Hér er seinni hlutinn af Kaliforníu ævintýrinu – en fyrri hlutinn er hér.
San Francisco, Los Angeles og Las Vegas, Nevada.
Ég vona að þið hafið gaman af myndunum! Eins og ég sagði í fyrra blogginu, endilega skrifið til mín ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi staðina :-)
Tók skyndiákvörðun og skellti mér til San Francisco
Chinatown í San Francisco sem er elsta kínahverfið í N-Ameríku og stærsta kínverska samfélagið fyrir utan Asíu
Morgunmatur á Mama’s, gömlum fjölskyldureknum stað og margverðlaunuðum. Er nokkuð viss um að þessar pönnukökur verði aldrei toppaðar!
Fallega borg.. <3
Mótorhjólatúr upp og niður brekkur San Fran. Mér leið smá töffaralega þarna!
Þessar brekkur eru ekkert grín
Fékk slökkviliðsmanninn til að brosa fyrir myndavélina
Lombard Street
Gestgjafarnir frábæru sem voru í San Fran að þróa appið sitt Blend In
Golden Gate Bridge – virkilega flott
.. og líka virkilega há! Það örlaði fyrir lofthræðslu hjá mér þegar ég stóð þarna
Komin aftur til LA
Melrose
Rúntuðum um Hollywood Hills og skoðuðum risa húsin þar. Rákumst á Tracee Ross, dóttur Diönu Ross, úti að labba með hundinn sinn. Stelpurnar voru mjög starstruck, meira en ég enda hafði ég aldrei heyrt um konuna. Ég var hins vegar ágætlega starstruck þegar við lentum á spjalli við Jake Gyllenhaal á veitingastað seinna um kvöldið. Einhverra hluta vegna voru stelpurnar rólegri yfir því. Ætli ég þurfi ekki að fara að kynna mér Tracee Ross betur!
City lights
The Ivy – óendanlega fallegur veitingastaður í Beverly Hills. Maturinn var líka dásamlegur.
Elli B-day boy og María Birta buðu í grill og eina ameríska súkkulaðiköku. Ég var í sykursjokki næstu klukkutímana.
Gömlu vinirnir sameinaðir og á leiðinni til Las Vegas
Ótrúleg borg, ef borg má kalla. Mér fannst þetta bara eins og risastór skemmtigarður fyrir fullorðna.
Sundlaugin á hótelinu
Ég var í stíl við The Cosmopolitan hótelið þar sem allt glitrar og glansar
Bellagio gosbrunnarnir
Ein af u.þ.b. 100 kapellum sem við sáum þegar við keyrðum um Vegas
Hótelið, MGM Grand
Komin aftur til LA og beint á Zuma beach í Malibu.. heaven
Umami Burgers
James Franco
Michael Jackson á Hollywood Boulevard
Skelltum okkur í mjög óvænta göngu upp að Hollywood skiltinu og slógumst í lið við skemmtilega karaktera. Gangan endaði á því að vera um 40 mínútur upp í 37 stiga hita og sem betur fer var eitt okkar sniðugt og skellti sólarvörn með í bakpokann. Þessi mynd er tekin yfir borgina hinum megin við Hollywood skiltið.
Allt í einu stóðum við fyrir ofan hið fræga Hollywood skilti. Mjög skemmtilegt að fara aðrar leiðir og að standa svona nálægt skiltinu. Ég tala nú ekki um útsýnið þarna uppi.
Beint á the Standard Hollywood eftir erfiða göngu!
Icelandic Music Export og þessar vinkonur sameinaðar
Þóttumst þreyttar á öllum pokunum
Eyglóin mín
Fallegur blómagarður á Sunset Boulevard
<3
Síðasta kvöldið og allt komið ofan í tösku
Á heimleið
5 vikur af eintómri snilld, óvæntum uppákomum, skyndiákvörðunum, skemmtilegu fólki og fullt af sól!
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg