English below
Hæ allir – ég er komin aftur heim eftir rúma viku á Íslandi. Það þekkja það eflaust flestir sem eru búsettir erlendis hversu lítið frí það getur verið að fara til Íslands í nokkra daga. Maður er á milljón, keyrandi út um allan bæ að passa upp á að hitta alla. Ég er samt alltaf að bæta mig í þessum stress factor og átti töluvert rólegri heimsókn í þetta skiptið en ég er vön. Þó það nú væri, komin 22-23 vikur. Þið munið eflaust mörg eftir kvikindislegu færslunni sem ég setti inn fyrir rúmum mánuði, þegar við Arnór vorum nýkomin úr 20 vikna sónar og fengum að vita kynið. Við héldum loksins kynjaveisluna á laugardaginn síðasta í faðmi nánustu fjölskyldu og vina! Það var svo sannarlega þess virði að bíða með að tilkynna kynið, þessi stund var einstök.
Eins og fyrirsögnin gefur til kynna er STELPA á leiðinni og við hlökkum svo til að kynnast henni, elska hana og kenna henni helstu gildi lífsins.
I just came back to Malmö after a 10 day visit to Iceland. We finally had time for the gender reveal party and celebrated in the arms of friends and family last Saturday. There is a little girl on the way and we can’t wait to get to know her, love her and teach her the values of life.
Skrifa Innlegg