Á morgun fara fram tveir stórir fatamarkaðir í bænum –
14 Verzlunarskólameyjar selja af sér spjarirnar í Hinu Húsinu
Til sölu verður lítið notaður og nýr fatnaður og skór á góðu verði
Hvar: Hitt Húsið
Hvenær: laugardag frá 13-17
–
Háskólaport – flóamarkaður á Háskólatorgi
Stúdentaráð Háskóla Íslands mun breyta Háskólatorgi í flóamarkaðinn Háskólaport. Háskólanemar munu standa vaktina og selja allt milli himins og jarðar. Básarnir í ár eru gríðarlega fjölbreyttir og skemmtilegir og eru allir velkomnir.
Hvar: Háskólatorg
Hvenær: laugardag frá 12-16
–
Mikið finnst mér þetta sniðugir markaðir. Verzlóstelpurnar eru að útskrifast í vor og mun fatasalan eflaust hjálpa þeim að fjármagna útskriftarferðina. Háskólatorg er líka virkilega skemmtilegur staður og skapast alltaf mikil stemning þar þegar margt fólk er á svæðinu. Munið svo eftir Stúdentakjallaranum í HÍ – en þar er hægt að fá sér alls kyns veitingar, kökur, kaffi og brunch.
Ég mæli með rölti milli markaða á morgun. Það er klárlega það sem ég myndi gera ef prófalærdómurinn væri ekki tekinn yfir.
Góða helgi
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg