Þessi fallega slæða er búin að vera á mér síðustu daga. Hún er frá Dimmblá, sem hannað er af Heiðrúnu Ósk Sigfúsdóttur.
Í nýju línu Dimmblá sem ber nafnið Relentless eru allar flíkurnar prentaðar með ljósmyndum eftir Ragnar Axelsson. Línan inniheldur kjóla og slæður úr lúxusefnum, silki og ull og einungis úr vistvænum efnum. Dimmblá leggur því sitt af mörkum til að vernda umhverfið og með hverri sölu rennur hluti af ágóða til umhverfissamtakanna Landverndar.
Slæðan mín heitir Skeiðarársandur – mér finnst hún svo falleg enda alltaf jafn hrifin af öllu bláu
Hér eru svo allar týpurnar af slæðunum. Heiðmörk, Skeiðarársandur, Vatnajökull og Áreyri.
–
Slæðurnar eru tilvaldar í jólapakkann. Þær fást bæði á netinu og víðsvegar um bæinn.
Íslenskt undir jólatréð!
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg