Golden Globe verðlaunin fóru fram á sunnudaginn síðasta í 70. skiptið. Þetta var reyndar í fyrsta skipti sem ég hef verið spennt fyrir viðburði sem þessum og í raun haft tíma til að horfa á þau vegna tímamismunar.
Það voru nokkrar stjörnur sem mér fannst standa upp úr þetta árið. Slúðurpressurnar voru á sama máli með flestar.
Þrjár efstu fannst mér flottastar.
Kate Hudson langflottust fannst mér. Í kjól frá Alexander McQueen.
Kerry Washington gullfalleg í Miu Miu. Alveg ótýpískur kjóll sem mér finnst skemmtilegt.
Nicole Richie í Naeem Khan. Ég sá reyndar ekki mikla umfjöllun um hana og kjólinn eftir hátíðina en mér fannst hún mjög flott og liturinn sjúkur.
Jessica Alba í Oscar de la Renta
Jennifer Lopez í Zuhair Murad
Claire Danes flott í eldrauðum Versace
Anne Hathaway í Chanel
Sally Field stórglæsileg í kjól frá Alberta Ferretti
Jennifer Lawrence í Dior Haute Couture. Hún er klárlega ein af uppáhalds leikkonum mínum um þessar mundir og fékk verðlaun fyrir hlutverk sitt í Silver Linings Playbook. Ég mæli svo sannarlega með þeirri mynd.
Endilega skrifið athugasemd ef ykkur finnst vanta einhverja stjörnu frá hátíðinni!
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg