Síðustu vikur hafa verið mjög viðburðaríkar og skemmtilegar. Ég er búin að hafa nóg að gera og keyra mig áfram á metnaði og ákveðni, en sum kvöld hef ég líka fengið það í bakið og þurft að sofa í 10-12 tíma til að ná upp orku á ný. Þar sem ég er alltaf með símann við hönd er ég dugleg að deila momentum á instagram. Hér er brot af því sem ég hef verið að gera síðustu vikur.
Fór í myndatöku einn dag í síðustu viku með Mark McInnis ljósmyndara frá Portland. Tókum myndir á Skógafossi sem við elskum bæði.
Sem fór ekki betur en svo að við urðum næstum því bensínlaus á Skógafossi og þurftum að koma við á bóndabæ til að redda málunum. Enduðum svo inni í kaffi hjá bóndunum sem sögðu okkur skemmtilegar sögur og sýndu okkur myndir af gosinu í Eyjafjallajökli. Ævintýradagur.
Sturla Aqua sýning í Húrra Reykjavík
Pabbi átti afmæli og ég dýrka þessa mynd af honum
Við Óli Þór frændi minn á opnun OR Type x 66°North á Hönnunarmars
Fór til Köben í nokkra klukkutíma og náði smá quality time með Köben stelpunum mínum
..og flottri mynd af Nyhavn
Uppáhalds peysan mín í augnablikinu er Bylur frá 66°North
Laugardagsrúntur með mömmu. Billionaire Boys Club, eitt af uppáhalds fatamerkjunum mínum, like-aði þessa mynd. Vissi ekki hvert ég ætlaði, haha :-)
Á fundi í Köben. Eyrnalokkurinn sem ég er með er frá Suður Afríku.
Eftir sjö mánuði í burtu komst ég loksins upp í bústað. Hef ekki komið síðan um verslunarmannahelgina. Þarna líður mér best.
Tilbúin fyrir árshátíð HR. Hauskúpurnar fyrir aftan eru eftir Nonna í DEAD
Bomber: Inklaw
Peysa: second hand í Rotterdam
Stundum nennir maður ekki að labba inn í skólann ef það er vont veður úti og maður er í hvítum gallajakka. Þá til dæmis hendir maður í mynd með kaffibollanum sínum.
Ég mæli svo mikið með kaffinu á Kaffi Vest. Það er á öðru leveli og þar að auki er hægt að fá haframjólk sem er bæði mjög góð og hentar vel fyrir mjólkuróþols vesalinga eins og mig.
Eftir 5 tíma svefn og mikið stuð á árshátíð HR reif ég mig upp til að fara í próf í Mood Make-Up School. Að sjálfsögðu crashaði ég um leið og myndatökunni lauk, en myndin kom mjög vel út. Það kemur lítið á óvart því þessi ofurmaður og góði vinur tók hana. Helgi er svo mikið bestur.
Á Strikinu með rokkstjörnulæti. Óli Alexander vinur minn og hljómsveitarmeðlimur VÖK bað mig um að „pikka upp einn pedal” þegar ég var í Köben, hahaha.
Afmælisbarn. Fékk þennan FILA topp í UO í Köben. Love it.
Han Kjobenhavn er uppáhalds sólgleraugnamerkið mitt. Fæst í Húrra Reykjavík.
Tríó
Sturla Aqua tríó
A d i d a s
Við Sigrún nýkomnar með gat í eyrað að reyna að sýna ekki hvað okkur var illt…
Libertine Libertine verður fáanlegt í Húrra Reykjavík dömu. Eitt fallegasta merki sem ég veit um.
Soulsisters
Loksins komst ég á bretti í geðveiku færi
Árshátíðar ladies
Við Jón Davíð í eins jökkum frá Han Kjobenhavn
Carhartt fundur í Köben. Er svo spennt að eignast þennan gallasamfesting að þið skiljið það ekki!!
Með skvísulæti nýkomnar af Tattoo og Skart
Yndislegu mágkonur mínar. Mamma bauð okkur í dinner.
Óli – Andrea – Jesper á GEIST í Köben. Ekkert smá góður og töff veitingastaður sem ég mæli hiklaust með.
Stundum líður mér svona þegar ég átta mig á því að ég þarf líka að læra..
Ásdís Björk er mjög mikilvæg vinkona. Alltaf gaman hjá okkur hvort sem það er á Íslandi, Köben eða í Suður Afríku
Úr myndatöku í fyrradag með ljósmyndaranum Chris Kerksieck (@chriskerksieck). Magnaður einstaklingur sem var ótrúlega gaman að rúnta um landið með. Hann er, líkt og ég og Mark, ástfanginn af Skógafossi. Þessa mynd tók Johannes, ljósmyndari frá Þýskalandi sem Chris þekkir í gegnum instagram. Það er svo geggjað hversu margir eru að nýta sér þennan samfélagsmiðil til að byggja upp frama. Þeir hafa báðir gert það og kynnst öðru fólki, til dæmis hvorum öðrum, bara með því að tengjast á instagram.
Endilega fylgist með mér á instagram: @andrearofn
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg