot Robbie í Saint Laurent – með guðdómlegt Van Cleef & Arpels hálsmen. “This necklace right here is worth more than my life, so I better not lose it tonight” sagði hún. “It was created for the Duchess of Windsor [Wallis Simpson] in the ’30s so I’m very lucky to be wearing it.”

Jennifer Lopez

Jennifer Lopez í Elie Saab – ótrúlega fallegur kjóll.  J.Lo klikkar ekki, og þó.. á Twitter í nótt höfðu margir orð á því hve illa varaliturinn hennar færi kjólnum.

Gwyneth Paltrow

Gwyneth Paltrow í Ralph & Russo – stórglæsileg. Kjóllinn er enn bleikari en myndin sýnir.

Lupita

Lupita Nyong’o í Calvin Klein – í þessum kjól eru 6000 perlur!

Anna Kendrick 2

Anna Kendrick í Thakoon

Julianne Moore Chanel

Julianne Moore í Chanel -“Karl Lagerfeld made this for me,” sagði hún í viðtali í gærkvöldi og átti við kjólinn sem hún klæddist. Julianne vann Óskar fyrir hlutverk sitt í myndinni Still Alice.

 Emma Stone

Emma Stone í Elie Saab – ég á ekki orð yfir það hvað Emma er glæsileg í þessum flotta kjól. Ég elska síðar ermar og pallíettur og þessi litur er spes en virkar svo vel! Einn af vinningskjólum kvöldsins að mínu mati.

dakota johnson

Dakota Johnson í Saint Laurent – einn af vinningskjólum kvöldsins að mínu mati.

Eddie_Redmayne_1

Eddie Redmayne í Alexander McQueen. Eddie vann Óskar fyrir hlutverk sitt í myndinni The Theory of Everything.

Jennifer

Jennifer Aniston í Versace

Marion Cotillard

Marion Cotillard í Christian Dior Couture – kjóllinn er að mínu mati mun fallegri að aftan en að framan og því set ég bara þessa mynd hér.

Sienna Miller

Sienna Miller í Oscar de la Renta – alltaf jafn falleg og með útgeislunina í botni. Mér finnst hún extra fín með hárið uppi.

Meryl

Meryl Streep í Lanvin – Meryl hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna 19 sinnum, þar af hefur hún unnið þrjú Óskarsverðlaun.

behati prinsloo adam levineBehati Prinsloo og Adam Levine – Behati er í svo miklu uppáhaldi hjá mér að ég varð að hafa hana með.

Cate Blanchett Margiela

Cate Blanchett í Maison Margiela – þessi bláa hálsfesti er óvænt en mér finnst hún virka vel með einföldum kjólnum.

rs_634x1024-150222171317-634-keira-knightley-oscars

Keira Knightley í Valentino – Keira er búin að vera í rómantískari kantinum á síðustu viðburðum en mér finnst það fara henni vel. Fyrst fannst mér kjóllinn ekki nógu spennandi en við frekari athugun finnst mér hann virkilega fallegur og hann fer óléttuubumbunni afar vel.

Scarlett Johansson

Scarlett Johansson í Atelier Versace – þetta er lúkk sem ég á smá erfitt með og get eiginlega ekki gert upp við mig hvort ég fíli eða ekki. Ég fíla það að nokkru leyti en það er eitthvað sem mér finnst off. Aðrir virðast þó vera að fíla þetta.

Naomi Watts

Naomi Watts í Armani – ég fíla Naomi yfirleitt mjög vel. Kjóllinn hennar í gær fannst mér frekar skrýtinn en þó á skrýtinn góðan hátt. Það er eitthvað við hann sem heillar mig.

David Oyelowo

David Oyelowo – mér finnst alltaf gaman þegar karlmenn á hátíðunum klæða sig öðruvísi upp. Þessi rauði litur er mjög flottur.

Patricia ArquettePatricia Arquette í Rosetta Getty – Hún vann Óskar fyrir hlutverk sitt í myndinni Boyhood. Þakkarræðan hennar var frábær þar sem hún talaði um jafnrétti kynjanna; “It’s our time to have wage equality once and for all!”

Chrissy Teigen & John Legend

Chrissy Teigen í Zuhair Murad og John Legend í Gucci – John Legend vann Óskar fyrir lagið Glory.

Tegan Quin (L) and Sara Quin

Tegan Quin og Sara Quin – Mér finnst þær töffarar, þær eru augljóslega ekki mikið fyrir að klæða sig í síðkjóla og hæla.

Neil Patrick Harris (R) and David Burtka

David Burtka og Neil Patrick Harris – Neil var kynnir kvöldsins og var því starfi svo sannarlega vaxinn!

Bradley Cooper

Bradley Cooper í Salvatore Ferragamo – Hollywood crush-ið mitt!

Jared Leto

Jared Leto í Givenchy – ljósblár fer honum nokkuð vel að mínu mati.

Anna Wintour

Tískudrottningin og ritstjóri ameríska Vogue, Anna Wintour og dóttir hennar Bee Shaffer

 Common

Common í navy flaueli, töffari. Hann vann Óskar fyrir lagið Glory.

—-

Flottustu stjörnur kvöldsins að mínu mati:

– Emma Stone
– Rosamund Pike
– Dakota Johnson

Hvað fannst ykkur? Er ég kannski að gleyma einhverjum?

xx

Andrea Röfn

SPOTIFY HANGOUT Á SÓNAR REYKJAVÍK

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Kolbrún

    23. February 2015

    Mér fannst kjóllinn hennar Zoe Saldana geggjaður!

  2. Daníel

    24. February 2015

    Gaman að sjá karla komast inn á svona lista!