Ég var stödd í New York síðustu helgi –
Gulli kærastinn minn sagði mér að fyrst ég yrði þarna á sunnudegi þá væri skylda að kíkja á flóamarkað í Williamsburg, Brooklyn Flea, en hann hafði nokkrum sinnum farið á markaðinn
Það gerði ég, og vá hvað ég var ánægð með það. Ég eyddi einhverjum þremur tímum þarna á flóamarkaðnum þar sem selt er alls kyns vintage dót sem og nýtt; húsgögn, föt, skór, skartgripir, húsmunir, dót, hjól og endalaust af skemmtilegum hlutum..
Ég fór svo á innimarkað þar sem hönnuðir sýndu hönnun sína og þar voru líka second hand föt
Endaði svo á því að fá mér kaffi hjá þessum skemmtilega manni
Mig langaði í svo rosalega margt sem í boði var, en aðallega húsgögn sem pössuðu ekki alveg ofan í ferðatösku. Ég keypti mér nokkra hluti, sem ég mun glöð sýna ykkur fljótt!
Góður dagur í Williamsburg, þar sem andinn er allt annar en inni á Manhattan, afslappaður og skemmtilegur. Brooklyn Flea er skylda fyrir ykkur sem eruð í New York á sunnudegi.
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg