fbpx

KJÓLARNIR Á EMMY AWARDS

Emmy Awards fóru fram í Nokia Theatre í Los Angeles á mánudagskvöld. Var þetta í 66. skipti sem verðlaunahátíðin fór fram. Stjörnurnar mættu að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi eins og venjan er. Mér fannst mikið af mjög hefðbundnum óspennandi kjólum en inn á milli leyndust nokkrar perlur. Mér fannst þessi lúkk flottust..

Taylor Schilling

Taylor Schilling í Zuhair Murad

Taylor er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana enda er ég niðursokkin í Orange is the New Black þáttaseríurnar. Hún var tilnefnd fyrir hlutverk sitt sem Piper Chapman. Kjóllinn er guðdómlegur og einn af mínum uppáhalds. Takið líka eftir húðflúrinu, akkúrat á þeim stað sem mig langar í húðflúr.

Gwen Stefani

Gwen Stefani í Versace

Einn af mínum uppáhalds kjólum frá kvöldinu er þessi Versace kjóll í 70’s fíling með Swarovski kristöllum. Ég fíla hvað hún er afslöppuð með hárið niðri.

Kristen Wiig

Kristen Wiig í Vera Wang

Var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í The Spoils of Babylon. Vera Wang fer henni vel, vægast sagt.

Sarah Hylan

Sarah Hyland – Christian Siriano

Modern Family leikkonan var í crop top og pilsi sem mér fannst fara henni mjög vel. Pilsið var það mikið í sér að hún þurfti að taka SUV bíl á hátíðina þar sem pilsið komst ekki fyrir í bílnum hennar!

Screen Shot 2014-08-27 at 11.38.28 AM


Lizzy Caplan

 

Lizzy Caplan í Donna Karan Atelier

Kjóll sem gæti verið virkilega flottur ef hann væri bara svarti hlutinn en verður aftur á móti ennþá flottari með þessu „extra” hvíta. Lizzy var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í þáttunum Masters of Sex.

Sofia Vergara

Sofia Vergara í Roberto Cavalli

Hún Sofia/Gloria mín klikkar ekki frekar en fyrri daginn.

Julia Roberts

Julia Roberts – Elie Saab

Kom á óvart í stuttum kjól og að venju skein af henni þokkinn. Julia var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í The Normal Heart.

Hayden Panettiere

Hayden Panettiere í Lorena Sarbu

Giuliana Rancic

Giuliana Rancic í Gustavo Cadile

Rauður var áberandi á hátíðinni og mér finnst kjóllinn hennar Giuliönu standa upp úr af þeim.

Louise

Louise Roe í Monique Lhullier

Mér finnst þessi kjóll virkilega fallegur og á sama tíma finnst mér Louise gera hann ennþá fallegri. Ég er ekki viss um að kjóllinn hefði klætt hvaða stjörnu sem er.

Yael Stone

Yael Stone í Falguni and Shane Peacock

Yael er annað uppáhald úr þáttunum Orange is the New Black. Kjóllinn er skemmtilega öðruvísi og fer henni mjög vel.

Kerry Washington

Kerry Washington í Prada

Kerry er löngu búin að stimpla sig inn sem ein þeirra allra flottustu á rauða dreglinum. Þessi kjóll átti vinninginn að mati margra og ég er sammála, hann er einn af mínum uppáhalds frá kvöldinu. Kerry var tilnefnd fyrir hlutverk sitt í þáttunum Scandal.

HBZ

elle-robin-wright-brH2in-blog

Robin Wright Penn í Ralph Lauren

T ö f f a r i !! Afhverju að vera í kjól ef maður getur púllað hvíta dragt sem er opin í bakið og sleikt hárið aftur í leiðinni.. Ég bara spyr.

Camila Alves

Camila Alves McConaughey í Zuhair Murad

Ég held að ég sé með girl crush á Camilu. Hún er stórglæsileg að venju og með hárið niður sem mér finnst alltaf flott.

Heidi Klum

Heidi Klum í Zac Posen

Sólbrún í skærum lit, Heidi er alltaf meðal þeirra flottustu. Hún ásamt Tim Gunn voru tilnefnd sem bestu þáttastjórnendur ársins í Project Runway.

Sigurvegarar kvöldsins í kjólavali að mínu mati:

Gwen Stefani
Kerry Washington
Taylor Schilling
Camila Alves McConaughey
Robin Wright Penn

xx

Andrea Röfn

OUTFIT X NEW IN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Inga Rós Gunnarsdóttir

    27. August 2014

    Sammála valinu þínu en finnst vanta Michelle Dockery, hún var í skemmtilega öðruvísi kjól :)

    • Andrea Röfn

      27. August 2014

      Gaman að heyra – já ég er ekki alveg sammála því mér fannst litirnir í kjólnum eitthvað off. Sniðið á kjólnum hins vegar virkilega fallegt og hún sjálf stórglæsileg!

      xx