fbpx

SVART Á HVÍTU ♥ ARNE JACOBSEN

Hönnun

Kæru lesendur, það er loksins komið að aðalvinningnum í 4 ára afmælisleik bloggsins. Núna langar mig að gefa hönnun eftir einn besta hönnuð sem uppi hefur verið og einn af mínum uppáhalds, – sjálfan Arne Jacobsen.

Arne Jacobsen (1902-1971) er þekktur sem áhrifaríkasti móderníski arkitekt sem uppi hefur verið. Hann sá oft ekki aðeins um hönnun bygginga, en einnig húsgögnin ásamt öllum innréttingum og útbúnaði. Meistaraverk hans sem arkitekt eru meðal annars SAS hótelið í Kaupmannahöfn en það er þó hönnun hans á stólum sem hefur haldið nafni hans á lofti öll þessi ár.

Það kannast flestir við Maurinn sem þekktur er fyrir mínimalíska hönnun sína og formfegurð. Arne Jacobsen hannaði Maurinn upphaflega árið 1952 fyrir kaffiteríu danska lyfjaframleiðandans Novo Nordisk. Hann vildi hanna stól sem væri þægilegur, léttur og staflanlegur allt í senn og er stóllinn aðeins gerður úr tveimur pörtum; setan og bakið er úr formbeygðum krossvið og fæturnir eru úr krómhúðuðu stáli. Í takt við mínimalíska hönnunina vildi hann að stóllinn hefði aðeins þrjár fætur og voru þær hafðar eins mjóar og mögulegt var. Maurinn fór fljótlega í fjöldaframleiðslu hjá Fritz Hansen vegna gífulegra vinsælda. Sagan segir að Arne Jacobsen hafi verið á móti því að láta framleiða stólinn með fjórum fótum, en eftir að hann féll frá þá hóf Fritz Hansen framleiðslu á Maurnum með fjórum fótum sem er í dag vinsælasta útgáfan af stólnum. Stólinn hannaði hann einnig upphaflega í fjórum tegundum af krossvið ásamt svörtum lökkuðum, en eftir að hann féll frá hefur stóllinn verið framleiddur í öllum regnbogans litum.

316-KAISERCOLGANTE-1

Arne Jacobsen er talinn hafa verið mikill fullkomnisti og afar háar væntingar hans til framleiðslufyrirtækja á húsgögnum sínum leiddi hann á fund með Fritz Hansen árið 1934. Sá fundur markaði upphaf af löngu og afar farsælu samstarfi, en enn þann dag í dag sér Fritz Hansen um að framleiða hönnun Arne Jacobsen.

Fritz-Hansen-Chairs1

bb84cda3f830e718321af6e2b21f38a5 cdd3290018942aca3da1ee4cf9f97bef

Vegna vinsælda Maursins, hóf Arne Jacobsen að vinna að fleiri stólum sem einnig voru gerðir úr aðeins tveimur pörtum, stóllinn sem hefur vakið hvað mesta athygli er Sjöan (Series 7), en  þá má einnig nefna Grand Prix, Lily, Tongue og kollinn Dot.

fritz-hansen-serie-8-stapelstuhl-lilie-49_zoom

Sum af hans allra þekktustu húsgögnum í dag er Eggið og Svanurinn sem hannaðir voru fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn árið 1957, og svo eru það stólarnir Sjöan og Maurinn. Þessi húsgögn eru í dag álitin sem táknmynd skandinavískar hönnunar.

Arne-Jacobsen-4-Leg-Ant-Chair-www.swiveluk.com-323

maur

Maurinn valdi ég sem aðalvinninginn, ekki aðeins vegna þess hve fallegur hann er, en einnig vegna þess að mér þykir hann geta staðið mjög vel einn og sér.

Það er verslunin Epal sem gefur lokavinninginn, en það er ein af mínum allra uppáhaldsverslunum:) Fyrir þá sem ekki vita þá er Epal einnig eina verslunin á Íslandi sem selur hönnun frá Fritz Hansen.

Það sem þarf að gera til að eiga möguleika á því að vinna þennan fallega stól er að:

1. Setja like á facebooksíðu  Svart á Hvítu  og Epal

2. Like-a þessa færslu.

3. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafninu þínu.

Svo megið þið líka endilega segja mér hvar þið sjáið fyrir ykkur að stilla stólnum upp á heimilinu ykkar.

Endilega deilið gleðinni!

Ég mun svo tilkynna vinningshafa þann 1.desember.

MJÚKUR MARMARAPÚÐI

Skrifa Innlegg

857 Skilaboð

  1. Erna Þráinsdóttir

    17. November 2013

    Fallegur og klassískur stóll sem myndi njóta sín langbest við eldhúsborðið mitt :)

    • Erla Kolbrún

      17. November 2013

      Myndi setja hann í heiðurssætið hérna heima við :-)

    • Arnarut Rut

      17. November 2013

      Falleg hönnun,, ég hef tvo staði í huga, annað hvort við skrifborðið mitt eða í svefnherberginu mínu.

    • Fífa Konráðsdóttir

      17. November 2013

      En skemmtilegur leikur. Ef ég ynni í þessum leik myndi ég hafa maurinn minn í stofunni og nota hann bæði við borðstofuborðið og í kringum sófaborðið eftir hentugleik hverju sinni, flottur alls staðar.

      • Íris Ósk Hjálmarsdóttir

        17. November 2013

        Vá flottur! Mér finnst epal æðisleg búð! Held ég myndi bara hafa þennan stól inní stofu svo allir sæju :)

    • Guðbjörg Líndal Jónsdóttir

      18. November 2013

      Hann mun sóma sér vel við endann á eldhúsborðinu hjá mér, en hann getur verið hvar sem er líka í stofunni :)

    • Kristín Runólfsdóttir

      18. November 2013

      Tímalaus hönnun þar sem notagildi, gæði og fagurfræði fara saman. Arne Jacobsen er alltaf töff og passar allstaðar ;)

    • Maríanna Eva Ragnarsdóttir

      8. December 2016

      Ekkert smá flottur vinningur! Já takk :)

  2. Íris

    17. November 2013

    Váíóvávává!!! Ég eeeelska Arne Jacobsen og líf mitt myndi fullkomnast ef ég fengi maur :-) þegar ég fékk fyrst að velja sjálf ritgerðarefni í menntaskóla valdi ég að skrifa um Arne Jacobsen

    Ég er nýflutt útaf stúdentagörðunum í íbúð sem er ekki eins og frímerki og myndi stilla honum upp í stofunni minni – var einmitt að skipta um sófasett svo ég er með laust pláss í leshorninu við hliðina á litlu borði þar!!!

    nú er bara að krossa fingur, tær, eyru og lungu ;)

    takk fyrir yndislegt blogg!

    • Alma Dögg Guðmunsdótiir

      18. November 2013

      Maurinn er fallegur og ég myndi hafa hann í eldhúsinu mínu, langar að sanka að mér mismunandi fallegum stólum við eldhúsborðið. :)

  3. Gunnfríður

    17. November 2013

    Gunnfríður – þessi myndi fá sérstakann stað í stofunni hjá mér :)

  4. Tina

    17. November 2013

    ómæ mig langar svo í Maurinn! Myndi setja hann í eldhúsið mitt:)

  5. Halldóra Víðisdóttir

    17. November 2013

    Ahh já takk!! En frábær leikur :)
    Ég myndi hafa hann í stofunni, eða eldhúsinu :)

  6. Halla Dröfn

    17. November 2013

    oh maurinn fengi sko heiðurssess á þessu heimili og yrði eldhússtóll húsmóðurinnar :) því ekki má geyma hann einhvers staðar þar sem hann sést ekki :)

  7. Heiðdís Stefánsdóttir

    17. November 2013

    Hver sú fegurð!
    Arne Jacobsen er sá allra besti, ég er svo heppin að vera nýflutt í danskan bæ þar sem hann hannaði einmitt fallegasta ráðhúsið, úr norskum marmara og er það uppáhaldsbyggingin mín hér. Veglegur vinningur sem sæmir blogginu þínu og afmæli þess :)
    Langar að eiga slíkan danskan grip hér, sæi hann fyrir mér við borð sem notast sem skrifborð,snyrtiborð,símaborð,föndurborð. Hann verður að sjást, sem stáss :)
    kv Heiðdís

  8. Birgitta

    17. November 2013

    Ég <3 Arne Jacobsen! Ég <3 Maurinn! Ég <3 Epal og síðast en ekki síst,Ég <3 bloggið þitt!

    Ég myndi koma Maurnum fyrir inni í stofu hjá mér við borðstofuborðið. Er með einn þar nú þegar sem ég keypti notaðan. Ég var einmitt að skipta út borðstofuborðinu og mig vantar tvo stóla…ohhh hvað ég yrði glöð :D Þar sem restin eru gamlir svartlakkaðir tréstólar og Maurinn fer mjög vel með blöndu af gömlu og nýju!

  9. Bergrós Elín

    17. November 2013

    ohh hann er svo fallegur! Ég myndi hafa hann í holinu heima hjá mér, beint fyrir framan útihurðina svo hann myndi nýtast sem stóll til að setjast á þegar væri verið að bíða eftir einhverjum, til að setjast og reima skóna sína eða setja lítið kríli á og reima skóna hjá því. Hann myndi líka fá mikla athygli svona sem það fyrsta sem fólk myndi sjá þegar það kæmi inn :)

  10. Erna Jónsdóttir

    17. November 2013

    Ef ég ætti þennan fallega stól setti ég hann á mest áberandi stað í húsinu.

  11. Kristín María

    17. November 2013

    Þessi draumastóll myndi fá að njóta sín á besta stað í nýja eldhúsinu. Takk fyrir að gefa okkur frábært og lifandi blogg seinustu 4 árin! Leita til þess á hverjum degi nú sérstaklega þegar ég er að flytja í nýja, galtóma íbúð – frábær innblástur hjá þér.

  12. Hildur Birna Helgadóttir

    17. November 2013

    Hann er svo fallegur og fínn! Yrði himinlifandi ef ég ynni hann! En ég myndi klárlega stilla honum upp við skrifborðið mitt!

  13. Kristín María Benjamínsdóttir

    17. November 2013

    Svo fallegur, myndi hafa hann á stigapallinum milli borðstofu og stofu :)

  14. Arna Björg Arnardóttir

    17. November 2013

    Ó mig auma hvað þessir eru fallegir!!!

    Fyrst og fremst myndi èg vilja drösla gerseminni með mèr allt svo èg geti notið hans alltaf, en eflaust myndi èg koma honum vel fyrir inní stofu við hlið plötuspilarans gamla og erfðargripa!

    Drottinn minn dýri hvað èg sè þetta fyrir mèr… Love it:)

  15. Íris R.

    17. November 2013

    Ég hef óskað mér lengi að eignast maur. Hann fengi heiðursess inni í eldhúsi þar sem ég eyði yfirleitt mesta tímanum hér innan heimilisins :D

    kv.ÍRis

  16. Hugrún Lena Hansdóttir

    17. November 2013

    Já takk! fengi heiðurssess í herberginu mínu!

  17. Líf

    17. November 2013

    Ó já takk! Svo fallegur!

  18. Guðríður Þorbjörnsdóttir

    17. November 2013

    Vá mig langar svo í stólana hans. Ég myndi setja hann í stofuna hjá sófasettinu á meðan hann er einn, en við borðstofuborðið eftir að fleiri bræður hans myndu mæta á heimilið með tíð og tíma :)

  19. Særún Magnea Samúelsdóttir

    17. November 2013

    ég hef tvo staði í huga, annað hvort við skrifborðið mitt eða í svefnherberginu mínu.

  20. Gígja Þórðardóttir

    17. November 2013

    Ég er með dásamlegt borðstofuborð og gamla stóla sem eru íslensk hönnun og mig hefur lengi dreymt um að fá mér öðruvísi stóla á enda borðsins, helst skandínavíska enda finnst mér norræn hönnun laaaangflottust. Maurinn myndi passa pörfektlí.
    Cross my heart and fingers
    p.s. til lukku með 4 ára afmælið ;-)

  21. Sæunn Þórisdóttir

    17. November 2013

    Nei hættu nú alveg. Þessi yrði svo guðdómlega gordjöss í nýju stofunni minni! Myndi stilla honum upp við hliðina á gömlu tekk kommóðunni minni og AJ gólflampanum sem mig langar svo að eignast. Það yrði aðeins of fullkomið!

  22. Björg Sigurðardóttir

    17. November 2013

    Sígildur og fallegur stóll sem sómir sér vel hvar sem er :)

  23. àsta hermanns

    17. November 2013

    Vává! Ég er að flytja í nýtt húsnæði núna fyrir jólin og þessi gullfallegi stóll myndi fá heiðurssess í andyrinu :)
    Takk fyrir frábært blogg :)

  24. Matthildur

    17. November 2013

    Ó hann er svo fallegur og fínn. Hef dreymt um slíkt stáss í fjölda mörg ár en aldrei haft tök á að eignast slíkan. Ég á afmæli 19. nóvember og yrði þetta ein sú allra besta gjöfin…say no more :) Stóllinn myndi sóma sér vel í eldhúshorninu mínu…sem er líflaust og tómt!

  25. Anna Sigurrós Sigurjónsdóttir

    17. November 2013

    Anna Sigurrós Sigurjónsdóttir.
    Maurinn fær líklega að vera við matarborðið fyrst um sinn en ég mun svo finna honum góðan stað þegar ég verð komin í aðeins stærri eða betur skipulagðari íbúð, vonandi næsta haust :)

  26. Silvá

    17. November 2013

    Þessi gullfallegi stóll yrði kærkomin viðbót í búið, hann myndi fá að vera einhvers staðar þar sem að hann fengi að njóta sín.. ætli það yrði ekki við enda eldhúsborðsins ! :)

    Takk fyrir daglegan innblástur og frábært blogg, alveg meiriháttar og í þvílíku uppáhaldi <3

  27. Erla Margrét Hermannsdóttir

    17. November 2013

    Þessi gullfallegi stóll er velkominn að borðstofuborðinu mínu þar sem stólarnir sem ég erfði frá ömmu eru farnir að detta í sundur.

  28. Iðunn Ýr Ásgeirsdóttir

    17. November 2013

    Ji hvað það væri dásamlegt að eignast stól eftir Arne Jacobsen. Hugsanlega myndi ég setja hann í forstofuna þannig að allir sem kæmu í heimsókn gætu njótið hans;-)

  29. María Erla Kjartansdóttir

    17. November 2013

    Einstaklega smart!
    Maurnum yrði komið fyrir inni í stofu hjá mér – eða notaður í vinnuherberginu þegar því verður komið upp!

  30. Jóhanna Harð

    17. November 2013

    Myndi hafa þennan í stofunni, glæsilegur

  31. Lísa Gunnarsdóttir

    17. November 2013

    Ég myndi hafa stólinn ínholinu mínu þannig hann væri það fyrsta sem eg sæi þegar ég kámi inn,s vo fengju gestir að tylla sér á hann þegar þeir fara í skóna :)

    • Lísa Gunnarsdóttir

      17. November 2013

      Note to self, lesa yfir áður en ýtt er á enter, þegar ég er að skrfia á iPad

  32. Áslaug

    17. November 2013

    Húsgögn Arne Jacobsen eru klárlega táknmynd skandinavískar hönnunar. Svanurinn er mjög ofarlega á óskalistanum sem og Maurinn. Ég myndi stilla stólnum upp í eldhúsinu – færi mjög vel með nýja PH 5 Contemporary eldhúsljósinu. Takk enn og aftur fyrir dásamlegt blogg, daglegur gestur.

  33. Hildur

    17. November 2013

    æði, hann fengi að vera í heiðursplássi við borðstofuborðið!

  34. Hildur F Bjarnad.

    17. November 2013

    Mikið væri ég til í að eignast einn svona stól!! Gæti legið tímunum saman og skoðað færslurnar á síðunnni þinni og mixað draumaíbúðina mína í huganum!
    Þessi fengi sérstakan stað í stofunni minni þar sem hann fengi að njóta sín! :)

  35. Maren Heiða Pétursdóttir

    17. November 2013

    Ekkert smá veglegur vinningur! Ég myndi gefa einni uppáhalds manneskju hann í gjöf ef ég yrði svo heppin að vinna stólinn :)

  36. Davíð Gunnarsson

    17. November 2013

    Ég hef mikinn áhuga á hönnun og arkitektur og væri frábært að eignast Maurinn eftir þennan mikla meistara. Hann myndi sóma sér vel fyrir inni í herbergi við skrifborðið. Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með blogginu þínu og það sést klárlega að þú ert mjög fróð um hönnun af öllu tagi :)

  37. Alexsandra Guðmundsdóttir

    17. November 2013

    Vá fallegur! Ég er einmitt að flytja í mína fyrstu íbúð núna í Desember
    og myndi hafa hann við snyrtiborðið mitt inn í herbergi eða einn og sér
    inn í stofu – væri ekki amalegt að fá einn svona í innflutningsgjöf og afmælisgjöf
    þar sem eg a afmæli í lok Nóvember x

  38. Guðrún Finns

    17. November 2013

    Ég varð svo spennt þegar ég sá færsluna að ég missti næstum legvatnið.

    Að missa legvatnið hefði glatt mig gríðarlega – þar sem ég er komin fram yfir settan dag, en að fá Maurinn í hendurnar myndi jafnvel gleðja mig enn meira!

    Stólinn myndi ég setja þar sem ég get haft hann fyrir augunum mestan part dagsins – hann myndi sóma sér einstaklega vel við borðstofuborðið mitt.

    Barn&Maurinn í gjöf á sama degi, 24 nóvember? Það væri einn fullkominn dagur.

  39. Anna Sif Hjaltested

    17. November 2013

    Skemmtilegt blogg hjá þér :) Ef Maurinn verður minn myndi hann fá pláss við borðstofuborðið :)

  40. Sjöfn Steinsen

    17. November 2013

    Ohh svo yndislega flottir stólar! Ég myndi setja þá inn í eldhús hjá mér :)

  41. Þórdís Halla Guðmundsdóttir

    17. November 2013

    Vá ekkert smá flottur vinningur!! Ég myndi klárlega stilla honum upp við enda stofuborðsins þar sem hann myndi vera húsbóndastóllinn eða sem símastól í holinu þar sem allir myndu sjá hann ;) Takk fyrir æðislegt blogg, er fastagestur.

  42. Jovana Stefánsdóttir

    17. November 2013

    Æðislegir stólar svo fallegir ! Við erum einmitt að fara að flytja i stærra húsnæði i april a næsta ari og myndi þessi stóll henta mjög vel inni tölvuherbergi/skrifstofa/vinnuherbergi:) eg krossa putta og tær!:)

    Frábær síða hja þer Svana kiki hingað inn a hverjum degi, svo smekkleg:) keep up the good work:)
    JLS

  43. Yrsa Úlfarsdóttir

    17. November 2013

    Vá hvað ég væri endalaust til í að eignast svona stól til að stilla upp í nýju íbúðinni minni. Erum að gera hana alla upp og Maurinn myndi algjörlega setja punktinn yfir i-ð!
    Ég myndi stilla stólnum upp í miðrýminu á íbúðinni þannig að hann færi mér aldrei úr augsýni ;) Annars býður Maurinn upp á svo marga möguleika að ég sé fram á að geta leikið mér endalaust með hann og fært hann á milli staða í íbúðinni!
    P.S. Takk fyrir æðislegt blogg sem ég skoða á hverjum degi!

  44. Ása Magnea Vigfúsdóttir

    17. November 2013

    Dönsk hönnun er með því fallegasta sem til er. Maurinn fengi sérstakan stað á mínu heimili. Var að versla skrifborð og búa til smá vinnuaðstöðu en ég a eftir að kaupa stólinn og myndi Maurinn sóma sig mjög vel í vinnuaðstöðunni :)
    Núna bíð ég spennt eftir 1.desember :)

  45. Erla Björk

    17. November 2013

    Takk fyrir frábært Blogg..þar sem ég er að fara mála og græja stofuna hjà mér – mundi þessi fallegi stóll prýða stofuna heldur betur…;)

    Krossa putta!!

    Xoxo

  46. Svava

    17. November 2013

    Gullfallegur :) Hann fengi heiðursstað í íbúðinni minni :)

  47. Unnur Ósk

    17. November 2013

    Unnur Ósk – Ég myndi sennilega gefa honum stað í stofunni hjá mér ;)

  48. Olga Árnadóttir

    17. November 2013

    Rausnarlegur vinningur! Mig hefur lengi dreymt um stól eftir Arne – Maurinn fengi sér horn í stofunni :)

  49. Sunna Þórsdóttir

    17. November 2013

    Sunna Þórsdóttir :) myndi sko stilla honum upp í forstofunni sem við erum að gera fína :)

  50. Kristín Ingileifs

    17. November 2013

    Þesum fallega stól yrði stillt upp við stofugluggann :)

  51. Anonymous

    17. November 2013

    Mig hefur lengi langað til að eignast maurinn og yrði honum tekið fagnandi af eames dsr og trip trap fjölskyldunni við eldhúsborðið á heimilinum þar einmitt er pláss fyrir einn stól í viðbót og yrðihann sko vel nýttur og myndi gera heimilið fallegra :) x

  52. Rakel Rún

    17. November 2013

    Vávává! Mikið sem íbúðin mín myndi elska einn Maur :) Ég myndi líklega gefa honum heiðursstað í uppáhalds horninu mínu ásamt antík stólunum frá ömmu :) Þó að ég væri kannski líka líkleg til að stilla honum upp einhversstaðar einum og sér þar sem allir myndu sjá hann

  53. Hugrún Ósk

    17. November 2013

    vá ég er alveg í sjokki! þetta er svo klárlega flottasti gjafaleikur sem gerður hefur verið! að fá svona hönnun inná mitt heimili væri ólýsanleg gleði fyrir fátækan námsmann :)
    hann fengi að standa á stað sem allir sjái hann þegar þeir komi í heimsókn :)

  54. Andrea Rún Carlsdóttir

    17. November 2013

    Yndislega fallegur stóll sem myndi sóma sér vel við eldhúsborðið á litla heimilinu.

    Kv. Andrea Rún

  55. Sigga Elefsen

    17. November 2013

    Ég myndi setja þennan fallega maur í forstofuna mína þar sem að oft tekur það sinn tíma að velja rétta skó parið fyrir daginn. En aðallega myndi þessi fallegi stóll standa í forstofuni til þess að hann fengi alla þá athygli sem hann á skilið. :)

  56. Ólöf

    17. November 2013

    Það væri yndislegt. Sá myndi aldeilis fá heiðurssessinn í stofunni við plönturnar og bókaskápinn. Svo myndi hann fylgja mér inn á mitt fyrsta heimili (í eigin eigu) sem allra fyrsta heiðurs-húsgagnið þar.

  57. Lilja Dröfn

    17. November 2013

    Váá þvílíkur draumur!!! :) væri ekki leiðinlegt að á svona fallegann í tilefni afmælisdagsins og settum degi prinsessunnar minnar í dag…..

  58. Steinunn Guðmundsdóttir

    17. November 2013

    Arne Jacobsen er einn af mínum eftirlætis hönnuðum. Síðan ég var lítil stelpa hefur mig dreymt um að eignast eitt af verkum hans, meðal annars maurinn.

    Stóllinn fengi sannarlega að njóta sín á heimili mínu því þar ríkir einfaldleiki og minimalismi. Ég hugsa að ég myndi koma honum fyrir í rými sem tengir saman stofu og eldhús. Eins og er er rýmið illa nýtt en þar er einföld, upphengd bókahilla, sem geymir matreiðslubækur og hönnunarblöð, og fallegur gluggi sem gerir það bjart og fallegt. Stóllinn myndi því gefa rýminu aukinn tilgang. Þá væri hægt að fletta bæði matreiðslubókum og skoða fallega hönnun á meðan setið væri á einu fegursta hönnunarverki sögunnar.

    Stóllinn ætti því þátt í að gefa rýminu tilgang, fegra það og umfram allt, gleðja eigandann.

  59. Hilmar Ásgeirsson

    17. November 2013

    Maruinn “minn” yrði inná skrifstofu, eingöngu formfagrir og fallegir hlutir komast þangað :)

    • Hilmar Ásgeirsson

      17. November 2013

      Maurinn “minn” yrði inná skrifstofu, eingöngu formfagrir og fallegir hlutir komast þangað :)

  60. Díana

    17. November 2013

    Mig hefur lengi langað til að eignast maurinn eftir arne jacobsen og yrði honum sko tekið fagnandi af stóla eldhúsfjölskyldunni þar sem einmitt er pláss fyrir einn stól í viðbót og yrði hann sko vel nýttur og myndi gera heimilið fallegra :) svo er epal einmitt ein af mínum uppáhalds :) x

  61. Hilma

    17. November 2013

    Ég elska elska elska bloggið þitt Svana, það er svo skemmtilegt, fjölbreytt, áhugavert og fræðandi!
    Mér finnst maurinn geta notið sín hvar sem er, hann getur staðið einn og sér, verið við borðstofuborðið, forstofunni, eða jafnvel sem “hliðarborð” sem geymir falleg hönnunnar blöð. Hann býður allavega uppá marga möguleika þessi elska ! :)

  62. Bryndís Rán M.

    17. November 2013

    Við lítið tekk skrifborð í stofunni minni

  63. Unnur Árnadóttir

    17. November 2013

    Unnur Árnadóttir – Ég myndi líklegast hafa hann sem skrifborðsstól þangað til ég flyt í mína eigin íbúð á næsta ári!!

  64. Saga

    17. November 2013

    svo fallegur og falleg hönnun! minn myndi verða í stofunni :)

  65. Steinvör Jóns

    17. November 2013

    Ómæ ég vildi gjarnan vera sú heppna því þessi er lengi búinn að vera á óskalistanum. Ætli ég myndi ekki leyfa unglingum mínum að njóta í herberginu sínu, má alveg hressa upp á andann þar inni ;)

  66. Kristín Ragnarsd.

    17. November 2013

    Ó svo fallegur… Þar sem ég er að safna mér svörtum stólum við borðstofuborðið þá færi hann líklega þangað… Reyndar fengi hann örugglega að vera fyrst aðeins til sýnis inní stofu svo ég gæti dáðst að honum einum í smá stund :)

    Annars áfram þú, ekkert smá skemmtilegt blogg og æðislegir vinningarnir hjá þér… Maður er alltaf að blóta því að búa ekki erlendis því það eru alltaf svo margir og flottir vinningar í boði þar en þú ert algjörlega framúrskarandi með þetta hérna á klakanum ;)

  67. Fjóla Kristín Nikulásdóttir

    17. November 2013

    Ó svo fallegur stóll! Myndi smellpassa í stólasafnið mitt!

  68. Olgeir Pétursson

    17. November 2013

    Ég er að taka mikla áhættu með því að taka þátt í þessum leik – því ef ég vinn, þá mun ég þurfa keppast um ást og athygli konunnar minnar á heimilinu.

    Henni myndi ég gefa stólinn og fær hann án efa heiðursstað í íbúðinni!

  69. Ester

    17. November 2013

    Ég myndi nú ekki reka þennan maur út ef hann kæmi heim til mín! Þessi yrði sko settur við hliðiná arineldinum, þar væri svo gott að tylla sér aðeins og hlýja sér á tánum í svona fínum stól.

  70. Eyrun Hrefna

    17. November 2013

    Eyrún Hrefna. Ég myndi taka hann með mér um alla íbúð auðvitað.

  71. Salvör

    17. November 2013

    Svona falleg hönnun verður að fá að njóta sín. Þannig hann mundi taka sig vel inn í stofu hjá mér undir fallegri mynd :)

  72. Álfhildur

    17. November 2013

    Þetta áttunda undur veraldar má sko heldur betur koma og búa hjá mér. Hann fengi að eiga sér stað í stofunni þar sem hann myndi njóta sín vel.

    Takk fyrir snilldar blogg :)

  73. Elva Ösp

    17. November 2013

    Mér finnst bloggið þitt æðislega skemmtilegt ! Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar :) ég myndi örugglega stilla þessum flótta stól í herbergið mitt eða í eldhúsið :)

  74. Linda Hlín Þórðardóttir

    17. November 2013

    Svo fallegur! Stóllinn myndi fá sér stað í nýju íbúðinni sem við flytjum í á næsta ári. Mjög líklega í stofunni við hvíta Hay borðið mitt fallega. ííííkkkk…. Drauma Maur má ég eiga þig! :)

    kv. Linda.

  75. Unnur Sigurðardóttir

    17. November 2013

    Klárlega stofustáss :-)

  76. Anna Lilja Sigurvinsdóttir

    17. November 2013

    Þessi dásamlegi stóll fengi sko að standa í borðstofunni minni innan um pastel grænu grand prix stólana mína. Yrðu fullkomnir saman. Skal senda þér mynd þegar hann verður minn.

    Takk fyrir æðislega skemmtilegt blogg

  77. Tinna Rut Róbertsdóttir

    17. November 2013

    Vá ef ég yrði svo heppin að vinna svona fallegan og vandaðan stól eftir einn besta hönnuð í heimi og sem endist út ævina þá er horn í stofunni minni sem býður eftir einum svona sem ég get lesið góða bók í ásamt því að gera heimilið mitt enn betra:)

  78. Ásgerður Snævarr

    17. November 2013

    Þessi gullmoli fengi að standa við borðstofuborðið mitt í bland við aðra stóla héðan og þaðan. Takk fyrir frábært blogg. Svartáhvítu er klárlega uppáhalds trend-bloggið mitt <3

  79. Tinna Lyngberg

    17. November 2013

    Vá en glæsilegur vinningur hjá þér! Maurinn myndir fullkomna borðstofuborðið mitt og prýða sig vel við hlið systra sinna :) (Sjöanna)

  80. Ester Björk Magnúsdóttir

    17. November 2013

    Þessi stóll væri fullkominn á skrifstofuna mína!! Sem verður vonandi tilbúin fyrir árslok :) – og þá geta háskólaumsóknirnar farið að fá á sig mynd og ég vonandi “lært” að verða jafn flottur hönnuður og GUÐINN Arne Jacobsen í hans fallega heimalandi og í gamla skólanum hans ;)

  81. Ragnhildur Yr

    17. November 2013

    Endastollinn vid bordstofubordid hja mer

  82. Hulda Sveindís Jóhannesdóttir

    17. November 2013

    ég myndi setja hann við eldhúsborðið til að auka á stóla flóruna, fjölbreytt og fallegt

  83. Agnes Eva

    17. November 2013

    Þessi stóll er alger draumur! Kolféll fyrir Arne Jacobsen og flest öllu frá Fritz Hansen fyrir nokkrum árum og ekki seinna vænna að byrja að bæta í búslóðina! Myndi byrja á að nota hann við skrifborðið inni hjá mér en hann myndi svo vonandi fá pláss í eldhúsinu þegar maður fer að stækka við sig.

    Takk fyrir frábært blogg síðustu fjögur árin, hlakka til að fylgjast með þér áfram í framtíðinni :)

  84. Anna Kristín Magnúsdóttir

    17. November 2013

    Yndislegur hönnuður hann Arne Jacobsen! Er gjörsamlega ástfangin af öllu sem hann gerir!
    Er með tómt horn í eldhúsinu hjá mér sem er rétt hjá niðurgengi á næstu hæð. Maurinn myndi sóma sér vel þar og tækifærið að maður myndi njóta þessa augnakonfekts á hverjum degi yrði alger draumur.
    Er sjálf að læra arkitektúr og hönnun og á lífsleiðinni er skylda að eignast hlut eftir hann.

    Annars vil ég þakka þér fyrir frábært Blogg og góðan innblástur!

  85. Magnhildur Ósk Magnúsdóttir

    17. November 2013

    Magnhildur Ósk Magnúsdóttir
    Ég myndi stilla honum upp við hliðina á stóra speglinum + ég á afmæli 1. des svo þetta væri geggjað :D

  86. Kolla

    17. November 2013

    Vá en frábær vinningur,allt sem kom frá þessum manni er perfection.
    Ef ég yrði svo heppin að vinna þá mundí maurinn fá heiðursstað við endann á borðstofuborðinu eða í kósíhorninu mínu.

    Kolbrún Ósk Ómarsdóttir

  87. Ragnheiður

    17. November 2013

    Æðislegur stóll sem ég myndi stilla upp í stofunni hjá mér :)
    Takk fyrir skemmtilegt blogg!

  88. Þórunn Helga Þórðardóttir

    17. November 2013

    Nú eru góð ráð dýr. Hvar fær gersemin að prýða heimilið? Þarf hann að vera á einhverjum einum stað? Má ekki færa hann til og máta við helstu staði heimilisins? (sérstaklega þar sem mér finnst gaman að breyta til inni hjá mér) Sökum valkvíða er ég þó nokkuð viss um að hann fái að prýða eldhúsið, stofuna/borðstofuna, svefnherbergið og jafnvel skrifstofuherbergið góða. Helst þó þar sem hann er áberandi. Finnst eins og þessi stóll þurfi ekki að vera með neinn einn fastan stað – passar hann ekki alls staðar inn?

  89. Helena Björg

    17. November 2013

    Yndislega fallegur stóll sem ég mun setja við endann á borðstofuborðinu :)

  90. Eva Karen Þórisdóttir

    17. November 2013

    Þessi fallegi stóll fengi að standa einn og sér hérna heima svo hann njóti sín sem best og sé vel sjáanlegur :) Það sem mig langar í hann !

  91. Sandra Björk Tryggvadóttir

    17. November 2013

    Þessi er æðislegur og hann væri tilvalinn í borðstofuna :)

  92. Inga Ragna

    17. November 2013

    Takk fyrir yndislegt blogg. Nú krossa ég fingur og bíð spennt eftir 1. desember. Mikið verður vinningshafinn heppinn og lukkulegur.

    • Inga Ragna

      17. November 2013

      Stóllinn fengi gott pláss við borstofuborðið – draumurinn er að safna saman vel völdum stólum eftir nokkra frábæra hönnuði og hafa við borðstofuborðið. Maurinn yrði fyrstur í safnið.

  93. Elfa Björk Hreggviðsdóttir

    17. November 2013

    Váá en flottur gjafaleikur ég myndi tryllast úr gleði ef ég fengi þennan dásamlega stól inn á mitt heimili. Ég er nýflutt í mína eigin íbúð og er með dásamlegan borðstofukrók, þar myndi ég stilla stólnum upp við gamla tekkborðstofuborðið mitt sem hún langamma mín átti.

    Takk fyrir frábæra síðu sem er alltaf full af innblæstri fyrir okkur hin

    Nú er bara að secreta stólinn til mín :)

  94. Rebekka

    17. November 2013

    Ég myndi tapa mér úr gleði ef ég væri svo heppin að vinna, ég er lengi búin að hafa það að markmiði að safna stólunum hans í kringum eldhúsborðið og þetta væri algerlega toppurinn. Það væri algerlega afmælisgjöfin + jólagjöfin mín í ár að vinna þennan dýrgrip :)

  95. Rebekka Karlsdóttir

    17. November 2013

    Ekkert smá flottur stóll sem myndi passa vel inn í herberginu mínu :D

  96. Anonymous

    17. November 2013

    Glæsilegur stóll sem mundi sóma sér vel uppvið vegginn beint á móti inngangi inní íbúð mína. Þar mundi hann blasa við mér og öðrum um leið og gengið er inn. FLOTTUR :)

  97. Alexandra Guðjónsdóttir

    17. November 2013

    Vá hvað þetta er æðislegur vinningur!
    Ég myndi auðvitað láta stólinn í svefnhergið þar sem ég get látið fötin mín liggja á honum… GRÍN! Ég myndi svo sannarlega leyfa honum að njóta sín í stofunni :-)

  98. Harpa Einars

    17. November 2013

    Til að byrjað með myndi þessi fallegi stóll fá að standa einn og sér inni í stofu hjá mér, þangað til ég kaupi mér nýtt elhús/stofuborð þar sem hann myndi smellpassa :)
    Kv. Harpa

  99. Elín Sigrún Espiritu

    17. November 2013

    Vá þessi dásamlegi dýrgripur myndi sóma sér vel við borðstofuborðið mitt

  100. Solrun Tinna Eggertsdottir

    17. November 2013

    Endalaust falleg hönnun. Ég myndi setja hann við skrifborðið mitt :)

  101. Guðrún Vald.

    17. November 2013

    Ætli ég mundi ekki bara hafa hann sem fatastól í svefnherberginu….DJÓK! Ég mundi væntanlega nota hann sem skrifborðsstól í fallegu heimaskrifsstofunni minni sem er í bígerð. :)

  102. Sigrún Ólafsdóttir

    17. November 2013

    Elska þennnan stól og alla hina eftir Arne Jacobsen! Maurinn myndi sæma sér vel í stofunni hjá mér eða inni í eldhúsi. Yrði sko aldeilis ekki slæmt að fá svona fallega gjöf :)

  103. Daníel Gauti Georgsson

    17. November 2013

    Hann myndi sóma sér vel inn í svefnherberginu mínu :) Arne Jacobsen er í miklu uppáhaldi hjá mér.
    Takk fyrir frábært blogg

  104. Ragnheiður Friðriksdóttir

    17. November 2013

    Íííííkkkk….! Spennandi! Ég myndi stilla honum upp í stofunni og leyfa honum að njóta sín þar til hann myndi eignast fleiri bræður til að raða saman við eldhús/borðstofuborð!
    Til hamingju með 4 ára bloggafmælið og haltu áfram að veita innblástur í lífi og hönnun heimilis <3

  105. Lýdía Huld Grímsdóttir

    17. November 2013

    Kærkomna dásemd! Hann myndi vafalaust fá að kynnast öllum rýmum í íbúðinni þar sem mér þykir svo gaman að breyta til og skapa reglulega nýja stemningu með smá tilfærslum :)

  106. Sóley Þráinsdóttir

    17. November 2013

    Ég myndi leyfa mömmu og pabba fá Eames stólinn sinn aftur sem ég hef haft við skrifborðið mitt lengi og skipta honum út fyrir Maurinn, hann myndi taka sig vel út við fallega, stóra eikar skrifborðið mitt.

  107. Jóhanna kristín

    17. November 2013

    Þú kannt svo sannarlega að halda upp á afmæli! Maurinn myndi ég setja við enda borðstofuborðsins þar sem hann myndi sóma sér vel með svörtu Panton-stólunum sem fyrir eru. Fjölskyldan hefur einmitt nýverið stækkað um einn og það vantar stól fyrir nýja barnið.

  108. Carína Guðmundsdóttir

    17. November 2013

    Jiiii hvað ég væri mikið glöð ef ég myndi eignast þennan fullkomna stól!
    Er búin að leyta lengi af stól til að hafa við skrif/tölvuborðið sem er inn stofu, mér til mikilar gleði ;) hann myndi sóma sér einstaklega vel við skrif/tölvuborðið og þá fyrst fer ég að elska að hafa þessa tölvu í stofunni! :)

    Takk fyrir frábært blogg hef fylgst með því frá upphafi :)

  109. Guðrún Þorkelsdóttir

    17. November 2013

    Falleg, timalaus hönnun. Stóllinn myndi sóma sér hvar sem er, gerir umhverfið fallegra.

  110. Anna Margrét Steingríms

    17. November 2013

    Gjöðveikur bjútí stóll sem myndi njóta sín vel við eitt hornið í svefnherginu okkar með fallegri gæru á :) Til hamingju með 4 ára bloggafmælið !

  111. Margrét Bjarnadóttir

    17. November 2013

    Ohhh jáááá takk langar svo mikið, yrði mjög fallegur á mínu heimili, myndi setja hann á fallegan stað á mínu heimili sem ég er að vinna í núna að gera fallegt <3 myndi henta fullkomnlega

  112. Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir

    17. November 2013

    Fallegt og til hamingju með afmælið. Maurinn er falleg hönnun eins og annað frá Arne.

    • Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir

      17. November 2013

      Gleymdi að segja að ég sé stólinn fyrir mér nánast hvar sem en held að hann muni sóma sér vel í eldhúsinu :)

  113. Sigrún Guðjónsdóttir

    17. November 2013

    Það væri æði að eiga einn maur! Hann mundi vera í stofunni .

  114. Berglind Bergmann

    17. November 2013

    Jahá! Þessi vinningur er ekki af verii endanum! Ef að Maurinn yrði minn myndi ég stilla honum upp á fínasta stað í stofunni þar til að eldhússtólasafnið verði aðeins veglegra en þá yrði honum stillt upp á ,,mínum” stað við eldhúsborðið þar sem ég myndi hittta hann alla morgna með kaffinu og grautnum.

    Bloggið þitt er alltaf jafn skemmtilegt, elsku Svana!

    kærar kveðjur,
    Berglind Bergmann

  115. Helga Dís Björgúlfsdóttir

    17. November 2013

    Ah, Arne Jacobsen, hann er alveg sá hönnuður sem ég elska mest (er með smá stólablæti). Ég myndi hafa þennan stól á ganginum hjá mér þar sem allir myndu sjá hann þegar þeir koma inn til mín. Svo væri hægt að sitja á honum til að klæða sig í skó og svoleiðis.

  116. Þórlaug Einarsdóttir

    17. November 2013

    Þessi stóll myndi sóma sér vel á mínu heimili :).

  117. Hófí Sigurðardóttir

    17. November 2013

    Mikið sem þú ert sæt og góð að vilja gefa einum þennan fallega stól.
    Ég ætla að reyna – átt ekki sjéns nema taka þátt.

    Ég er frekar nýlega flutt inn með kærastanum mínum og erum við í sameiningu að búa okkur til heimili. Bæði erum við námsmenn sem viljum hafa fallegt í kringum okkur. En fjárhagur er ekki alltaf til staðar svo samtíningur héðan og þaðan prýðir okkar heimili. Sem fallegt er þrátt fyrir!
    Að eiga dýrindis grip úr smiðju Arne er draumur sem myndi verða að veruleika. Ég sé stólinn fyrir mér í alls kyns hlutverkum, við stofuborðið þar sem blanda af alls konar stólum fær að njóta sín, í horninu “mínu” inn í svefnherbergi þar sem ég get sest niður á morgnanna og dáðst af deginum eða einfaldlega inn í litla eldhúsinu mínu þar sem hann tæki á móti gestum og gangandi.

    Eins og áður sagði – nauðsynlegt er að taka þátt til að eiga sjéns!

    Krossa fingur og krossa tær … en hætti ekki að dýrka og dáðst af blogginu þínu hvernig sem fer! <3

  118. Berglind Jónsdóttir

    17. November 2013

    Drauma eign er Maurinn eftir Arne Jacobsen sem væri tilvalinn inní svefnherbergi, vegna þess þá myndi ég sjá einhvað fallegt um leið og ég vakna.

    Takk fyrir frábært blogg, keep up the good work! X

  119. Silja M Stefáns

    17. November 2013

    Ó það væri svo ljúfur draumur að eignast Maurinn :) Ég held ég myndi hafa hann í stofunni hjá mér eða eldhúsinu.. Nú eða við skrifborðið eða eða eða eða.. hann myndi líklega passa alls staðar ;)

    Takk fyrir æðisleg 4 ár, held ég geti fullyrt að ég hafi fylgst með frá upphafi og alltaf verið spennt að kíkja á hvað þú kemur með næst :)

  120. Ásta

    17. November 2013

    Geggjaður stóll sem ég myndi hafa við borðstofuborðið.

  121. Guðbjörg

    17. November 2013

    Þetta svo frábær jólagjöf til þess að gefa henni mömmu, ég get rétt ímyndað mér hversu ánægð hún yrði! Hún er búin að kenna hönnunarsögu í meira en 10 ár og talar endalaust um Arne Jakobssen í þeim tímum. Henni hefur alltaf dreymt um að eignast eitthvað eftir hann.. En sá draumur hefur ekki enn ræst. Hann væri góður í stofuna hjá henni :).

  122. Arnar Petursson

    17. November 2013

    Ég myndi hafa hann í stofunni

  123. Anna Kristín

    17. November 2013

    Váááá!!!!!!!!…ég trúi ekki að þetta sé aðalvinningurinn þinn!!! Mig dreymir um þennan stól við borðstofuborðið mitt <3
    Ég er með borð síðan 1890 sem ég erfði frá ömmu minni og afa en ég tími bara ómögulega að skipta því út þó það sé alveg farið að syngja sitt seinasta. Það er bara e-ð svo gott að sitja við það og hugsa um hversu margir hafa setið við þetta borð í gegnum árin og rætt málin.
    Gallinn við það er reyndar sá að stólarnir sem komu með því eru alls ekki þægilegir! Hægt og rólega er ég því að reyna að skipta út stólunum fyrir fallegri og þægilegri stóla.
    Það tekur þó sinn tíma afþví ég vil eingöngu vandaða stóla en þeir kosta aðeins meira en fyrir vikið endast líka miklu betur. Ég er komin með 2 þannig þetta er allt að koma hehe…
    Maurinn yrði alveg fullkomin viðbót við borðið!! Falleg hönnun og ótrúlega þægilegur!!

  124. Anna Þorsteins

    17. November 2013

    Þetta er draumastólinn :) Hann myndi sóma sér vel í stofunni hjá mér :)

  125. Halla Eyjólfsdóttir

    17. November 2013

    Vá þvílíkur gjafaleikur! Þetta er nátturulega draumastóll! Flott blogg eins og alltaf :)
    Ég myndi hafa stólinn í stofunni minni hjá bókahillunni minni :)

    Kv. Halla

  126. Eva Kristín Dal

    17. November 2013

    Ótrúlega formfagur stóll, að mínu mati sá flottasti í heiminum. Hann myndi hressa upp á svefnherbergið en líka taka sig vel frammi á gangi sem “símastóll” :)

  127. Erla Óskarsdóttir

    17. November 2013

    Ó, hvað einn Maur myndi gleðja mig og hann fengi að vera við annan endann við borðstofuborðið. Ég lofa að passa hann vel :-)

  128. Agnes

    17. November 2013

    Þessi stóll myndi sko koma vel út í stofunni minni! :)

  129. Kristjana Arnarsd.

    17. November 2013

    Ég myndi ekki bjóða þessum guðdómlega stól upp á neitt annað en upphækkaðan pall á miðju stofugólfinu svo allir gætu fengið að dást að gripnum.

  130. Helga Margrét

    17. November 2013

    Hann yrði djásnið á ganginum hjá mér! Arne Jacobsen er algjör klassík og must have á öll heimili :)

  131. FAnney SVansdóttir

    17. November 2013

    OH já!. ég myndi hafa hann við borðstofuborðið :)

  132. Helga Auðuns

    17. November 2013

    Við hjónin elskum danska hönnun. Við kynnumst þessarri fegurð þegar við bjuggum í Danaveldinu í nokkur ár. Við yrðum mjög þakklát ef yrðum svo heppin að eignast svartan maur. Ég myndi stilla honum upp við eldhúsborðið við hliðiná hinum maurunum okkar, sem við fengum í brúðkaupsgjöf. Okkur vantar svo núna einn stól, þar sem að litli pjakkurinn okkar fer að hætta nota barnastólinn sinn;)

  133. Anna Morales

    17. November 2013

    yrði frábær sem seinasti stólinn við matarborðið mitt…

  134. anna valborg guðmundsdottir

    17. November 2013

    Vá já takk, en æðislegt ;)

  135. Lilja Rún

    17. November 2013

    Stóllinn færi við endann á antik borðstofuborðinu mínu…

  136. Íris Tanja

    17. November 2013

    Ég dey hvað mig langar mikið að vinna! Ég verð alltaf vandræðalega spennt fyrir því að sjá nýja færslu frá þér og fékk alveg hitakast að sjá þetta blogg! Ég myndi setja hann við endann á borðstofuborðinu mínu sem er hvítt og með hvítum stólum í kring, hann myndi standa vel út úr og ég myndi ein mega sitja í honum – engar undantekningar!

  137. Helga Þórey Rúnarsd.

    17. November 2013

    æðislegur stóll… þar sem ég er að flytja í nýja íbúð, sem er stærri en sú sem ég var í ætti ekki að vera erfitt að koma stólnum fyrir þannig að hann njóti sín sem best og myndi því stilla honum upp svolítið einum og sér, allavega þar til fleiri félagar kæmu á svæðið.. :)

    takk fyrir skemmtilegt blogg..elska að fá smá innblástur hérna.. :)

  138. Sigrún Alda Ragnarsdóttir

    17. November 2013

    Æðislegur stóll elska allt frá Arne Jacobsen! Hann myndi sóma sér vel sem stofustáss hjá mér :)

  139. Sigurlaug

    17. November 2013

    Þetta væri fullkomið! Eins og formfagur skúlptúr hvar sem hann yrði settur.

  140. Sara

    17. November 2013

    Myndi hafa hann á uppáhalds staðnum, inni herberginu mínu ❤️

  141. Hugrún Ósk Ólafsdóttir

    17. November 2013

    Væri algjör draumur að fá hann í borðstofuna mína <3 Klassísk og falleg hönnun og sem myndi passa vel inní blönduna á mínu heimili sem er nýtt og gamalt.

  142. Hrefna Sif

    17. November 2013

    Svo geggjaður stóll sem myndi fá að vera við nýja borðstofuborðið mitt, en mig vantar einmitt stóla við það!

    Frábær hönnun!

    Takk fyrir frábæra síðu :)

  143. Sandra Ómarsdótir

    17. November 2013

    Fullkomin við borðstofuborðið mitt :)

  144. Guðrún Ósk

    17. November 2013

    Maurinn er algjörlega minn uppáhalds – það er autt pláss við fína borðstofuborðið mitt sem bíður þess að vera fyllt uppí. Hann yrði fullkominn.

  145. Erna Lind Teitsdóttir

    17. November 2013

    Já takkkkk! Maurinn fengi það mikilvæga hlutverk að geyma magazine staflann minn – þar til ég fæ mína eigin íbúð þar sem hann nýtur sín betur.

  146. Edda Rós

    17. November 2013

    Mama mia. Þessi elsku klassíski maur myndi sóma sér svo vel í anddyrinu hjá mér þar sem ég er búin að liggja inn á interior síðum til að finna hina fullkomnu mublu. Svei mér þá, maurinn yrði fullkominn þar! :)

    Takk fyrir skemmtilegt blogg Svana, ávallt!

  147. Donna Kristjana

    17. November 2013

    Er ein af þeim sem hefur aldrei verið svo heppin að vinna i svona leikjum (eða leikjum yfir hofuð)… vildi oska þess að lanið leki við mig i þetta sinn…. Þessi stoll er draumur og myndi soma ser vel i holinu hja mer.

  148. Sandra

    17. November 2013

    Ég bilast!!!! Ég væri rosalega til í þennan stól frá Arne Jacobsen!! Hann hefur lengi verið á óskalistanum hjá mér, ásamt svaninum :) Þar sem ég er að fara flytja væri hann rosalega fínn í nýju íbúðinni. Ég myndi hafa hann einn og sér inn í stofu, eða jafnvel við eldhúsborðið og kaupa mér 3 til viðbótar.
    Takk fyrir gott og skemmtilegt blogg alltaf, hef fylgst með þér síðan þú byrjaðir :)

  149. Tinna

    17. November 2013

    Váá maurinn er draumurinn! Ég myndi setja hann við eldhúsborðið – flott blanda við Eames stólana.
    P.S. Takk takk takk fyrir frábært blogg :-)

  150. Aþena Eydís

    17. November 2013

    Þessi gullfallega hönnun fengi sko að njóta sín í stofunni! Ást á Arne :)

  151. Fanney Pétursdóttir

    17. November 2013

    Alltaf fundist þessi stóll svo flottur – mundi setja hann í holið…

  152. Anonymous

    17. November 2013

    svo flottir! Væru svo flottir við eldhúsborðið mitt sem ég var að gera upp en það eru bara tveir klappstólar þar því er að safna fyrir flottar stólum

  153. Tinna Björk Gunnarsdóttir

    17. November 2013

    Ég myndi hafa hann við borðstofuborðið mitt – er að safna mismunandi stólum til að hafa við það. Er einmitt komin með þrjár týpur af stólum og það væri mjög gaman ef Maurinn yrði sá fjórði!

  154. Laufey Geirs

    17. November 2013

    Þessi, hann er merktur mér og fengi pláss þar sem hann bæði sést vel og er notaður vel (mest af mér) :)

  155. Elín

    17. November 2013

    Þessi fallegi stóll fengi góðan stað þar sem hann nyti sín í botn….. koma alveg nokkrir staðir til greina :)

  156. Salvör Lúðvíksd

    17. November 2013

    Ég myndi hafa þennan fallega stól í nýju stofunni minni – væri perfect!

  157. Habba

    17. November 2013

    Já takk! Ég myndi hafa þennan fallega stól við borðstofuborðið mitt!! :)

  158. Þórunn Sif Þórarinsdóttir

    17. November 2013

    Guðdómlega fallegur, ég myndi hafa minn við skrifborðið mitt eða í svefnherberginu :)

  159. Arna Rut

    17. November 2013

    Falleg hönnun, tímalaus, hef tvo staði í huga, annað hvort við skrifborðið mitt eða í svefnherberginu mínu.

  160. Jóna

    17. November 2013

    Ég myndi setja hann í nýju stofuna mína, vantar einmitt einn stól til að fullkomna lúkkið þar.

  161. Berglind Ósk Haraldsdóttir

    17. November 2013

    Hæ hæ! Ég myndi hafa stólinn við gamla tekkskrifborðið mitt:)

  162. Karen Birna Þorvaldsdóttir

    17. November 2013

    Maurinn yrði fallegur við skrifborðið mitt :)

  163. Katrín Sigrún Ágústsdóttir

    17. November 2013

    Nafnið mitt er Katrín S. Ágústsdóttir.

    Ég sé hann fyrir mér við eldhúsborðið :) Ég á mjög svipaða stóla og væri flott að poppa það aðeins upp með maurnum :)

  164. Heiða Hrönn Hrannarsdóttir

    17. November 2013

    Hann er svo fallegur! og vá hvað þetta er frábær gjöf! Gjöf sem mig langar svo ótrúlega í!

    Ég myndi hafa hann í forstofunni, sem er líka gangur á milli eldhús og stofu. Ég er að leita af fallegum stól til að hafa þar til að tilla mér niður á þegar ég klæði mig í útiskóna og til að fullkomna lúkkið á þessum stað í húsinu. Maurinn myndi gera þetta SVO fínt og fallegt.

  165. Hugrún Malmquist

    17. November 2013

    Ég myndi setja svona fallegan stól við tekk borðstofuborðið mitt því þar vantar einn stól. Annars er þetta svo mikil heimilisprýði að ég myndi sennilega færa hann oft á milli staða :)

  166. Sandra Steinarsdóttir

    17. November 2013

    Við eldhúsborðið :)

  167. Bjork

    17. November 2013

    Já takk

  168. Bergþóra G Kvaran

    17. November 2013

    Mig dreymir um þennan stól! hann er búinn að vera á óskalistanum mínum allt of lengi! hann myndi fullkomna eldhúsborðið mitt með öðrum mismunandi stólum í kring.

  169. Dagný

    17. November 2013

    Þessi glæsilegi stóll þarf athygli! Því myndi ég planta honum í forstofuna þannig hann væri það fyrsta sem ég myndi sjá þegar ég kæmi innum dyrnar! Svo yrði hann færður á meðal Eames stólanna í borðstofunni þegar það eru margir gestir! Ótrúlega fallegur í öllum litum!

  170. Sæunn Auðunsdóttir

    17. November 2013

    Veit ekki…kæmi í ljós þegar ég flyt inn í fyrstu nýju íbúðina 1 des

  171. Þórhildur Jóhannesdóttir

    17. November 2013

    Þessi gullfallegi stóll myndi fá pláss við eldhúsborðið :)

  172. Helga Valborg Steinarsdóttir

    17. November 2013

    Mig langar að stilla þessum fallega stóli upp við skrifborðið í stóra bjarta svefnherberginu mínu – ég keypti mína fyrstu ibúð í vor og er smám saman að skipta út misfallegum húsgögnum sem hafa fylgt mér frá upphafi búskapar fyrir húsgögn sem ég vel inn í nýju íbúðina – Arne Jacobsen myndi svo sannarlega bæta ást og fegurð inn í rýmið mitt :)

  173. Sibel Anna Ómarsdóttir

    17. November 2013

    Vávává.. ég bilast! Þessi stóll hefur verið á óskalistanum svo lengi – enda Arne Jacobsen í miklu uppáhaldi! :)
    Hann myndi sóma sér rosalega vel við eldhúsborðið mitt með hinum svörtu stólunum mínum :)

  174. Helga Jakobs.

    17. November 2013

    Ótrúlega fallegur stóll sem mig hefur lengi langað í. Dreymir um að eiga Arne Jacobsen stóla við borðstofuborðið.
    Kveðja Helga

  175. Kristín María Kristinsdóttir

    17. November 2013

    Ekkert smá flott verðlaun! Maurinn myndi leysa af hólmi lúinn stól við matarborðið, betra upgrade er varla hægt að biðja um.

  176. Sigríður Anna Haraldsdóttir

    17. November 2013

    nei nei nei er þetta í alvöru!!!? Á maður séns að vinna svona fallega mublu?!! vvvááááá :)
    Ótrúlega falleg hönnun sem mundi sóma sig vel í stofunni minni.

  177. Ólöf Edda

    17. November 2013

    Svoo fallegur þessi!! Hann myndi sóma sér vel hvar sem er en myndi henta vel við eldhús/stofu borðið hjá mér :)

  178. Þórunn Bergdís Heimisdóttir

    17. November 2013

    Falleg hönnun, myndi passa hvar sem er inní íbúðinni (:

  179. Gerður Guðjónsdóttir

    17. November 2013

    Dásamlega fallegi Maurinn! Svo skemmtilega vill til að ég er afmælisbarn í desember (blikk blikk) og ein af mínum bestu vinkonum hefur kallað mig Maurinn í mörg ár. Svo þarna væri sálufélagi minn mættur….hann fengi auðvitað sæti við borðstofuborðið þar sem mesta fjörið er. Við hliðina á gamla stólnum hans afa:)

  180. Aðalheiður Anna Guðmundsdóttir

    17. November 2013

    Ótrúlega flott og tímalaus hönnun

  181. Vigdís Jónsdóttir

    17. November 2013

    VáVáVá! Dásamlega flottur stóll sem ég myndi setja í stofuna :)

  182. Elva Björk Kristjánsdóttir

    17. November 2013

    Já takk ég væri sko meira en til í Maurinn :)

    Hann fengi eflaust sæti í svefnherberginu mínu….

    Elva Björk Kristjánsdóttir

  183. Edda María Sveinsdóttir

    17. November 2013

    Yndisfagur stóll sem yrði settur strax í það hlutverk að vera lærdómsstóll. Miklu skemmtilegra að læra í fallegu umhverfi og sitja í fallegum stól! Einungis tíur í hús þegar hann er kominn á sinn stað.

  184. Rannveig Vigfúsdóttir

    17. November 2013

    Fallegur stóll sem færi vel í sjónvarpsholinu þar sem ég er líka með tölvun mín og er reyndar hluti af stærra opnu rými!

  185. Arndís Jónsdóttir

    17. November 2013

    Það er draumur minn að eignast þennan fallega stól – vona að ég vinni hann :) Ást og friður <3

  186. Bergþóra Þorgeirsdóttir

    17. November 2013

    Ég myndi valhoppa og dansa stríðsdans fram til áramóta ef ég fengi þennan draumastól! Hann myndi annaðhvort njóta sín við símaborðið eða skrifborðið inn í stofu þar sem fólk myndi sjá hann og dást af honum… hann yrði stjarna heimilisins!

  187. Elín Erlendsdóttir

    17. November 2013

    Það væri algjör draumur að eignast þennan stól :) Ég er með autt skot í andyrinu hjá mér og væri þessi stóll fullkominn þar til að tilla sér niður <3

  188. Erla Kristinsdóttir

    17. November 2013

    Omg hvað mig langar í svona flottan stól, hann myndi fegra heimilið. Sé hann í anda við borðstofuborðið mitt. Þvílík hamingja að eignast svona dásemd ;)

  189. Þóra Bjarnadóttir

    17. November 2013

    Maurinn er svo fallegur! Ég myndi stilla honum upp í herberginu mínu, þar sem ég eyði mestum tíma. Þá gæti ég alltaf notið fegurðar hans. Takk fyrir frábært blogg, hef fengið margar skemmtilegar hugmyndir frá þér :)
    Kveðja, Þóra Bjarnadóttir.

  190. Sara Hansen

    17. November 2013

    Ég myndi setja stólinn við skrifborðið eða í eitt hornið í svefnherberginu mínu :)

  191. Auður Ýr Elísabetardóttir

    17. November 2013

    Ef ég yrði svo heppin að vinna þennan fengi hann að vera fyrsti stóllinn í tilvonandi nýja eldhúsinu mínu!
    <3

  192. Valdís Klara Guðmundsdóttir

    17. November 2013

    ó ó ó….. Mikið einstaklega finnst mér stóllinn fallegur. Alltaf gaman að eiga flotta hönnun. Myndi stilla maurnum upp inn í eldhúsi eða standa einn og sér í stofunni við hliðiná skenknum mínum :)
    kv
    Valdís Klara Guðmundsdóttir

  193. Kristrún Lárusdóttir

    17. November 2013

    Maurinn yrði fallegur í stofunni hjá mér í bland við gömlu tekk húsgögnin.

  194. Arna Torfadóttir

    17. November 2013

    Dásamlegur stóll.

  195. Edda Dröfn

    17. November 2013

    Þessi flotti stóll myndi passa fullkomnlega í svefnherbergið á heimilinu sem við,erum að fara að breyta.
    Takk fyrir skemmtilegt blogg:)
    Kær kveðja
    Edda

  196. Sunna Magnúsdóttir

    17. November 2013

    Vááá! Þið eruð aldeilis rausnarleg í tilefni afmælisins og þessi gjöf toppar allt! Maurnum er hjartanlega velkomið að flytja í stofununa mína :-)

  197. Fjölnir Daði Georgsson

    17. November 2013

    Hrikalega flott hönnun eftir einn þann flottasta! Maurinn gæti vel notið sín inni í unglingaherbergi í Eskihlíðinni! :)

  198. Jóna María Ólafsdóttir

    17. November 2013

    Þessi stóll er svo stílhreinn og fallegur!
    Ég er að flytja í mína fyrstu íbúð og hann myndi sóma sér svo yndislega vel í krúttlega litla eldhúsinu mínu!

    Takk fyrir frábært blogg og innblástur! :)

  199. Ástríður

    17. November 2013

    Veit ekki hvar ég myndi setja hann, en hvar sem hann yrði myndi hann örugglega sóma sér mjög vel – enda falleg, dönsk hönnun eins og hún gerist best.

  200. Karen Ósk Úlfarsdóttir

    17. November 2013

    Þessi er minn uppáhalds. Hann myndi sóma sér vel við eldhúsborðið mitt.

  201. Bryndís María Björnsdóttir

    17. November 2013

    Ég lifi í draumi…en þvílíkt sem það væri ljúft að eignast þessa fegurð inná heimilið :) Ó það eru svo mörg horn hérna sem hann myndi glæða nýju lífi og gera svo margt fyrir!!

  202. Magga Ploder

    17. November 2013

    Jiminn eini þessi fagri stóll myndi sæma sér vel í stofunni minni, fengi svo sannarlega heiðurstað í allra augsýn!

  203. Sigurrós Jónsdóttir

    17. November 2013

    A.J er alltaf svo flottur og svona stóll myndi vera flottur inn í forstofu eða svefnherbergi.

  204. Heba Eir

    17. November 2013

    Þetta eru náttúrulega guðdómleg verðlaun á æðislegu bloggi! Stóllinn myndi passa fullkomlega inn í safn ólíkra stóla við borðstofuborðið mitt. Ekki hægt að biðja um fallegri viðbót.

  205. Guðný Maja Riba

    17. November 2013

    Ó hvað mig langar mikið <3 Við erum í smá innanhúsbreytingum um þessar mundir og að vinna Maurinn gæti svo sannarlega sett fullkomin svip á þessar breytingar :-)

  206. Stella Stefánsdóttir

    17. November 2013

    Þessi fallegi stóll myndi fá að standa við endan á borðstofuborðinu mínu og njóta sín vel þar. Hann er fullkomið húsgagn í dönsku íbúðina mína :)

  207. Aðalbjörg (Abba)

    17. November 2013

    jiii hvað ég væri til! Ég myndi hafa hann í forstofunni, þannig að þetta væri það fyrsta sem maður sér þegar maður kemur heim til sín, mikið væri það hrikalega falleg sjón! Svo væri heldur ekki amarlegt að tilla sér á svona herlegheit þegar maður er að klæða sig í skóna :)

  208. Særún Lúðvíksdóttir

    17. November 2013

    Þessi stóll passar hvar sem er á mínu heimili og Epal er og verður alltaf uppáhaldsbúðin mín :)

  209. Bryndís Héðinsdóttir

    17. November 2013

    Væri frábært að eignast svona dásamlegan stól á nýja heimilið mitt :)

  210. Sigrún

    17. November 2013

    Þessir myndu sko fara vel í draumaeldhúsinu mínu sko ekki spurning svo nú er bara að vona að maður verði heppin . Fallegustu stólar Ever…. <3

  211. Anna Björg

    17. November 2013

    VÁÁ ekkert smá veglegur vinningur, hann er svakalega flottur arkitekt og hönnuður, algjör draumur að eiga stól eftir hann – krossa putta um að vera svo heppin :o) Hann fengi besta plássið í íbúðinni!!
    Takk fyrir skemmtilegt blogg og hlakka til að sjá hvað þú munir bralla í framtíðinni.

  212. Lilja Dröfn Gylfadóttir

    17. November 2013

    Langar svo í svona stól og koma honum fyrir þegar ég flyt í nýju íbúðina :)

  213. Bryndís Héðinsdóttir

    17. November 2013

    Já ég gleymdi….. ég myndi stilla honum upp í stofunni :)

  214. Kristín Erna Sigurlásdóttir

    17. November 2013

    Væri þvílíkt til í þennan…Ég myndi hafa hann í stofunni hjá mér :)))))

  215. Hugrún Sjöfn Jóhannsdóttir

    17. November 2013

    Það yrði algjör draumur að fá að eiga einn Maur við skrifborðið þar sem Arne er einnig einn af mínum uppáhalds hönnuðum!

  216. Linda Hrönn Schiöth

    17. November 2013

    Væri algjör draumur að eignast maurinn. Mundi líklega leyfa honum að njóta sín í svefnherberginu mínu :)

  217. Eyrún Erla Vilhjálmsdóttir

    17. November 2013

    Já takk æðislega :) Væri alveg til í þennan flotta vinning!!

  218. Drífa Mjöll Sigurbergsdóttir

    17. November 2013

    jiiii en spennandi :) mikið væri gaman að eignast Maurinn-hann myndi sóma sér vel í stofunni/borðstofunni hjá mér er ég viss um :) Mikið hrikalega er þetta skemmtilegt blogg-endalaust af fallegum hugmyndum og fallegum hlutum !

  219. Þórarna Gró Friðjónsdóttir

    17. November 2013

    Falleg fallegi fallegi stóll! ég færi í heljarstökk ef ég myndi vinna þessa dásemd og stilla honum upp við eldhúsborðið þar sem planið er að koma upp fallegu stólasafni :)

  220. María Hólm

    17. November 2013

    óvááá Arne Jakobsen er uppáhaldið mitt!!! er akkurat í smá breytingum núna og ég myndi koma honum vel fyrir í litlu “stofunni” minni…Væri allavega sjúklega mikið til! kvitt og deilt

  221. Eydís Ögn

    17. November 2013

    Ó, þessi yndis Maur myndi sóma sér svo vel í nýuppgerðu elhúsi og stofu sem er orðið að einu stóru rými, myndi lífga svo sannarlega upp á heimilislífið!
    Okkur vantar einmitt fleiri stóla eftir breytingarnar og hefur þessi verið á óskalistanum lengi, lengi.

    Til hamingju með afmælið og gott blogg!

  222. Sólveig Geirsdóttir

    17. November 2013

    Æðislegur stóll sem myndi sóma sér vel hliðin á nýja sófanum mínum :)

  223. Rut R.

    17. November 2013

    Vóóó hvað er að frétta!?!! þetta er flottasti blogg/facebook leikur sem ég hef tekið þátt í!!
    Maurinn myndi sóma sér vel hvar sem er hér á heimilinu mínu, en ég myndi pottþétt skreyta stofuna með honum, þar sem allir gætu dáðst að honum og þar yrði hann mest notaður :)

    Kv. Rut Rúnarsdóttir

  224. Hildur Hlöðversdóttir

    17. November 2013

    Gullfallegur stóll, myndi sóma sér vel í stofunni minni :)

  225. Edda Konráðsdóttir

    17. November 2013

    Maurinn myndi njóta sín vel inni í stofu! :)

  226. Anton Örn Rúnarsson

    17. November 2013

    Ég myndi örugglega hafa stólinn inní borðstofu eða í betri stofunni heima, síðan væri þetta tilvalinn jólagjöf fyrir foreldra mína :)

  227. Guðrún Karls

    17. November 2013

    OHHH mig langar svoo í ;)
    Ég sé hann alveg fyrir mér t.d í stofunni ,svefhverberginu ,forstofunni og eldhúsinu en hann myndi bókað fá fallegan stað hjá mér :)

  228. Unnur Guðjónsdóttir

    17. November 2013

    ég get alveg séð maurinn fyrir mér heima hjá mér – takk fyrir góða síðu

  229. Elín Ósk Hjartardóttir

    17. November 2013

    Æðislegur! :) Þessi myndi fá kóngasætið við borðstofuborðið mitt.

  230. Berglind Ósk Hlynsdóttir

    17. November 2013

    ÚÚÚ það væri alllls ekki leiðinlegt að byrja búskaps söfnunina á eitt stykki maur!
    Flyt í mína fyrstu íbúð núna í desember og þessi myndi sóma sér vel þar inni..
    ég eeeelska Arne Jacobsen, Epal OG svart á hvítu hefur verið uppáhalds bloggið mitt mjög lengi!

    ÁFRAM SVANA

  231. Helene Ósk Pálsdóttir

    17. November 2013

    ég mundi koma honum fyrir í stofunni, þó að hann passi inn hvar sem er svo klassískur og fallegur :)

  232. Anna Margrét Pálsdóttir

    17. November 2013

    Ég var að flytja í mína fyrstu íbúð núna í ágúst og ég er með fullkomin stað fyrir stólinn. Hann myndi fá að njóta sín í stofunni enda myndi ég ekki vilja fela svona fallega hönnun. Væri algjör draumur að fá þennan stól í búið : )

  233. Katrín Magnúsdóttir

    17. November 2013

    Frábær leikur! Thað yrði slegist um thennan við eldhúsborðið mitt. :-)

  234. Jana

    17. November 2013

    ÓMÆ! Hann er draumur!!! húsgögnunum í stofunni minni dreymir um að eignast hann sem vin!!!

  235. Laufey

    17. November 2013

    Guð minn góður hvað ég yrði glöð að eignast einn svona Maur ! Ég myndi setja hann við skrifborð eða á áberandi stað í stofunni..það góða við þennan stól er nefnilega að hann passar allstaðar og er tímalaus :)
    Til hamingju með afmælið! alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt :)

  236. Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir

    17. November 2013

    Maurinn mynda sóma sér vel við skrifborðið mitt! Sem að núna er allt í kaós vegna prófundirbúnings.

  237. Heiðrún María Magnúsdóttir

    17. November 2013

    Elska þetta blogg og þessi leikur ekki síðri! :D
    Maurinn myndi koma rosalega vel út í herberginu mínu.

  238. Svala Konráðsdóttir

    17. November 2013

    Þessi er svo fallegur! Hann fengi góðan stað í stofunni og ég myndi hlýja honum með ónotuðu gærunni sem ég á! Bara draumur :)

  239. Svava Pétursdóttir

    17. November 2013

    Vá heldur betur veglegur vinningur! Til hamingju með 4 ára blogg afmælið. Kv. Svava

  240. Rannveig

    17. November 2013

    Myndi stilla honum upp í eldhúsinu en þaðan sæi ég hann líka frá stofunni. Fallegur

  241. Auður Jónsdóttir

    17. November 2013

    Það yrði algjör draumur að vinna þennan einstaka stól. Ég lít á það sem fjárfestingu að eiga falleg og vönduð húsgögn og Maurinn eftir AJ er þar engin undantekning. Hefur verið á óskalistanum lengi og myndi svo sannarlega sóma sig vel við borðstofuborðið innan um fleiri svarta stóla.
    Takk fyrir að halda úti skemmtilegu bloggi sem veitir manni innblástur á hverjum degi.

  242. Tanja Stefanía

    17. November 2013

    Flottur hvar sem er!!

  243. Anna

    17. November 2013

    Þessi fallega hönnun myndi fara inn í stofuna hjá mér ;)

  244. Soffía Hjördís Ólafsdóttir

    17. November 2013

    Myndi stilla honum upp við skrifborðið, ótrúlega falleg og tímalaus hönnun.

  245. Jón Helgi Hólmgeirsson

    17. November 2013

    Það myndi vera ágætis detaill að hafa eitt stykki svartan maur í eldhúsinu á 37fermetra íbúðinni minni..

  246. Brynja Björg

    17. November 2013

    Stóllinn fengi veglega sess við hliðina á píanóinu í stofunni.

  247. Ásta Steinsdóttir

    17. November 2013

    Væri ekki í vandæðum með að finna góðan stað :)

  248. Sólrún Þrastardóttir

    17. November 2013

    Þessi fallegi sjarmerandi stóll mundi eiga vel heima í borðstofunni minni sem er í gamla bænum í Hafnarfirðinum. Ég hef alltaf ætlað að fá mér fallegan stól á ákveðnum stað í borðstofunni minni því þar sárvantar mér fallega hönnun sem mun njóta sín í botn við hliðina á gamla skenknum mínum. Ég vona að ég fái þennan fallega maur og mundi ég vera sjúklega ánægð :) kv. Sólrún

  249. Jónína Guðrún Reynisdóttir

    17. November 2013

    ójá takk þennan myndi ég sko alveg vilja eiga :) Hann fengi pláss við eldhúsborðið hjá mér :)

  250. Svava Marín Óskarsdóttir

    17. November 2013

    þennan fallega stól myndi ég hafa í forstofunni minni ,þar sem hann myndi ekki fara fram hjá neinum sem kæmi í heimsókn! Væri draumur

    kv. Svava Marín Óskarsdóttir

  251. Margrét Arna

    17. November 2013

    Vantar einmitt fleiri stóla og ekki væri verra ef þeir væru svona fínir. Sé hann fyrir mér inni í eldhúsi til að byrja með þar sem hann færi vel við gamla eldhúsborðið hennar ömmu.

  252. Lilja Karen Steinþórsdóttir

    17. November 2013

    Þessi dásemdarstóll myndi fá að prýða svefnherbergið mitt eða jafnvel andyrið :) Truflaður.
    Skemmtileg síða hjá þér! Missi aldrei af færslu ;)

  253. Andrea Káradóttir

    17. November 2013

    Svo fallegur!! Myndi hafa hann inni í stofu til að byrja með og vonandi bæta svo í safnið með tímanum og nota þá sem eldhús eða borðstofustóla :):) Allt í lagi að láta sig dreyma, aldrei að vita :)

  254. Arndís

    17. November 2013

    Á ekki til orð yfir þessum vinning! Myndi sko glöð stilla honum upp í stofunni þar sem hann fengi að njóta sín undir hvítum & fallegum gólflampa! :)

  255. Katrín Sveinsdóttir

    17. November 2013

    Til hamingju með árin fjögur !
    Maurinn fengi að vera á fallegum stað í eldhúsinu.

  256. Theodóra

    17. November 2013

    beint við skrifborðið – ekki amalegt að sitja á svona djásni þegar þörf er á innblæstri :)

  257. Unnur Kristjánsdóttir

    17. November 2013

    Ó Ó Ó… fékk sting í magann við þessa færslu. Er einmitt nýbyrjuð að safna fyrir einu stykki Maur. Maurinn er svo bjútifúl. Sé hann fyrir mér í stofunni, við hliðiná tekk-skenknum og Himneskum herskörum…og vonandi með einum Notknot púða sem mig dreymir einnig um.

    Enn og aftur til hamingju með afmælið, Knús :)

  258. Sigríður

    17. November 2013

    Sigríður Elfa Elídóttir – sigridurelfa@gmail.com

    Mig langar að setja hann fyrir hliðina á meðalhárri hvítri kommóðu þar sem ég er með fallega hluti upp á og snyrtidót í efstu skúffu. Hvítur krummi fær að hanga þar fyrir ofan. DRAUMUR.

  259. Áslaug María

    17. November 2013

    Æði!

  260. Jónína Sigríður Grímsdóttir

    17. November 2013

    Þessi fallegi stóll gæti staðið einn og sér hvar sem er en þar sem ég er svo heppin að vera með frekar stórt svefnherbergi þá myndi ég vilja hafa hann þar inni við fallegt uppgert snyrtiborð. Sé fyrir mér að þessi samsetning yrði fullkomin upp við einn vegginn :)

  261. Veronika Ómarsdóttir

    17. November 2013

    Ohh svo fallegur! <3 er að safna fallegum húsgögnum í búið, hann yrði við "nýja" gamla skrifborðið þangað til ég flyt í stærri íbúð eftir nokkra mánuði þar sem hann fengi flottan og áberandi stað í stofunni – í stíl við vínrautt, gyllt, dökkbrúnt, svart og beige :)

  262. Sigurður Einar Traustason

    17. November 2013

    Mér hefur lengu þótt þetta blogg frábært þar sem ég hef lengi haft gaman af hönnun og þess háttar. Hann myndi koma vel út við eldhúsborðið.

  263. Íris Huld Gunnarsdóttir

    17. November 2013

    Aldrei leiðinlegt að eiga einn maur eftir uppáhaldshönnuðinn sinn ;)
    ég myndi stilla honum við borðstofuborðið mitt og þá myndi hann vera áberandi inní stofu hjá mér ;)

  264. Steinunn

    17. November 2013

    Ó svo fallegur stóll – mikið sem mig langar í hann á nýja heimilið mitt! Það eru svo margir staðir sem koma til greina núna þegar maður fer að koma öllu fyrir. Ég hugsa að ég myndi leyfa honum að njóta sín annað hvort í stofunni eða eldhúsinu :) Nú krossa ég sko fingur! ;)

  265. Anonymous

    17. November 2013

    Svo fallegur, í svefnherberginu við hliðina á bókahillum og kommóðu með lampa!

  266. Erna Sigurðar

    17. November 2013

    Væri æðislegt að fá þennan! Er einmitt að safna fallegum hlutum í búið og hann myndi fá að njóta sín við hvítt skrifborð sem er fullt af lögfræðibókum, við hliðina ásvörtum Kartell lampa og svörtumkrumma í loftinu :)

  267. Anonymous

    17. November 2013

    Þessi væri flottur á æskuheimilinu mínu sem ég flyt í í febrúar 2014 :)

  268. Elínbjörg Ingólfsdóttir

    17. November 2013

    Ég myndi setja hann í holið, Þar mundu allir sem koma heim til mín sjá hann

  269. Lena Rut

    17. November 2013

    Hjálpi mér allir heilagir!!!! Var að flytja í nýtt hús og brááááðvantar einn svona í andyrið:) Mikið væri gaman að eignast hann:)

  270. Valdís Steinarsdóttir

    17. November 2013

    Til hamingju með 4ára afmælið :) Maurinn fengi að læra með mér við skrifborðið mitt :)

  271. Guðlaug Rut Þórsdóttir

    17. November 2013

    Ó vá! Bara ef ég gæti verið svo heppin að fá þennan fallega stól að gjöf! Held að maurinn myndi sóma sér vel í eldhúsinu mínu ja eða í stofunni, erfitt að velja!
    Krossa fingur og tær :)
    Takk fyrir æðislegt blogg

  272. Tinna

    17. November 2013

    Ég sé hann fyrir mér uppi á risi þar sem ég verð með studioið mitt, með útsýni yfir Eyjarfjörðinn. Þvílík dásemd.

  273. Málfríður Sandra

    17. November 2013

    Mikið væri ég til í þennan við borðstofuborðið svo ég mundi geta skipt þeim gömlu út og byrjað að safna þessum ;) Maður þarf afsökun fyrir svona breytingum og að eiga einn svona mundi gefa manni leyfi fyrir að kaupa fleiri nýja!

  274. Sveina Björk

    17. November 2013

    Vá, þessi stóll fengi þann heiður að vera það fyrsta sem fólk sæi er það kæmi inn til mín. Set hann í holið :-)

  275. Málfríður Sandra

    17. November 2013

    Væri algjör draumur í dós að geta byrjað að tylla einum svona við borðstofuborðið og þá mundu vonandi fleiri fylgja í kjölfarið! Takk fyrir skemmtilegt blogg ;)

  276. Karitas Björt Eiríksdóttir

    17. November 2013

    Yrði fullkomni “punkturinn yfir i-ið” í pínulitlu sætu stúdíóíbúðina mína!

    til hamingju með 4 árin, búin að vera upphafssíðan mín í svona 3 ár! :)

  277. Sigríður Aðalbergsd.

    17. November 2013

    Fyrst af öllu til hamingju með afmælið :)
    Þessi stóll er bara frábær og mundi sóma sér vel í eldhúsinu hjá okkur :)
    Takk fyrir kv,Sigga

  278. Bára Guðmundsdóttir

    17. November 2013

    Maurinn færi í svefnherbergið mitt, kv. Bára :)

  279. Halla

    17. November 2013

    Þessi fallegi stóll myndi sóma sér vel við skrifborðið mitt.

  280. Marta Rut Ólafsdóttir

    17. November 2013

    Þessi fallegu stóll myndi fá að vera á besta stað í stofunni minni.

  281. Lilja Erlendsdóttir

    17. November 2013

    Væri flottur í stofunni hjá mér :)

  282. Kristín Edda

    17. November 2013

    inn í stofu við fallega pámla – blómið mitt ;)

  283. Heiðdís Dögg

    17. November 2013

    Fallegur stóll – skemmtilegt blogg :) hann myndi koma vel út í “horninu mínu”:)

  284. Ingunn Þorvarðardóttir

    17. November 2013

    Ó já takk! – Hann er svo fallegur. Myndi setja hann í holið þar sem hann myndi blasa við þegar gengið er inn í íbúðina og er miðsvæðis ! Takk enn og aftur fyrir frábæra síðu og ekki síður fyrir frábæran leik ! Húrra fyrir þér !!

  285. Íris Gunnarsdóttir

    17. November 2013

    það yrði sko ekki leiðinlegt að eignast maurinn. Ég myndi setja hann undir fallega mynd í litlu holu íbúðinni minni sem ég er í núna þar sem hann fengi að njóta sín til að byrja með þangað til ég flyt í mína fyrstu íbúð. Takk fyrir yndislegt blogg xx

  286. Dalrós Líndal

    17. November 2013

    Ó mama, hann yrði flottur hvar sem er!! Djöfulsins draumur sem það yrði að fá einn svona heim!!

  287. Eva Ýr

    17. November 2013

    Já takk. Hefur alltaf dreymt um að safna fallegum hönnunar stólum og þetta væri ekki leiðinleg byrjun á því safni. Og ég myndi stilla honum upp í svefnherberginu eða stofunni þar sem hann myndi njóta sín sem skúlptúrinn sem hann er og sem stóll :)

  288. Sólveig María

    17. November 2013

    VÁ hvað ég væri til í einn fallegan Maur. Hann myndi smellpassa inn í forstofu hjá mér :)

  289. Íris Dögg Einarsdóttir

    17. November 2013

    Til hamingju með afmælið

    Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona leik !!!
    Ég bara verð að fá þennan stól í Studioið mitt.

  290. Björk Bryngeirsdóttir

    17. November 2013

    Dásamlega fallegur stóll sem að myndi passa vel sem lokapúslið í púsluspilið við eldhúsborðið :)
    Krossa putta að þessi verði minn :)

  291. Lilja Dögg

    17. November 2013

    hmm..hef ekki hugmynd hvar ég myndi setja blessaðann stólinn! ætli hann yrði ekki mátaður þangað til réttur staður myndi finnast ;)

  292. Sigþrúður Sæmundsdóttir

    17. November 2013

    Þessi dásamlegi stóll er einmitt það sem vantar við fallega Tekkborðið mitt og væri sá fyrsti af 6 :)

  293. Þórdís V. Þórhallsdóttir

    17. November 2013

    Þessi stílhreini og fagri stóll myndi vera fínn hjá mér í mínu opna eldhúsi/stofu, þar sem hann stæði sem listaverk þegar hann væri ekki í notkun á milli í þessu opna rými.

  294. Ármey Óskarsdóttir

    17. November 2013

    glæsilegir stólar hann sómi sér hvar sem er :)

  295. Kristín Óskarsdóttir

    17. November 2013

    Kristín Óskarsdóttir – OMG er það eina sem ég get sagt haha hversu mikil snilld væri það að vinna þennan fallega stól, myndi að sjálfsögðu setja hann á einhvern sérstakann stað þegar ég flyt í mína fyrstu íbúð :)

  296. Inga Rán

    17. November 2013

    Gullfallegur stóll sem mætti yrði svo velkomin heim til mín!
    Ég myndi láta hann standa einn og sér og leyfa honum að njóta sín þannig!

    Krossa fingur!

  297. Eva María Árnadóttir

    17. November 2013

    Framtíðarborðstofan mun skarta hvítum stólum úr mismunandi áttum. Eins og staðan er í dag þá er eitt stykki af hvítum Eiffel með viðarlöppum hálf einmana og sárvantar félaga. Herra Maur væri tilvalinn til að veita honum félagsskap.

  298. Steinunn Ósk Valsdóttir

    17. November 2013

    Fallegur stóll sem myndi fara extra vel við snyrtiborðið mitt… Ótrúlega skemmtilegt blogg sem er gaman að fylgjast með!

  299. Diljá Björg Þorvaldsdóttir

    17. November 2013

    Svona stóll er listaverk og myndi sóma sér vel heima hjá mér. Hann yrði í mjög góðum höndum og yrði elskaður :) Auðvitað myndi hann var á mest áberandi stað þar sem hann fengi að njóta sín xx

  300. Sóley

    17. November 2013

    VÁ ! Hversu GAMAN væri að fá að eignast þennann hönnunarstól. Ég er í skóla í Denver að læra Fatahönnun, ég bý á 27.hæð með útsýni yfir Denver og myndi stilla honum upp við gluggann.
    Draumur !!!
    Elska hugmyndirnar þínar og bloggið þitt

  301. Hólmfríður Kristín Árnadóttir

    17. November 2013

    Þessi Maur er eini maurinn sem er velkominn inná mitt heimili. Hjartans þakkir.

  302. bryndís stefánsdóttir

    17. November 2013

    Vá en þvílíkt veglegir vinningar !! en þessi stóll væri fullkominn við borðstofuborðið mitt við fallega sýkið mitt hérna í alkmaar !

  303. Svanhildur Skúladóttir

    17. November 2013

    Til lukku með fjögurra ára afmælið! :) Takk fyrir frábært og fróðlegt blogg sem hefur lengi verið einn af föstu punktunum í bloggrúntinum og klárlega í topp 5 uppáhalds :)

    Það hefur verið á stefnuskránni að safna saman í ósamstætt safn af fallegum og klassískum borðstofustólum og Maurinn yrði frábær byrjun á slíku safni. Þar sem hann yrði sennilega helst til einmana svona til að fyrst til að byrja með þá myndi ég sennilega stilla honum upp í eldhúsinu/forstofunni minni þangað til hann hefði eignast einn til tvo vini til viðbótar :)

  304. Klara Hjartardóttir

    17. November 2013

    Maurinn myndi njóta sín einn og sér í forstofunni í nýju litlu fallegu íbúðinni minni á Álfaskeiði í Hafnarfirði ♥ ARNE JACOBSEN

  305. Ólöf

    17. November 2013

    Ekkert smá flottur stóll!! ég myndi setja hann við skrifborðið þangað til ég myndi byrja að búa :)
    p.s. væri ekki leiðinlegt að fá svona flottan stól í afmælisgjöf :)

  306. Óli (ekki Helgi)

    17. November 2013

    Ég á skilið þennan stól! ÉG ER LÍKA TVÍBURI, KOMA SVOOOO .. knús og kærleikur!!

  307. Stefanía Rós Th. Karlsdóttir

    17. November 2013

    Vá hvað ég væri til í maurinn í safnið mitt :-)

  308. Arna þrándardóttir

    17. November 2013

    Ég væri til í maur í eldhúsið, stofuna, svefnherbergið, forstofuna og hvar sem er í húsinu. Dásamlega falleg hönnun.

  309. Sunna Dís Hjörleifsdóttir

    17. November 2013

    Yndis! Myndi stilla þessum fína fína Maur undir uppáhalds myndinni minni og raða öllum fínu skónum mínum sitthvoru megin við hann <3

  310. Helga Björnsdóttir

    17. November 2013

    Það er alltaf gaman að eiga fallega stóla, held að hann færi vel við gamla skattholið mitt.

  311. Birna Rún

    17. November 2013

    Hönnun Arne Jacobsen er ótrúlega falleg og timalaus og sómir sér í raun hvar sem er.
    Ég myndi setja minn í forstofuna sem er í yfirhalningu hjá mér, gæti trúað því að hann yrði fallegur með antíkspeglinum sem ég erfði eftir afa minn

    Annars vildi ég óska þér til hamingju með árin 4, bíð alltaf spennt eftir færslum frá þér :-)

  312. Bríet

    17. November 2013

    Myndi hafa hann í stofunni :)

  313. Guðbjörg Lilja

    17. November 2013

    Langar svo í þennan stól, ég sé hann fyrir mér við eldhúsborðið mitt. Ef ekki þar þá við skrifborðið eða jafnvel í svefnherberginu! Hann getur í raun og veru verið allsstaðar því hann er svo klassískur og passar við allt.

  314. Margrét Ólöf

    17. November 2013

    Með stjörnur í augunum yfir þessum! ótrúlega flottur vinningur sem ég væri svo glöð að eiga ! :D

  315. Gréta María

    17. November 2013

    vá hvað ég væri til í einn maur ! ég myndi stilla honum upp við eldhús/borðstofuborðið mitt þar sem að einn stóll brotnaði hjá mér um daginn og mig vantar einhvern í hans stað:)

  316. Hrönn Ljótsdóttir

    17. November 2013

    Þessi fallegi stóll myndi sóma sér vel á æskuheimilinu mínu sem ég flyt í í febrúar 2014 :)

  317. Inga Samantha Sigurðardóttir

    17. November 2013

    Hann myndi lúkka svo vel inní svefnherbergi eða inní stofu ;)

  318. Hulda Magnúsdóttir

    17. November 2013

    Þessi færi klárlega í eldhússtólasafnið mitt sem ég er að byrja á! Svo guðdómlega fallegur <3

  319. Arna Kristjánsdóttir

    17. November 2013

    Framtíðarheimilið mitt mun sko njóta þess að hafa Arne stól/a.. Draumur í dós þessir maurar :o)

  320. Anna Gerður Ófeigsdóttir

    17. November 2013

    Þessi væri fullkominn inn í heimaskrifstofuna, þá væri kannski skemmtilegra að sitja þar inni og læra fyrir jólaprófin!! ;)

  321. Hafdís Jónsdóttir

    17. November 2013

    Þessi yrði flottur í herberginu mínu :)

  322. Ellen Gunnars

    17. November 2013

    Drauma stólinn,draumurinn yfir höfuð myndi stilla honum upp í stofuni enda myndi hann njóta sín í botn þar…ein flottasta hönnun sem ég veit um og úr uppáhaldsbúðini

  323. Guðrún Margrét

    17. November 2013

    Hann fengi sko sess við borðstofuborðið mitt :)

  324. Arna Íris

    17. November 2013

    Æðislega fallegur, myndi líklega setja hann við endann á borðstofuborðinu í bland við gömlu og nýju stólana sem þar eru fyrir :)

    • Arna Íris

      17. November 2013

      …og ég á einmitt afmæli 1.des!! :)

  325. Guðný Sigurðardóttir

    17. November 2013

    Búin aðvera aðleita að borðstofustólum í nokkra mánuði við póleraða borðstofuborðið mitt, held að þeir séu fundnir- þetta er svarið

  326. Begga Veigars

    17. November 2013

    Ég er með alveg fullkomin stað í stofunni hjá mér í nýju íbúðinni minni sem bíður eftir maurnum!! Myndi njóta sín í tætlur þar :D
    Æðislegt blogg hjá þér og til lukku með 4 árin enn og aftur! Hlakka til næstu 4 ára ;)

  327. Karen Emilsdóttir

    17. November 2013

    Maurinn væri flottur í stofuna mína. Mig dreymir um að eignast hann.

  328. Dóra Eldjárn

    17. November 2013

    Úff, ég myndi svo mikið. Þessi er draumurinn!

  329. Kristín Hulda Bjarnadóttir

    17. November 2013

    Þetta eyecandy fengi að dekra við bossann minn hérna við snyrtiborðið eða fastan sess í fatahengið fyrir allra augu að sjá ;)

  330. Guðrún Andrea Maríudóttir

    17. November 2013

    Myndi hafa hann við borðstofuborðið :)

  331. Ellen Dröfn Gunnarsdóttir

    17. November 2013

    ég myndi setja hann við eldhúsborðið :)

  332. Gunnhildur Emils

    17. November 2013

    Vá þvílíkir vinningar í boði :) Þessi maur myndi hjálpa mér að komast í gegnum síðustu önnina mína í BS náminu mínu. Hann myndi passa fullkomnlega inn í svarthvíta lærdóms eldhúsið mitt og lífga það svo sannarlega upp svo fallegur :)

  333. Hjördís

    17. November 2013

    mig sárvantar þennan fallega stól í forstofuna mína svo ég geti lagt frá mér töskuna mína eftir daginn á hann :)

  334. Borgrún Alda Sigurðardóttir

    17. November 2013

    Ég get einfaldlega ekki gert upp við mig hvar ég myndi staðsetja maurinn, held að ég þyrfti að fá að prófa hann út um allt. En ætli það yrði ekki stofan að lokum þar sem hann yrði hvað sjáanlegastur. Hann myndi njóta sín afar vel þar, einn og sér finnst mér hann svo fallegur :-) Ps. Takk fyrir skemmtilegt blogg!

  335. Elín Árnadóttir

    17. November 2013

    Ég myndi setja hann í stofuna :) rosalega fallegur.. er í uppáhaldi !

  336. Þóra Magnea

    17. November 2013

    Mikið finnst mér þessi stóll fallegur. Ég sé hann fyrir mér í stofu/borðstofu hjá mér. Það yrði draumur ef ég myndi eignast þessa dásemd. Og takk fyrir skemmtilegt blogg :-)

  337. Unnur Ósk Pálsdóttir

    17. November 2013

    Það sem ég væri til í að eignast þennan fallega stól í fallegum lit. Hann myndi eflast koma vel út við endann á borðstofuborðinu mínu (sem stendur á milli eldhúss og stofu) þar sem allir geta notið þess að horfa á hann :)

  338. Viktoria

    17. November 2013

    Maurinn hann er svo skemmtilegur og svo stílhreinn. Hann myndi lúkka svo vel í forstofunni taka á móti fólki eða kveðja það fyrir neðan Krummann minn á veggnum. Stóllinn myndi svo sannarlega passa skemmtilega inn hérna á heimilinu :)

  339. Hólmfríður Ása

    17. November 2013

    Mjög töff stóll,sem myndi sóma sér einsaklega vel við eldhúsborðið :-)

  340. Erla Jónatansdóttir

    17. November 2013

    Vá hvað ég væri til í einn litríkan maur. Hef verið skotin í stólunum hans Arne Jacobsen í mörg ár svo ekki sé minnst á aðdáun mína á Epal. Stóllinn fengi að vera á besta stað í stofunni og fá að njóta sín þar sem svona fínn stóll á ekkert erindi við borðstofuborðið mitt. Innilega til hamingju með 4 ára afmælið, það er alltaf jafn skemmtilegt að líta hér við. Hlakka til að fygjast áfram með.

  341. Karen María

    17. November 2013

    Þessi draumastóll yrði algjör draumur í draumaíbúðina

  342. Sólrún Reginsdóttir

    17. November 2013

    Þvílíka raunsar gjöf! :)

    Það væri þvílík dásemd að eiga slíka gersemi. Ætli ég myndi ekki stilla honum upp við borðstofuborðið þar sem hann myndi gleðja mig óendanlega mikið.
    Maurinn sem ég er svo bilað mikið til í !

    Kærar þakkir fyrir frábært blogg og til hamingju með árin fjögur !

    Hlý kveðja,
    Sólrún

  343. Inga Kristín

    17. November 2013

    VÁ þetta var hin fullkomna jólagjöf handa mér! Ég myndi hafa stólinn í stofunni sem stól á móti sófanum, þar sem ég er ekki með neinn slíkann.

  344. Snædís

    17. November 2013

    Dásamlega hönnun sem færi stofunni minni vel xx

  345. Árni Magnússon

    17. November 2013

    Þessir stólar eru algerlega tímalausir, eins og reyndar öll hönnun frá AJ.

  346. Edda Andradóttir

    17. November 2013

    Dóttir mín er að verða 17 ára og ég myndi gjarnan vilja að hún eignaðist þennan stól sem myndi svo fylgja henni alla tíð. Hann myndi því fara í herbergið hennar og sóma sér vel þar.

  347. þorgerður Malmquist

    17. November 2013

    Maurinn er einfaldlega heiðurssæti, svo einfalt er það nú !!

  348. Guðrún Kristín

    17. November 2013

    Hann væri draumur við borðstofuborðið!

  349. Ása Arnþórsdóttir

    17. November 2013

    Vá þetta er svo fallegur stóll :) Hann myndi una sér vel í eldhúsinu mínu :)

  350. Eva

    17. November 2013

    ég yrði glaðasti maurinn í öllum bænum <3

  351. Sif Ólafsdóttir

    17. November 2013

    Æðislegur stóll :)

  352. Dagný Björg

    17. November 2013

    Jidúdda! Það er aldeilis aðalvinningur! Sjálfsögðu er maður með þig og Epal á facebook. En ekki hvað?

    Ef maurinum tekst að skríða upp stigan heim til mín á þriðju hæð ætli ég leyfi honum ekki að planta sér fyrir framan skrifborðið mitt þar sem ég á ófáar stundir við að stúdera hönnun, teikna, blogga og skoða lífið á netinu. Ég held ég yrði ennþá duglegri ef ég sæti á maur!

  353. Sigríður Ösp Arnarsd.

    17. November 2013

    Þessi myndi sóma sér vel í stofunni minni!! <3

  354. Anna Kristín

    17. November 2013

    vá æði ég vil maur í betri stofuna

  355. Melkorka Hrund Albertsdóttir

    17. November 2013

    váhá! Mundi alls ekki hata það að fá Maurinn!! Ég mundi hafa hann í anderinu hjá mér! Mundi alveg setja punktin yfir iið!

  356. Sólveig Arna Friðriksdóttir

    17. November 2013

    Ég verð bara að taka þátt í þessum leik. Ég get sko alveg tekið það að mér að hýsa svona stól.

  357. Sara Sigurlásdóttir

    17. November 2013

    Takk fyrir frábæra bloggsíðu sem hefur veitt mér mikinn innblástur um hvernig mitt heimili mun verða.

    Þar sem ég bý erlendis og hef verið í námi hef ég enn ekki getað byrjað að safna neinum húsgögnum.
    En ég læt mig þó dreyma og væri því maurinn tilvalinn sem mitt fyrsta! Ég myndi hugsa mér hann í andyrinu þar sem hann blasir við gestum sem koma inn á mitt framtíðarheimili :)

  358. Sigríður Björk

    17. November 2013

    Fallegur gripur fær besta staðinn í stofunni.

  359. Adda Soffia

    17. November 2013

    Sko, tar sem eg er med nett stólablæti, og sérstaklega fyrir svörtum stólum, þá færi þessi einsaklega vel við eldhúsbordid mitt med svarta ghost stólnum mínum, nú eda inni i stofu med svarta Eames ruggustólnum…æj hann myndi bara sóma sér vel hérna hjá mer, ég myndi hugsa vel um hann! :)

  360. Andrea Magnúsdóttir

    17. November 2013

    Maurinn er fallegur hvar sem er í hvaða lit sem er. Ég sé hann fyrir mér í forstofunni, í svefnherberginu, í barnaherbergi, í stofunni, í eldhúsinu, inn á baði, í búðinni minni, á saumastofunni :)
    Ég get hreinlega ekki ýmindað mér stað sem klæðir hann ekki :) Ég er líka alltaf að breyta til svo að maurinn yrði farands maur hjá mér :)

    XoXo
    A

  361. Íris

    17. November 2013

    Vá! þessi færi afar vel í stofunni minni :)

  362. Bryndís Lára

    17. November 2013

    Held hann myndi sóma sér einstaklega vel við snyrtitiborðið mitt:)

  363. Hanna Soffía

    17. November 2013

    Mikið væri ég til í að vinna þennan fallega stól ! Hann mundi fara vel í stofunni :D

  364. Bryndís Lára

    17. November 2013

    Held hann myndi sóma sér afskaplega vel við snyrtiborðið mitt:)

  365. Sandra laxdal

    17. November 2013

    Æðislegur – myndi hafa hann við borðstofuborðið með sjöunum og teak stólunum :)

  366. Heiðbjört Gylfadóttir

    17. November 2013

    Draumurinn er að eignast 4 svona stóla í eldhúsið, þeir eru svoooo fallegir. Er byrjuð að safna fyrir hinum þrem ;)

  367. Aldís

    17. November 2013

    Svo dásamlega falleg hönnun sem mundi sóma sér hvar sem er á heimilinu, ætli ég myndi ekki hafa hann í anddyrinu, takandi á móti fólki, ekki amalegt að það fyrsta sem maður myndi sjá væri slík fegurð !

  368. Sunna

    17. November 2013

    Ég get ómögulega ákveðið hvar ég myndi stilla upp svona grip án þess að horfa á hann heima hjá mér í smá stund fyrst. Ég myndi mögulega hafa hann í eldhúsinu, en ég er ekki viss um að hann fari þar. Ég myndi líka geta hugsað mér að hafa hann í svefnherberginu, mér finnst nauðsynlegt að hafa stól þar og það skemmir ekki fyrir að hafa fallegan stól í svefnherberginu. Hann myndi örugglega byrja þar á meðan önnur staðsetning þar sem hann fengi að njóta sín betur væri íhuguð.

  369. Elín Bríta

    17. November 2013

    mmm fullkominn! Hann myndi sóma sér vel við hliðina á Chair One við borðstofuborðið!

  370. Halldóra Júlía

    17. November 2013

    Flottur :) Hann mundi sóma sér vel inni í svefnherbergi :)

  371. Thelma

    17. November 2013

    Gvvvuð þetta er svo falleg hönnun! Ég myndi hafa Maurinn inn í anddyri þar sem þetta er fínerí sem má ekki framhjá neinum fara!

  372. Steinunn Thorlacius

    17. November 2013

    Þessk dásemd fær heiðurssæti

  373. Agnes Ýr Arnarsdóttir

    17. November 2013

    Þessi myndi smellpassa inn í nýju íbúðina!

  374. Guðrún H Arnljotsdottir

    17. November 2013

    Mundi hafa hann með flottu sjö ungum mínum eða gefa dóttir minni hann i afmælisgjöf hun a einmitt afmæli 1.des

  375. Hildigunnur M. Kristinsd

    17. November 2013

    Svo fallegur.. Hann myndi sennilega vera best geymdur inní svefnherberginu hjá mér ;-) sem algjört spari.

  376. Eva Hrönn Hlynsdóttir

    17. November 2013

    Þessi stóll væri fullkominn í forstofuna mína :)

  377. Ebba Særún

    17. November 2013

    Vá hann er æðislegur:) myndi elska að hafa hann inni hja mer:)

  378. Kristín Alma

    17. November 2013

    Hann yrði fullkominn við litla eldhúsborðið mitt :)

  379. Dagný Erla Ómarsdóttir

    17. November 2013

    Frábær og spennandi gjafaleikur :) Þessi stórglæsilegi stóll myndi sóma sér vel í 100 ára gamla húsið sem ég og kærastinn vorum að kaupa okkur, hvar er ég ekki alveg viss en hann myndi samt passa hvar sem er :)
    Takk fyrir skemmtilegt blogg Svana, hér er svo sannarlega hægt að sækja sér innblástur

  380. Margrét Pálsdóttir

    17. November 2013

    Þessi stóll myndi sko fá mjög fallegt og sérstakt hlutverk í stofunni. Aðalega mér til augnyndis og til að hafa við píanóið. Fallegir stólar, falleg hönnun ;)

  381. Sonja Sól Guðjónsdóttir

    17. November 2013

    Þessi væri æðislegur við borðstofuborðið heima í litlu sætu íbúðinni okkar :)

  382. Magnea Harðardóttir

    17. November 2013

    Arne fengi heiðursess í stofunni :)

  383. Halldóra S. Ágústsdóttir

    17. November 2013

    Ef ég fengi einn svona stól að gjöf þá mundi ég byrja að safna þeim til að nota sem stóla við borðstofuborð í gömlu húsi sem ég er að gera upp.

  384. Kristín Helga Schiöth

    17. November 2013

    Mikið er hann nú fínn. Hugsa að ég myndi stilla honum upp í stofunni hjá tengdaforeldrunum sem myndu glöð hugsa um hann þar til ég sný aftur úr námi í Danmörku.

  385. Helga Halldórsdóttir

    17. November 2013

    Þessi myndi sóma sér vel heima hjá mér. Dýrka þennan hönnuð, einn sá allra flottasti. Takk fyrir skemmtilegt blogg :)

  386. Hildur Erla Gísladóttir

    17. November 2013

    Fyrst fengi hann að eiga sinn eigin stað og svo seinna meir vera hluti af fallega hernum, sem skipa borðstofustólana – sem prýða munu framtíðar íbúðina hjá mér og unnustanum! :)

  387. Elísa Jóhannsdóttir

    17. November 2013

    Þessi væri æði inn í borðstofu hjá mér.

  388. Hafdís

    17. November 2013

    Myndi setja hann hjá arninum uppi í sumarbústað, þar gæti ég svo setið og horft á fallegu síbreytilegu íslensku náttúruna.

  389. Berglind

    17. November 2013

    Þessi myndi sóma sér svo vel við skrifborðið eða heiðursæti við RISA borðstofuborðið!!!

  390. Hulda B Georgsdóttir

    17. November 2013

    Tímalaus hönnun sem sómir sér vel næstum hvar sem er, en minn færi inn í borðstofu sem vísir að fleirum.

  391. Thelma Gunnarsdóttir

    17. November 2013

    Ó hann er svo fallegur.

  392. Eva peva

    17. November 2013

    Mmmm hvern langar ekki i tetta bjuti :-) Er alv til i ad skipta a lakkrisnum ;-) hoho..knus, E

  393. Herdís Gunnarsdóttir

    17. November 2013

    Draumurinn er að fylla heimilið af tímalausri og fallegri hönnun og við borðstofuborðið langar mig að safna fallegustu stólum í heimi. Maurinn hefur lengi verið hluti af þessum draum og hann myndi ég setja við endann á borðstofuborðinu þannig að hann myndi annars vegar uppfylla notagildi sítt og hinsvegar vera fallegur skúlptúr sem hægt er að dást að úr setustofunni. Í framtíðinni munu svo vonandi t.d. sjöan og eams stólar veita maurnum félagsskap :) Takk kærlega fyrir frábært blogg

  394. Sara Ósk

    17. November 2013

    Hann myndi fá sérstakann stað í íbúðinni minni, þetta er bara svo miklu miklu meira en bara stóll! Mætti eiginlega segja að þetta sé listaverk! :)

  395. Birta Sæmundsdóttir

    17. November 2013

    Ef ég væri svo heppin að vinna þennan fallega, fallega stól myndi ég setja hann við eldhúsborðið þar sem hann fengi að njóta sín sem fallegasta húsgagnið á staðnum :)

  396. Katrín Fjeldsted

    17. November 2013

    Ég veit nákvæmlega hvar ég myndi setja hann…og það er í eldhúsið :)))

  397. Karen Dúa Kristjánsdóttir

    17. November 2013

    Hversu himinlifandi ég yrði.. Minn fengi heiðurssætið hvar sem hann yrði settur, – við eldhúsborðið kannski?

    Frábært bloggið þitt.

  398. Helga Margrét Gunnarsdóttir

    17. November 2013

    Algjörlega frábær verðlaun. Stóllinn yrði frábær við skrifborðið mitt í stofunni :)

  399. Vilborg

    17. November 2013

    Ómæ mikið væri ég til í að eignast þennan! Hann myndi byrja à að vera við píanóið eða þangað til dóttir mín eignast píanókoll og þà fara inn í eldhús :)

  400. Fjóla

    17. November 2013

    ó, himnesk verðlaun!!
    ef maður yrði svo heppinn að eignast þessa fallegu fallegu hönnun fengi hann sérstakan stað í svefniherberginu með gærunni :)

  401. Sara Rakel Hinriksdóttir

    17. November 2013

    Hann er bjútífúl!
    Ég myndi stilla honum upp í forstofunni þannig að hann færi ekki framhjá neinum sem kæmi í heimsókn!

    p.s. æðislega skemmtileg síða!

  402. Vilborg Edda Torfadóttir

    17. November 2013

    Myndi stilla honum upp í eldhúsinu og jafnvel splæsa í annan – vantar tvo nýja eldhússtóla!.. Væri yndislegt að vinna eitt stykki. kv, Edda.

  403. Helga B. Hjálmarsdóttir

    17. November 2013

    Ef ég myndi vinna svona stól þá myndi hann una sér best við eldhúsborðið hjá mér. En svo seinna meir sé ég hann fyrir mér við snyrtiborð eða eitthvað álíka!

  404. Anný Gréta Þorgeirsdóttir

    17. November 2013

    Þessi flotti stóll yrði glæsilegur í eldhúsinu mínu, í holinu eða jafnvel bara inni í svefnherbergi. Mig myndi örugglega dreyma betur ef ég myndi horfa á þessa klassík rétt áður en ég lokaði augunum ;)

  405. Elín Tryggvadóttir

    17. November 2013

    Ég myndi hafa hann í stofunni minni.

  406. Helena Roberts

    17. November 2013

    Þessi myndi sko sóma sér afbragðsvel við skallholið mitt ;)

  407. Þórunn Arnardóttir

    17. November 2013

    Þessi æðislegu stóll færi mjög vel hvar sem er en ég myndi setja hann í stofuna svo hann fengi að njóta sín :)

  408. Elísabet

    17. November 2013

    Ég myndi setja stólinn minn í holið við forstofuna, hann myndi njóta sín vel þar :)

  409. Karen Rúnarsdóttir

    17. November 2013

    Geggjuð verðlaun! :D

  410. Maríanna

    17. November 2013

    Oh langar ógó mikið í þennan en mér gengur ekkert að vinna neitt í svona leikjum.

    Bara vera með ;-)

  411. Sigurbjörg

    17. November 2013

    Sé hann alveg fyrir mér við ganginn hjá borðstofunni minni :)

  412. Inga Rós

    17. November 2013

    Ef ég yrði svo heppin að vinna myndi Maurinn fá að setjast að í setustofunni.

  413. Elva litla nammigrís ;o)

    17. November 2013

    Eins mikið og ég þoldi ekki maura á meðan ég bjó út í Danmörku þá er þessi Maur meira en velkominn heim til mín :o) Ég sé stólinn fyrir mér við borðstofuborðið eða í stofunni….kemur í ljós þegar ég flyt c”,)

  414. Sigga Ella

    17. November 2013

    Ef ég yrði svo heppinn að vinna, þá væri þetta heiðursæti hér og þar í íbúðinni, allt eftir því í hvaða stuði ég væri hverju sinni.

  415. Bára

    17. November 2013

    Hólí gvagamóli ! Maður getur ekki annað en freystað gæfunnar !!
    Þetta væri sko BESTA jólagjöf í heimi.

  416. Hulda Kristín

    17. November 2013

    Maurinn fær í forstofuna.

  417. Björg J.

    17. November 2013

    Maurinn sómir sér vel hvar sem hann er og hjá mér fengi hann að flakka reglulega milli herbergja því það er alltaf gaman að breyta til.

  418. Hildur Rut

    17. November 2013

    Þessi stóll er flottur alls staðar og þá sérstaklega myndi hann fara vel í stofunni minni : )

  419. Þóra Sigurðardóttir

    17. November 2013

    VÁ! ég er svo kjánalega spennt yfir þessu! Maurinn fíni myndi sóma sér sérstaklega vel við borðstofuborðið í litlu fínu í búðinni sem ég get vonandi flutt í sem fyrst – væri ekki amalegt að fyrsti stóllinn sem maður eignast í búið væri Maurinn :)

  420. Sigrún Þorsteinsdóttir

    17. November 2013

    Já takk þessi stóll á heima alls staðar :) hægt að hafa hann hvar sem er

  421. Birna Sigurbjartsdóttir

    17. November 2013

    Vává!! Bjútífúl – þessum myndi ég stilla við borðstofuborðið hjá mér.. veit að hann kæmi vel út þar :-)

  422. Lára Alex

    17. November 2013

    Flottur stóll sem myndi sóma sér vel í vinnuherberginu mínu sem ég á eftir að setja í stand.

  423. Bjargey Ósk Stefànsdóttir

    17. November 2013

    Þú ert sannarlega smekk manneskja – enda hefur það löngu sýnt sig og sannað. Maurinn er einn fallegasti stóll sem ég veit um og er draumurinn að eignast einn ef ekki fleiri slíka! Það er sannarlega heppin manneskja sem fær þennan vinning :)

  424. Vigdís Bjarnadóttir

    17. November 2013

    Afskaplega fallegur og klassískur stóll, myndi sóma sér vel hérna heima hjá mér!

  425. Ásdís Björk Jónsdóttir

    17. November 2013

    Ég myndi setja þennan fallega stól við skrifborðið mitt sem stendur í stofunni. Þar myndi hann njóta sín vel :)

  426. Steinunn Hjartardóttir

    17. November 2013

    Ég elska tímalausa hönnun, stóllinn fengi sinn stað í stofunni minni :)

  427. Olga S W Stefánsdóttir

    17. November 2013

    Falleg hönnun og einn af mínum uppáhalds hönnuðum. Fær vel við enda á borðinu ( matborðinu) sem tengir eldhúsið og stofuna okkar saman í húsinu sem við erum að gera upp hér í Svíþjóð.

  428. Unnur Erlendsdóttir

    17. November 2013

    Vaaaaááá, þetta yrði sko jólagjöfin í ár! Þessi væri fullkominn við einn auðann hvítann vegg sem ég er búin að vera með valkvíða yfir hvað ég á að gera við. Hvítur veggur útfrá stofunni, við lítinn gang inn að svefnhverberginu…hann á bara heima þar.

  429. Haukur Þórðarson

    17. November 2013

    í stofunni, klárlega!

  430. Arna Mekkín

    17. November 2013

    Jemundur minn stólapervertinn ég fékk bara í magann við tilhugsunina um svona jólagjöf!
    Ég sé þennan stól fyrir mér við snyrtiborðið sem ég var að dunda mér við að gera upp.
    Þetta er alvöru!

  431. Sandra Steingrímsdóttir

    17. November 2013

    Svo fallegur Maurinn! Hann fengi sko að njóta sín vel á mínu heimili :)

  432. Unnur Sverrisdóttir

    17. November 2013

    Væri sko ekki amalegt að vinna Maurinn! :))

  433. Unnur Skúladóttir

    17. November 2013

    Ótrúlega fallegur stóll sem ég myndi hafa inni í stofunni hjá mér:)

  434. Hildur V

    17. November 2013

    Þessi myndi fá heiðurshornið í stofunni minni :)

  435. Andrea Kristinsdóttir

    17. November 2013

    Hann er alveg sjúklega flottur. Ég myndi klárlega setja hann við borðstofuborðið mitt við hliðina á svarta (Vitra)Eames stólnum mínum í staðinn fyrir gamla brotna stólinn minn sem ég er alltaf að banna fólki að setjast í :)

  436. Stefanía Guðmundsdóttir

    17. November 2013

    Tímalaus hönnun sem sómir sér allsstaðar í húsinu

  437. Sigþrúður Blöndal

    17. November 2013

    Þessi fengi að vera í borðstofunni minni, vantar bara nokkra til viðbótar;)

  438. Edda Sveinbjörnsdóttir

    17. November 2013

    Vá – geggjuð verðlaun! – ég myndi hafa stólinn við stofuborðið hjá mér .. þessi myndi sóma sér vel í nýju íbúðinni minni :)

  439. Anna Margrét

    17. November 2013

    þessi myndi fullkomna room 606 þemað mitt :)

  440. Helga Marie Þórsdóttir

    17. November 2013

    Þessi fallegi stóll fengi að vera við eldhúsborðið eða skrifborðið

  441. Jónína

    17. November 2013

    Ég myndi stilla upp þessum fallega stól við tölvuborðið í stofunni þar sem hann fengi að njóta sín. Krosslegg fingur og fætur og allt sem hægt er að krossleggja!!

  442. Berglind Ósk

    17. November 2013

    Þessi stóll fengi besta stað á tilvonandi íbúðinni minni. Akkúrat hönnun og stíll að mínu skapi :)

  443. Ellen María Bergsveinsdóttir

    17. November 2013

    Mig dreymir um þennan stól við eldhúsborðið mitt :) Það yrðu allar máltíðir dásamlegar á þessum stól

  444. Emilía Einarsd.

    17. November 2013

    Ég og mamma mín erum með ótrúlegan áhuga á fallegum stólum og þessi er einfaldlega fullkominn! Það væri ógeðslega gaman að geta gefið henni svona undurfagran stól í jólagjöf <3 Svo þessi stóll er meira en vel þeginn!!!

  445. Ásta Heirún Stefánsdóttir

    17. November 2013

    Hann mundi sóma sér vel í holinu í miðju hússins. Þessi stóll er hrein snilld.

  446. Sif Aradóttir

    17. November 2013

    Algjörlega einn af draumastólunum! Myndi sóma sér vel stakur í anddyrinu eða ásamt öðrum stólum við borðstofuborðið, draumurinn er að safna mismunandi stólum í sama lit.

    Glæsileg verðlaun fyrir þann heppna :) Til lukku með árin 4, frábær síða!

  447. Helga Björg

    17. November 2013

    Er mikill aðdáandi danskrar hönnunar og er Arne Jacobssen einn af mínum uppáhalds. Gæfi mikið fyrir Maurinn inní stofu hjá mér til að fríkka uppá heimilið <3

  448. Steffy

    17. November 2013

    Maurinn væri fullkominn í forstofuna mína!;)

  449. Erna Dís

    17. November 2013

    Glæsilegur vinningur! Mikið yrði ég glöð að geta stillt þessum draumastól upp á fallegan stað í stofunni hjá mér :)

  450. Rósa María Sigbjörnsdóttir

    17. November 2013

    Þessi fengi gott stæði í stofunni eða inni í bókaherbergi

  451. Hólmfríður

    17. November 2013

    Ég myndi líklega hafa hann við skrifborðið :)

  452. Katla Hrund Karlsdóttir

    17. November 2013

    Hæ Svana :)

    Svart á hvítu hefur verið upphafs- (og uppáhalds) síðan mín frá árinu 2010 og veitir mér innblástur fyrir heimilið á hverjum degi! Ég yrði afar þakklát ef ég fengi fallega Maurinn og myndi alsæl nota hann við eldhúsborðið mitt :)

    Bestu kveðjur og takk fyrir frábært blogg!

  453. Unnur Helga Hjaltadóttir

    17. November 2013

    Yrði flottu við skrifborðið sem er stóllaust núna :)

  454. Íris Björg

    17. November 2013

    Já takk fyrir <3 Maurinn yrði GEGGJAÐUR í borðstofunni minni :)

  455. Helena Ósk Óskarsdóttir

    17. November 2013

    Ég myndi setja hann í svefnherbergið, svo falleg hönnun :)

  456. Auður M Guðmundsdóttir

    17. November 2013

    JÁ TAKK!
    Dásamlegur er hann
    Hann myndi sóma sig ansi vel einn og sér við vegg í stofunni minni eða inn í svefnherbergi

    Til lukku með árin fjögur, ég elska SVARTÁHVÍTU!

  457. Eva

    17. November 2013

    Svo flottur!
    Hann myndi sóma sér vel í stofunni minni :)

  458. Hildur

    17. November 2013

    Algjört draumastykki, myndi sóma sig vel í kaffihorninu á vinnustofunni!

  459. ragnhildur skuladottir

    17. November 2013

    Geggjað flott honnun sem myndi sóma sér í stofunni minni…enda eftir snilldar hónnuð

  460. Þórunn Vilmarsdóttir

    17. November 2013

    Þetta augnayndi færi annað hvort uppí hillu nú eða í forstofuna ;)
    Pant fá maur í snemmbúna jólagjöf! #krossaputta

    Þórunn Vilmarsdóttir

  461. Hrund Ólafsdóttir

    17. November 2013

    Yndis hönnun á yndis bloggi!

    Hann fengi að standa ansi tignarlegur í verðandi íbúðinni minni þar sem ég hef ekki fjárfest í mikið af húsgögnum hingað til. pörfekt!

  462. Guðbjörg

    17. November 2013

    Já takk. Fyrsta og örugglega eins skiptið sem ég tek þátt í svona leikjum, en hvernig er annað hægt!

  463. Sandra Dögg Vignisdóttir

    17. November 2013

    Vá en flott gjöf!!!!
    Ég mundi klárlega stilla dásemdinni upp við fallega gamla skrifborðið í holinu mínu. Þannig sjá hann líka allir sem koma í heimsókn :)

  464. Helga T.

    17. November 2013

    Væri mikið til í þennan fallega stól sem myndi sóma sér vel í forstofunni og tæki þar á móti heimalingum og gestum :-)

  465. Jana Katrín Knútsd.

    17. November 2013

    Svo fallegur! Ég kæmi honum fyrir á góðum stað í stofunni í nýju íbúðinni – fyrir allra augum :)

    Til hamingju með árin fjögur, alltaf skemmtilegt og fróðlegt að fylgjast með!

  466. Bergþóra Hulda

    17. November 2013

    Takk fyrir æðislegt blogg !

    Þessi stóll myndi vera flottur í stofunni minn :)

  467. Þóra Björk Waltersdóttir

    17. November 2013

    Svona flottheit eiga heima við eldhús/borðstofuborðið mitt ;)

  468. Kristín Gunnarsdóttir

    17. November 2013

    Svart á hvítu er klárlega eina bloggið sem ég verð alltaf að skoða, skemmtilegt og fullt af flottum og góðum hugmyndum, Innilega til hamingju með árin fjögur og alls ekki hætta ert algjörlega meðetta!
    Svona yndislegur maur myndi sóma sér ansi vel við hliðina á gamallri tekk kommóðu inní stofu þar sem hann fær að njóta sín :)

  469. Karen Sif Jónsdóttir

    17. November 2013

    Það sem ég væri þakklát fyrir þennan fallega stól. Ég er nýbúin að kaupa mér íbúð og er enn að koma mér fyrir. Ég held að ég myndi annað hvort hafa hann inní forstofu eða á ganginum. <3

  470. Rósa María Árnadóttir

    17. November 2013

    Ef ég væri svo heppin að eignast Maurinn gæti ég séð fyrir mér að ann væri ofsalega fallegur við eikarskrifborðið mitt eða bara einn og sér í horninu við spegilinn í svefnherberginu:)

  471. Katrín Björg Hannesdóttir

    17. November 2013

    Vá, frábært stóll! sá þessa síðu núna og ég er ástfangin! frábær síða! Frábær hönnun! Ég væri svo sannarlega til í svona fallega hönnun! :)

  472. Bergþóra Bergsdóttir

    17. November 2013

    Hann er svo geðveikur!! Myndi svo sannarlega taka sig vel út í herberginu mínu, eða jafnvel einn og sér í stofunni :)

  473. Ásdís Geirsdóttir

    17. November 2013

    Æðisleg hönnun!

  474. Linda Ósk

    17. November 2013

    já takk það væri frábært. maurinn er ótrúlega fagur :)

  475. Þórdís Valsdóttir

    17. November 2013

    Væri svo mikið til í þennan stól við borðið hér heima :)

  476. Rúna Ásmundsdóttir

    17. November 2013

    Ó hvað þessi undurfallegi stóll væri flottur við Valbjarkar borðstofuborðið mitt! Alger draumur :)

  477. Oddný Ása

    17. November 2013

    Ég myndi stilla honum inní svefnherberginu hjá mér. Væri ekki leiðinlegt að hafa svona fallegan hlut fyrir augunum þegar maður fer í háttinn og hvað þá þegar maður vaknar á morgnana, dagurinn yrði klárlega betri við það ;) btw. Takk fyrir æðislegt blogg :)

  478. Jórunn

    17. November 2013

    Þessi fallegi stóll myndi standa við píanóið í stofunni.

  479. Guðrún I Svansdóttir

    17. November 2013

    Dásamlegur! Flyt 1. des og hann færi vel hvar sem er í húsinu :)

  480. Rakel Ósk

    17. November 2013

    Einu sinni voru maurar á labbi. Síðan kemur fíll að þeim og skítur og einn maurinn grefst undir öllum skítnum. Þrem tímum síðar nær hann að grafa sig upp og öskrar yfir allan hópinn. ” Á! beint í augað.
    En þessu fágaði maur fengi að vera fagurprúður við borðstofuborðið mitt.

  481. Hólmfríður Magnúsdóttir

    17. November 2013

    ó guð! Ég er í sjokki hvað þetta er glæsilegur vinningur.. Ef svo ólíklega vildi til að ég myndi vinna þá myndi ég stilla honum upp í einu af horninu á stofunni minni í fínu stúdentaíbúðinni (mjög námsmannalegur stóll hah) með fallegum lampa.. Svo myndi ég auðvitað passa hann eins og gull og kenna 10 mánaða dóttur minni slíkt hið sama, hún fengi þó að prófa að sitja á honum í stutta stund af og til, til hátíðabrigða ;)

  482. Guðrún Jóna Valgeirsdóttir

    17. November 2013

    Þessi stóll fengi besta staðinn í stofunni hjá mér! Hann er guðdómlegur :)

  483. Júlía Skagfjörð

    17. November 2013

    Ji Maurinn er einn fallegasti stóll sem til er. Hef lengi verið aðdáandi Arne Jacobsen og að hugsa sér að maður gæti átt möguleika að vinna svona glæsilegan stól er frábært. Hann myndi að sjálfsögðu fá besta plássið í bænum, við borðstofuborðið mitt í nýrri íbúð :)

  484. Bjarki Már Viðarsson

    17. November 2013

    Þessi klassíska og tímalausa hönnun kæmi vel út í piparsveinaíbúðinni minni.

  485. Helga Guðrún Magnúsdóttir

    17. November 2013

    Hann færi í eldhúsið:)

  486. Sigrún Gísladóttir

    17. November 2013

    Glæsileg hönnun. Hann getur verið hvar sem er þessi elska meiri segja inná klósetti hann er flott hvar sem er. Ég sé hann fyrir mér við hillusamstæðuna mína í stofunni þar sem hann mun taka vel á móti öllum gestunum mínum :)

  487. Anna Elín Jasonardóttir

    17. November 2013

    Mikid væri gaman ad eignast thennan fallega stól. Hann fengi heidurssæti í eldhúsinu :)

  488. Kristín María Gísladóttir

    17. November 2013

    Þennann mydni ég setja við eldhúsborðið með 7-unum mínum tveimur :) hann myndi fara svo vel með þeim bræðrum sínum :) Langflottasta hönnunin!

  489. Anna Guðný Andersen

    17. November 2013

    En frábær “lokavinningur” sem þú valdir, kemur nú ekki á óvart þar sem um mikla smekkmanneskju er að ræða! Ef ég yrði svo lánsöm að eignast Maurinn fengi hann að vera í stofunni minni… þar sem gestir og heimilisfólk fengi hans notið á hverjum degi :) risastórt like á Epal fyrir frabæra gjöf og ekki síst á þig Svana fyrir mikinn innblástur og hugmyndir að fallegum hlutum sem prýða heimili :)

  490. Áslaug María Jóhannsdóttir

    17. November 2013

    Vá enginn smá vinningur!

    Innilega til hamingju með árin fjögur. Svart á hvítu er blogg sem veitir manni svo sannarlega innblástur fyrir heimilið. Maurinn er svo dásamlega fallegur og myndi sóma sér vel í stofunni eða við borðstofuborðið þar sem fjölskyldan eyðir mestum tíma sínum.

    Takk fyrir frábært blogg öll þessi ár.

    Bestu kveðjur, Áslaug María

  491. Jóna Björg Jónsdóttir

    17. November 2013

    Jóna Björg Jónsdóttir
    Æðislegur stóll sem getur verið hvar sem er í stofunni :)

  492. Guðrún Björnsdóttir

    17. November 2013

    Þessi mundi sóma sig vel á mínu heimili

  493. Katrín

    17. November 2013

    Maurinn er algjörlega uppáhalds! Helst myndi ég vilja eiga fjóra svarta við eldhúsborðið mitt – kannski einn daginn :)

    Ég myndi setja einn svona fínan Maur í holið mitt þar sem hann myndi njóta sín vel – ég er alveg sammála þér, hann er svo fallegur að hann nýtur sín vel einn :)

    Takk fyrir frábært blogg! xx

  494. Kristbjörg Leifsdóttir

    17. November 2013

    Já takk

  495. Sigríður Hulda Árnadóttir

    17. November 2013

    Geggjað! Er lengi búin að láta mig dreyma um þennan gullfallega stól:D
    Ég held að hann myndi sóma sér vel á endanum á borðstofuborðinu mínu-brjóta það upp, en þá væri ég með 3 tegundir af stólum við borðið :)

  496. Rósa Margrét Húnadóttir

    17. November 2013

    Þessi stóll myndi sko sóma sér vel í borðstofunni minni :)

  497. Anna Soffía

    17. November 2013

    Vá! Þvílíkt rausnarlegur gjafaleikur! Takk fyrir frábærlega skemmtilegt og fræðandi blogg ég elska það svo mikið!!Ég þrái þennan stól og mundi hafa hann við tekk borðstofuborðið mitt þar sem ég er að safna allskonar fallegum mismunandi stólum-hann yrði FULLKOMINN þar :)
    kv.
    Anna Soffía Árnadóttir

  498. Kristrún Gunnarsdóttir

    17. November 2013

    Vá svo æðislegur stóll og veglegur vinningur!. Ef ég yrði svona heppin að eignast hann myndi ég líklegast setja hann við gamalt skrifborð sem er í stofunni hjá okkur og mér þykir svo vænt um og þar fengi hann að njóta sín.

  499. Bjarney Anna

    17. November 2013

    Stóllinn er náttúrulega hönnunardásemd og færi vel við borðstofuborðið á nýju heimili mínu :)

  500. Lofthildur Kristín Bergþórsdóttir

    17. November 2013

    Myndi svo sannarlega vilja Maurinn, hann myndi fara vel inn i í stofunni minni.

  501. Erla Þorbergsdóttir

    17. November 2013

    Æðislegur stóll! Ég myndi stilla honum upp við skrifborðið mitt, myndi án efa ganga mun betur í prófunum í desember með Maurinn fyrir framan skrifborðið :)

  502. Margrét Hegla Hallsdóttir

    17. November 2013

    Þetta er æðislegur stóll, langar hrikalega í einn svona. Ég hugsa að hann fengi að njóta sín í stofunni hjá mér :)

  503. Guðrún Hjörleifsd

    17. November 2013

    Arne Jacobsen á að mínu mati margar af fallegustu vörum í heimi ;) Þvílíkt veglegur vinningur hjá ykkur! :)
    Það yrði ekki leiðinlegt að eignast einn stól eftir hann ;) Ég á einmitt afmæli 2.des þannig að það yrði draumi líkast að fá svona fallega afmælisgjöf :)

  504. Sara Sjöfn Grettisdóttir

    17. November 2013

    Það er nauð nauðsynlegt fyrir alla hönnunarunendur að eiga hlut eftir Arne Jacobsen. Ég mundi hafa maurinn sem part af stofunni, ég er með vinnusvæði/skrifborð sem er partur af stofunni og ef maurinn væri við það borð sæist vel í hann allan, hann mundi setja punktinn yfir i-ið!

  505. Silja Rós

    17. November 2013

    Já takk, þessi yrði fullkominn við snyrtiborðið mitt :)

  506. Sigrún Helga

    17. November 2013

    Guð það væri DRAUMUR Í DÓS að eignast þennan gullfallega maur eftir Arne Jacobsen!

    Hans bíður vel valinn staður í stofunni þar sem hann fengi að njóta sín í botn!

    Takk fyrir frábært blogg! :)

  507. Karitas Jónsdóttir

    17. November 2013

    Svo fallegur stóll, dreymir um að eiganst Arne Jacobsen stól! Myndi klárlega stilla honum upp við skrifborðið, myndi örugglega læra lengur og betur í svona fallegum stól! :D

    kv. Karitas

  508. Elín Eva Karlsdóttir

    17. November 2013

    Þessi stóll er svo fallegur! Mig hefur lengi langað í einn maur við eldhúsborðið, er með mismunandi stólatýpur saman og hann mundi smellpassa í crew-ið!
    Það væri algjör draumur að eignast þennan ;)

    Takk fyrir skemmtilegt blogg

    Kv. Elín Eva

  509. Vigdis Hauksdóttir

    17. November 2013

    Að vinna Arne Jacobsen stór yrði algjört gull.
    Stólinn fengi að njóta sín einn og sér, gæti ef til vill hugsað mér að hafa hann inn í stofu með nokkur blöð ofaná.
    Ég er hamingjusöm fyrir þann heppna einstakling sem vinnur svona fallegan grip
    þú ert með fallegt hjarta að gefa svona frá þér!

  510. Sif Gunnlaugsdóttir Nielsen

    17. November 2013

    Þessi flotti stóll mundi sóma sér vel í stofunni hjá mér ;)

  511. Linda Rós Þorláksdóttir

    17. November 2013

    Svo flottur stóll! Hef dreymt lengi um að eignast Maurinn. Hann mundi passa svo vel við borðstofuborðið hjá mér – heiðurssætið! :)

  512. Linda Jónsdóttir

    17. November 2013

    Vávává hann gæti verið yndislegur hvar sem er í herberginu mínu… Ég myndi þó vilja hafa hann hliðiná speglinum mínum og nota hann þegar ég er að gera mig fína.

  513. Ása Ottesen

    17. November 2013

    Orð fá því ekki lýst hversu heitt ég þrái einn maur í líf mitt, hann gæti jafnvel komið í staðinn fyrir kærasta þar sem ég bý ein. :) Ég myndi sennilega hafa hann í stofunni minni þar sem hann myndi njóta sín vel. Svo er aldrei að vita nema hann færi inni í svefnherbergi, þar er jú alltaf notalegt að vera og maurinn myndi sóma sér vel þar.

  514. Svandís Björk Ólafsdóttir

    17. November 2013

    Maurinn stendur alltaf fyrir sínu, tímalaus hönnun, hann myndi sóma sér vel við borðstofuboðið á mínu heimili ;)

  515. Helena Guðlaugsdóttir

    17. November 2013

    OMG þessi væri fullkominn í nýju íbúðina mína sem ég fæ afhenta 1. desember n.k. Væri draumur í dós að eignast einn maur :)

  516. María Leifsdóttir

    17. November 2013

    Svo fallegur stóll!! færi einstaklega vel í stofunni hjá mér :)

  517. Erna Höskuldsdóttir

    17. November 2013

    Svona fallegt hönnunar eintak myndi sennilega fá stæði við skrifborðið inn á gangi og þegar mikið er um að vera og gestir fylla eldhúsið yrði hann notaður við eldhúsborðið líka.

    Takk fyrir 4 ra ára blogg:)

  518. Hildur Elín Geirsdóttir

    17. November 2013

    Vá en yndislegur vinningur í gjafaleiknum!
    Mér finnst alltaf jafn gaman að lesa síðuna þína. Þú birtir svo fallegar myndir og segir skemmtilega frá.
    Maurinn myndi sóma sér afar vel við endann á borðstofuborðinu mínu og passa vel inn í rýmið.
    Ég krossa fingur og vona að ég verði sú heppna.

  519. Katrín Dögg Teitsdóttir

    17. November 2013

    Já, takk! Mjög fallegur stóll sem mig langar að fegra heimilið mitt með :-)

  520. Rósa Þórunn Hannesdóttir

    17. November 2013

    Þessi er æði og hann mundi nú sóma sér vel hérna í borðstofunni hjá mér… svo mættu fleiri bæst í safnið seinna meir ;)

  521. Eygló Einarsdóttir

    17. November 2013

    Þessi fengi heiðursstað í óþekktri verðandi íbúð. One day:)

  522. Ágústa Björnsdóttir

    17. November 2013

    Ég myndi setja maurinn í stólafjölskylduna við borðstofuborðið, þar sem hann myndi njóta sín vel í góðum félagsskap!

  523. Sigrún Baldursdóttir

    17. November 2013

    Þar sem allir sjá hann, í stofunni!

  524. Anna Rós

    17. November 2013

    Geggjaður við enda borðstofuborðsins..væri mikið til í að eignast svona fallega hönnun

  525. Sunna Dögg Þorsteinsdóttir

    17. November 2013

    Þetta er svo fallegur stóll og einn af mínum uppáhalds hönnuðum. Maurinn myndi sóma sér vel inni í herberginu mínu :)

  526. Helga Björk Helgadóttir

    17. November 2013

    Þessi stóll er æði! Það yrði ekki vandamál að finna honum stað í nýju íbúðinni þar sem plássið er ennþá vandræðalega mikið og eldhússtólahallærið á háu stigi :)

  527. Ásgerður Höskuldsdóttir

    17. November 2013

    Draumastóll! Væri flottur, vel sýnilegur í stofunni minni :)

  528. Harpa Dís Haraldsdóttir

    17. November 2013

    Löngu búin að líka við báðar síðurnar og þessi stóll er draumur í dós :)

    Stóllinn færi klárt inn í stofu svo að sem flestir fengju að sjá gripinn :)

    Arne Jacobs er einn af toppunum og ég væri stolt af því að eiga húsgagn hannað af honum!

  529. Snædís Ósk

    17. November 2013

    Vávávááá! Mikið yrði ég nú hamingjusöm að eignast einn gullfallegan maur eftir Arne Jacobsen! Ég myndi finna honum góðan stað í stofunni þar sem hann fær að njóta sín sem allra best!
    Takk fyrir frábært blogg :***

  530. Magnea Freyja Kristjánsdóttir

    17. November 2013

    Myndi hafa hann í stofunni

  531. Ingibjörg Erna Jónsdóttir

    17. November 2013

    það væri voða gaman að eignast svona dýrgrip, myndi hafa hann við skrifborð :)

  532. Halla Þórðardóttir

    17. November 2013

    Þessi er æðislegur, myndi bæta honum við borðstofuborðið mitt!

  533. Sara Magnea Tryggvadóttir

    17. November 2013

    Já takk. Maurinn tæki sig svo vel út í bland við sjöuna mína við eldhúsborðið :)

  534. Kristín Sjöfn Ómarsdóttir

    17. November 2013

    Maurinn yrði mjög flottur í nýju stofunni minni, sérstaklega svartur ;)

  535. Þórunn E. Bogadóttir

    17. November 2013

    Ég fékk að eiga upprunalegan og lúinn HAY J77 stól frá ömmu minni fyrir ári síðan og eyddi fjölmörgum kvöldum í að pússa hann upp og mála upp á nýtt, sem var mjög skemmtilegt verkefni.
    Það væri ofboðslega gaman að geta stillt Maurnum upp við hlið hans, einn gamall og einn nýr en báðir klassísk og tímalaus skandinavísk hönnun.

  536. Hjördís Jóhannesdóttir

    17. November 2013

    Æði. Mig langar að breyta hjá mér og setja nett snyrtiborð á ganginum með fallegum spegil yfir. Sé sko aldeilis fyrir mér að Maurinn kæmi einstaklega vel út þar við. Væri með því fyrsta sem maður sér þegar maður kemur inn :-)

  537. Ingibjörg Ása Júlíusdóttir

    17. November 2013

    Þetta er aldeilis flottur vinningur, sem hægt er að vinna. Ef ég myndi vinna þennan gullmola, þá myndi ég setja hann við borðstofuborðið.

    Takk fyrir þetta æðislega blogg, ég hef lesið það nánast frá fyrsta degi. Til hamingju með árin fjögur :)

  538. Sigurbjörg Sigurðardóttir

    17. November 2013

    Maurinn flottur,líklega í stofunni

  539. Edda Þorgeirsdóttir

    17. November 2013

    Þessi yndislega fallegi stóll væri algjör draumur í stofunni minni!

  540. Hildur

    17. November 2013

    Fallegur og klassískur stóll sem væri flottur með hvíta maurnum mínum við eldhúsborðið!

  541. Silja Guðbjörg Tryggvadóttir

    17. November 2013

    Ef ég yrði svo heppin að vinna maurinn myndi hann passa fullkomlega við nýja heimasmíðaða skrifborðið, takk fyrir skemmtilegt blogg :)

  542. Inga Dís Pálmadóttir

    17. November 2013

    Þessi fallegi stóll myndi fá góðan stað í stofunni :)

  543. Árný Þórarinsdóttir

    17. November 2013

    Mig hefur langað í þennan stól síðan árið 2002 þegar ég sat fyrirlestur á honum og um hann í Köben. Fyrirlesarinn var einn af uppáhalds kennurum mínum í arkitektanáminu og hún hafði á sínum yngri árum verið nemi hjá Arne sjálfum :) Dásamlega klassísk hönnun!

  544. Guðrún Kristín Þórisdóttir

    17. November 2013

    oh væri svo til í þennan, myndi vera flottur í eldhúsinu mínu

  545. Hafdís Anna

    17. November 2013

    Þegar Arne Jacobsen settist niður og hannaði maurinn spurði hann sjálfan sig, hvernig stóla ÞARF fólk?
    Ég þarf á maurnum að halda, ekki vegna þess að mig vantar stofuhúsgagn (sem mig vantar) og ekki vegna þess að ég dáist að fallegri hönnun og því hugviti sem býr að baki maurnum (sem ég geri).

    Ég þarf maurinn því að ég hef þurft að vinna hörðum höndum fyrir öllu síðastliðið ár, það hefur verið traðkað á mér og vaðið yfir mig, ég hef þurft að bera sjálfa mig og aðra áfram í gegnum erfiðleika og ég mun líklega þurfa að leggja enn meira á mig í nánustu framtíð. Þess vegna þarf ég maurinn til að minna mig á það að þótt að maður sé bara lítill vinnumaur þá er maður sterkur og maður uppsker því sem maður sáir. Maurinn myndi líklega þurfa að vinna fyrir sér og fylgja mér eftir á milli verka, ég gæti setið í honum þegar ég væri að svæfa litla strákinn minn, ég gæti setið við tölvuna í honum á meðan ég skoðaði fallegan innblástur frá hönnuðum, arkitektum og bloggurum eða bara notið þess að borða matinn minn sitjandi á þessum klassíska stól.

  546. Íris Eva Guðmundsdóttir

    17. November 2013

    Glæsilegur stóll sem myndi sóma sér vel á hvaða stað sem er, en ég hugsa að þessi fallegi stóll fengi heiðurssæti í stofunni minni :)

  547. Lísa Mist Smáradóttir Fjalarr

    17. November 2013

    Ég gæti hugsað mér að setja stólinn við skrifborðið mitt þar sem að ég læri. Gerir lærdómin örugglega mun betri að sitja í svona fallegum stól :)

  548. Bella (Berglind Arnardóttir)

    17. November 2013

    En skemmtilegt! Ég er einmitt að fara flytja inn í litla kosý íbúð og hef verið að skoða eldhúsborð og stóla fyrir það. Það væri ekki slæmt að hafa eitt stykki maur í nýja eldahúsinu :)

    Gangi þér vel :)

    kv Bella

  549. Edit Ómarsdóttir

    17. November 2013

    Ó vá!
    Þvílíkt gjafmildi!
    Ég er daglegur gestur nokkrum sinnum á dag inn á bloggið þitt og hef verið frá því þú varst með síðuna á blogspot.
    Stíllinn þinn er alveg eins og minn og þykir mér því einstaklega skemmtilegt að fylgjast með blogginu þínu og fá hugmyndir!
    Maurinn er búinn að vera draumastóllinn minn lengi og yrði kærkomin búbót við tvo eames eldhússtóla sem ég vann hörðum höndum að til að kaupa. Ég hef fyrir þvi að vinna fyrir húsgögnunum sem ég kaupi. Ég kaupi það sem mér þykir fallegt og oftar en ekki er það klassísk hönnun sem verður fyrir valinu.
    Ég vil heldur eyða aðeins meiri pening í fallega, vandaða og orginal hönnun heldur en eitthvað sem er eftirlíking.
    Þar sem að mikill tími og peningur hönnuða fer í að framleiða hvern hlut.

    Ég sé stólinn fyrir mér við eldhúsborðið sem húsfreyjustólinn að sjálfsögðu, þetta yrði besta jólagjöfin í ár.
    En mest vona ég þó að stóllinn lendi í þeim höndum sem svo sannarlega á það skilið og það eru margir hér í kommentakerfinu sem eiga það skilið að vinna stólinn og það verður áræðanlega erfitt fyrir þig að finna vinningshafann.
    Ég krossa samt fingur ***

    Þakkarkveðjur fyrir gjafmildi og æðislegt blogg <3

    Edit Ómarsdóttir

  550. Kolbrún I. Jónsdóttir

    17. November 2013

    Við fjölskyldan höfum komið okkur upp ágætum ódýrum húsgögnum en stefnan er á að skipta þeim út fyrir vandaðri húsgögn þegar við höfum safnað okkur fyrir þeim. Við eigum t.d. ikea stóla sem við stefnum á að skipta út fyrir stóla eftir arne jacobsen, einn í einu.

  551. Guðbjörg Lára

    17. November 2013

    Váá en æðislegt, ég væri sko ekkert smá mikið til í að eignast svona fallegan stól á heimilið mitt.
    Ekkert smá flottur og veglegur vinningur sem ég myndi hafa í stofunni minni ef ég ynni. :)

  552. Sólveig Sara

    17. November 2013

    Sólveig Sara Samúelsdóttir, þessi stóll væri æðislegur við borðstofuborðið mitt :)

  553. Ástrós Sigurðardóttir

    17. November 2013

    Töff stóll sem myndi fara sérstaklega vel við skrifborðið :)

  554. Hildur Halldórsdóttir

    17. November 2013

    Vá vá vá… flottur vinningur! :) Það yrði draumur í dós að fá þennan.
    Hann myndi njóta sín best einn og sér inn í stofu hjá mér… hann er svo mikið augnakonfekt :)

  555. Tanja Rut Bjarnadóttir

    17. November 2013

    Maurinn er stílhreinn en eftirtektarverður og öðruvísi, eins og sniðinn að mínum smekk. Mig langar gjarnan til að stilla honum upp í stofunni, því þar myndi hann njóta sín best.

  556. Harpa Ásgeirsdóttir

    17. November 2013

    Ég myndi stilla honum upp við spegilinn frammi í andyrir :)

  557. Guðmundur Ingi

    17. November 2013

    Ég veit að kærastan mín yrði svo ánægð með einn svona, ég myndi vilja gefa henni hann.
    Hann myndi sóma sér vel í stofunni hjá okkur einn og sér :)
    Takk fyrir frábært blogg

  558. Sandra Dís Sigurðardóttir

    17. November 2013

    Mig hefur langað í maurinn í mörg ár ! Væri svo mikið til í að hafa hann inn í stofu/eldhúsi hjá mér :)

  559. Anna Rósa Harðardóttir

    17. November 2013

    Ó, vá ! Ég er með fullkominn stað fyrir þennan í stofunni minni :)

  560. Helena Þóra Finnbogadóttir

    17. November 2013

    Til lukku með bloggið sem er frábært og 4 àra afmælið. Èg myndi stilla Maurnum upp í forstofunni hjá nýja gullfallega stiganum mínum, þeir yrðu frábærir saman.

  561. Lína Petra

    17. November 2013

    Dásamlegur stóll sem ég myndi koma fyrir við skrifborðið á hansahillunum sem ég erfði frá ömmu minni :)

  562. Hildur Sif Haraldsdóttir

    18. November 2013

    Æ hvað mig langar í þennan í stofuna í nýju íbúðina mína.

  563. Kristín Erla Jónsdóttir

    18. November 2013

    Búin að langa í svona stól í langan tíma! Ég mundi setja hann á góðan stað í stofuna. Svo þegar fleiri maurar bætast í hópinn (planið er að blanda saman litum) þá mundi ég raða þeim við borðstofuborðið :)
    Takk fyrir skemmtilegt blogg !

  564. Bryndís Gunnlaugsdóttir

    18. November 2013

    Innilega til hamingju með 4 ára afmælið – hef fylgst með þér nánast allan þann tíma og þú ert minn uppáhaldsbloggari.

    Ef(þegar) ég vinn þá myndi ég annað hvort stilla honum upp í skoti við forstofuna þar sem hann fengi að njóta sín og væri þægilegur stóll til að setjast í til að reima skóna. Eða ég myndi setja hann inn í svefnherbergi en ég er núna að nota gamlan stól sem náttborð og væri gaman að skipta þeim út fyrir þennan meistaragrip. Mér finnst nefnilega að svefnherbergið eigi líka að vera fallegt þótt allir gestir fari ekki þangað inn. Svo er auðvita draumurinn að síðar eignist ég fleiri stóla við eldhús/borðstofuborðið. =)

  565. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    18. November 2013

    Vá ! Ekkert smá flottur vinningur! Mikið sem ég væri til í einn Maur :) Ég myndi setja hann í stofuna mína, á móti sófanum og leyfa honum að njóta sín einum og sér :)

  566. Lena Björg

    18. November 2013

    Mig dreymir um bæði maur og sjöu við borðstofuborðið okkar :)

  567. Jóna María Bjōrgvinsdóttir

    18. November 2013

    Ég myndi koma þessum fallega stól fyrir við vegg um leið og þú labbar inn í ibúðina okkar hérna í Venezuela. Það væri ekki leiðinlegt að vera með svona fallega skandinaviska hōnnuna til að monta sig af hérna í Suður Ameriku. Takk fyrir mig, alltaf gaman að fylgjast með þér.

  568. Herdís

    18. November 2013

    svo falleg hönnun!! Maurinn fengi góðan stað í stofunni hjá mér en þegar drauma borðstofuborðið kemur færi hann við það :)

  569. Sigríður Jódís

    18. November 2013

    Fullkomin hönnun og algjört augnayndi sem ég myndi stilla upp sem lesstól hjá öllum fallegu blöðunum mínum og bókunum.

  570. Sigríður Sóley Sveinsdóttir

    18. November 2013

    Vá! Myndi stilla honum upp í forstofunni fyrir alla að njóta:)

  571. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir

    18. November 2013

    Vávává! Maurinn er svo mikið augnakonfekt. Ég myndi hafa hann á stað þar sem hann fengi að njóta sín sem best, t.d. í rúmgóðu horni í stofunni. Það væri svo fullkomið að hafa hvítt loð undir stólnum t.d.. Takk fyrir frábært blogg og mikið inspiration.

  572. Jóna María

    18. November 2013

    Fallegur stóll :)

  573. Berglind Ragnarsdóttir

    18. November 2013

    Ég myndi stilla honum upp í forstofunni, þar gæti ég notið hans alltaf þegar ég kem og fer og það væri fullkomið að hafa svona glæsilegan stól til að tylla sér á til að reima skóna
    Takk fyrir frábært blogg og geggjaðan afmælisleik! ég held ég hafi aldrei séð svona hrikalega flotta vinninga! mig er búið að langa í þá alla! :)

  574. Ösp Jónasardóttir

    18. November 2013

    Svo ÆÐISLEGUR! Maurinn yrði heiðurssætið við borðstofuborðið hjá mér :)

  575. Fjóla M. Róberts

    18. November 2013

    Svo falleg hönnun, þessi fengi spes stað í stofunni minni <3

    Takk fyrir frábært blogg :-)

  576. Sif Heiða Guðmundsdóttir

    18. November 2013

    Yndislegur stóll – gullfallegar línur. Til stendur að við fjölskyldan flytjum – það væri frábært að eiga svona fallegan hlut til að flytja inn með okkur.

  577. Herdís Arnalds

    18. November 2013

    Ég og skandinavíski maurinn myndum sko verða miklir vinir ef hann kæmi til mín :) lengi dreymt um þennan!

  578. Erla Stefáns

    18. November 2013

    Ó pretty please! Þessum langar að koma til mín :) Myndi fara vel við fallega gamla tekk borðið frá ömmu minni í stofunni.

  579. Steinunn Skúladóttir

    18. November 2013

    Svo flottur, hann fengi að njóta sín í stofunni hjá mér þessi! :)

  580. Guðbjörg Þorsteinsdóttir

    18. November 2013

    Arne Jacobsen er í uppáhaldi á mínu heimili og maurinn myndi svo sannarlega sóma sér vel þar :)

  581. Hildur Ósk Brynjarsdóttir

    18. November 2013

    Gullfalleg hönnun sem myndi koma sér mjög vel í nýju íbúðinni minni sem ég fæ um áramótin :)
    Ég myndi setja stjólinn við svalahurðina sem er í miðrýminu svo hann myndi ná að njóta sín sem mest og fanga augu allra sem koma inn :)

  582. Thorunn

    18. November 2013

    Þessi væri æði við snyrtiborðið mitt! :) <3

  583. Hjördís Arna Hjartardóttir

    18. November 2013

    Ég elska Arne Jacobsen og búin ad dreyma um maurinn síðan ég var unglingur. Þessi fallegi stóll fengi auðvitað heiðurssess í stofunni. Takk fyrir æðislegt blogg !

    Kveðja, Hjördís

  584. Laufey Árnadóttir

    18. November 2013

    Undurfagur stóll sem myndi sóma sér vel í nýju stofunni minni :)

  585. Hólmfríður Kristjánsdóttir

    18. November 2013

    Maurinn minn yrði sá fyrsti í mauraflokki og færi beint inn í stofu :-)
    Hólmfríður

  586. Íris Norðfjörð

    18. November 2013

    Hefur dreymt um að eignast Maurinn í langan langan tíma. Þetta augnayndi myndi verða heiðurssæti heima hjá mér :)

  587. Sara Sædal Andrésdóttir

    18. November 2013

    Sjúklega flottur! Þessi væri fullkominn HVAR SEM ER á heimilinu mínu :)

  588. Tanja Dögg

    18. November 2013

    Guðdómlegur! :-) Ég myndi skella honum við eldhúsborðið, hvar annars staðar ;-)

  589. Rakel

    18. November 2013

    Til hamingju með 4 ára afmælið! Fastur liður í bloggrúntinum og oft gefið mér innblástur…. takk fyrir það!
    Maurinn er klassík og myndi sóma sér vel við borðstofuborðið mitt við hliðina á hvíta bróður sínum! Svart og hvítt = einfalt og fallegt

  590. Kristín Jónsdóttir

    18. November 2013

    Fyrst af øllu vil ég takka fyrir frábært blogg, ég er búin ad fylgjast med tví frá upphafi og verd ad seigja ad fyrst eftir ad tu varst ein um bloggid var ég frekar súr vegna tess ad bloggid hætti ad vera fyrst og fremst tískublogg, yfir í ad verda honnunarblogg….en…..tad var ekki lengi, í gegnum bloggid titt hefur áhuginn á hønnun kviknad og ég ELSKA bloggid titt!
    Maurinn er einn af hlutunum sem hefur verid á óskalistanum lengi, ég sé alveg fyrir mér hversu flott skrifbordid mitt yrdi ef ég myndi skifta á gamla klunnalega ljóta tréstólnum med flauelsfódrinu og setja Maurinn tar í stadinn! Ég er viss um ad ég myndi nota skrifbordid mitt tøluvert meira:)

  591. alexandra

    18. November 2013

    þessi gersemi myndi taka á móti gestum um leið og gengið er inn – í anddyrinu heima :)

  592. Sigurbjörg G.

    18. November 2013

    Maurinn er svo tímalaus og fallegur stóll. Hann væri fullkominn við tölvuborðið undir stiganum hjá mér!

  593. Sólveig Guðrúnardóttir

    18. November 2013

    Draumur í dós !

    • Sólveig Guðrúnardóttir

      18. November 2013

      Draumur í dós ! Ég myndi stilla honum upp á ganginum heima þar sem hann fengi að njóta sín best ásamt öðrum fallegum hlutum í kring.

  594. Sunna

    18. November 2013

    Vá, en vegleg gjöf!! Það væri draumur í dós að eignast svona fegurð! Ég myndi líklega stilla honum upp í forstofunni með kósý gærupúða :)
    Takk fyrir skemmtilegt blogg :)

  595. Þórdís

    18. November 2013

    Sjúklega fallegur og tímalaus stóll sem myndi smellpassa í stofuna mína, einn og sér eins og svarti Eames stólinn minn sem ég fékk í útskriftarfjöf.

  596. Jenný Harðardóttir

    18. November 2013

    Mig langar svo að safna svona stólum og eiga fjóra við endhúsborðið en til að byrja með fengi hann að standa stakur inn í svefnherbergi :)

  597. Ásta

    18. November 2013

    Þessi fallegi stóll mun sóma sér vel á mínu heimil hvar sem er :-)

  598. Svanhildur Birgisdottir

    18. November 2013

    Myndi klárlega hafa hann við borðstofuborðið, ekki seinna vænna að byrja að safna svona gersemum við það ;)

    Takk fyrir frábært blogg, er búin að vera fastagestur næstum frá byrjun ;)

  599. Ásrún Ág.

    18. November 2013

    Mig langar svo í maur í tilvonandi mauraþúfuna mína. Svo fallegur!

  600. Heiða Kristín

    18. November 2013

    Ég myndi klárlega koma honum fyrir á góðum stað í nýju og jafnframt fyrstu íbúðinni okkar fjölskyldunnar… Okkur vantar nýja stóla við eldhús/borðatofuborðið okkar:) og það væri ekki leiðinlegt ef Maurinn myndi heiðra okkur með nærveru sinni og hèldi upp á jólin með okkur.
    Takk fyrir skemmtilegt blogg les á hverjum degi og fæ innblástur:)

  601. Jóna Kristín Gunnlaugsdóttir

    18. November 2013

    Ég myndi klárlega setja þennan fallega stól í stofuna hjá mér, myndi sóma sér vel þar :)

  602. Tinna Gilbertsdóttir

    18. November 2013

    Ég er búin að ætla að kaupa mér Maurinn í lengri lengri tíma. Mig vantar akkúrat fallegan stól inn í eldhús. Þar sem ég er með svo lítið eldhús kem ég bara einum fallegum stól fyrir og Maurinn væri alveg tilvalinn þar inn :D Vona innilega að lukkan snúist mér í vil og að ég vinni í þetta skiptið!!

    Takk fyrir besta bloggið x

  603. Margrét Anna Guðmundsdóttir

    18. November 2013

    Það væri sko ekki leiðinlegt að vinna þennan fallega maur, hann myndi eflaust sóma sér vel í stofunni minni eða þá við borðstofuborðið :)
    Takk fyrir skemmtilegt blogg :)

  604. Anita Elefsen

    18. November 2013

    Mikið væri gaman að eignast maur! Okkur hefur lengi langað að skipta út borðstofustólunum okkar – maurinn myndi klárlega fá pláss við borðið, og eignast svo nýja vini og félaga þegar hinir verða endurnýjaðir :)

  605. Díana Lind Arnarsdóttir

    18. November 2013

    Æðislegur!!

  606. Björg Hákonardóttir

    18. November 2013

    Þessi er æði og myndi fara vel í forstofunni minni :)

  607. Helga Jóhannsdóttir

    18. November 2013

    Mig dreymir um þennan stól!!!!!! Held rosalega upp á Arne Jacobsen, það væri draumur í dós að hafa einn svona (til að byrja með) við eldhúsborðið!
    Ég vil líka þakka þér fyrir rosalega skemmtilegt blogg, er búin að fylgjast með þér í langan tíma :)

  608. Freydís Guðjónsdóttir

    18. November 2013

    Ég veit ekki alveg hvar ég myndi hafa hann en ég gæti eflaust fundið einhvern góðan stað :)

  609. Emelía Dögg Sigmarsdóttir

    18. November 2013

    þessir eru æðislegir!!

  610. Agnes Kristín H. Aspelund

    18. November 2013

    Ég myndi setja Maurinn við snyrtiborðið mitt! Hann myndi njóta sín ofboðslega vel þar :)

  611. Anna Fríða Gisladóttir

    18. November 2013

    Það er enginn vafi að Maurinn væri flottur á hverju einasta heimili enda er þetta klassísk hönnun.
    Ég mundi líklegast setja hann við borðstofuborðið mitt eða í stofunni. Ég er sammála þér, stóllinn er svo fallegur að hann getur alveg staðið einn.
    Það er reyndar gaman að segja frá því að ég er með smá leynisjóð sem ég set í hver mánaðarmót (mismikið að vísu) þar sem ég er að safna mér fyrir hinum ýmsu vörum, m.a. PH5 ljósinu nú og Maurinum! :)

    Það mundi gleðja bugaða háskólanemann óendanlega mikið ef Maurinn fengi að prýða heimilið :)

    Takk fyrir frábært blogg í öll þessi ár og gangi þér vel!

  612. Ingunn Guðmundsdóttir

    18. November 2013

    Já takk, Arne væri góð viðbót við heimlið mitt:)

  613. Ríkey Eydal

    18. November 2013

    Þessi fallegi stóll myndi sóma sér vel við skrifborðið mitt

  614. Heiður Lilja Sigurðardóttir

    18. November 2013

    Ótrúlega flottur! Ég myndi hafa hann við eldhúsborðið, myndi sóma sig svo vel þar :)

  615. Hrund

    18. November 2013

    Þetta er klárlega eini maurinn sem er velkominn inn á mitt heimili ;)
    Myndi stilla honum smekklega upp inni í svefnherbergi, jafnvel nota hann sem náttborð.

  616. Lóreley sigurjónsdóttir

    18. November 2013

    Và maurinn er æði og færi guðdómlega inní stofu hjà mèr ;)

  617. Berta

    18. November 2013

    Æðislegur stóll hann myndi klárlega vera í stofunni hjá mér sem heiðurstóll.

  618. Thelma Guðrún Jónsdóttir

    18. November 2013

    Ég mundi setja hann inní stofu hjá Kartell lampanum mínum .. þannig að þetta flotta kombó mundi sjást úr holinu þegar maður gengur inn :) rosa flottur …

  619. Marta Kristín Jónsdóttir

    18. November 2013

    Var að kaupa mér íbúð og myndi þessi stóll koma vel út í eldhúsinu mínu ;)

  620. Sunna María Jónasdóttir

    18. November 2013

    Þetta er svo ótrúlega flott hannaður stóll! Væri svo sannarlega til í að skreyta heimili mitt með svona stól! :) Takk fyrir ótrúlega flotta gjafleiki! :)

  621. Valgerður Òmarsdòttir

    18. November 2013

    Geggjaðir stólar, ég mundi setja minn við snyrtiborðið mitt

  622. Agata Kristín Oddfríðardóttir

    18. November 2013

    Ómæææ væri æði að fá þennan fallega stól :) myndi stilla honum upp við hvítt skrifborð og læra eins og vindurinn með minn rass á þessum guðdómlega stól :)

  623. Sara Birgisdóttir

    18. November 2013

    Vá vá vá !!!! Búin að láta mig dreyma um maurinn í langan tíma. Myndi skreyta stofuna með honum :-)
    Frábært blog hjá þér og þvílíkt flottur gjafaleikur.

  624. Tinna Óðinsdóttir

    18. November 2013

    Líf mitt myndi fullkomnast! Þessi fallegi stóll passar inn í allar þær hugmyndir sem ég hef um drauma heimilið mitt, þar sem hann mun vera settur á besta stað þar sem hægt er að njóta fegurð hans.
    P.S. Yndislegt blogg í alla staði :)

  625. Súsanna Svansdóttir

    18. November 2013

    Væri ekki verra að vinna þennan stól! Hann er gordjöss ;)

  626. Sara Snædís Ólafsdóttir

    18. November 2013

    Til hamingju með bloggafmælið!
    Guð það sem ég væri til í einn Arne Jacobsen á heimilið! Hann kæmi vel út í einu horninu inní stofunni eða sem einn af eldhússtólunum…. nú er bara að krossleggja fingur og vona það besta :)

  627. Aldís Sverrisdóttir

    18. November 2013

    Ég væri til í þennan :)

    Bkv.
    Aldís Sverrisdóttir

  628. Guðlaug Gylfadóttir

    18. November 2013

    Ég mundi setja hann á einhvern góðan og áberandi stað í stofunni hjá mér :)

  629. Lilja Gylfadóttir

    18. November 2013

    Virkilega töff stól sem myndi vera flottur hvar sem er heima.

  630. Hrafnhildur Þórunn Ásgrímsdóttir

    18. November 2013

    ó vávává!
    hverjum langar ekki í? þeir eru æðislegir !!

  631. Guðrún María Traustadóttir

    18. November 2013

    Þessi stóll á pantað pláss í svefnherberginumínu :-)

  632. Gugga.

    18. November 2013

    Vá vá svo flottur :) Draumastólinn! Ég myndi setja hann á endann á borðstofuborðinu mínu sem er í miðri stofunni.
    Takk annars fyrir æðislegt blogg, hef fylgst með þér frá uppafi.

  633. Hulda

    18. November 2013

    Hann myndi fara í forstofuna

  634. Helga Hólm Guðbjörnsdóttir

    18. November 2013

    Hann myndi fara inn í stofu :)

  635. Hlín Benediktsdóttir

    18. November 2013

    Mjög skemmtilegt blogg, er frekar dugleg að skoða síðuna ;)
    Væri sko alveg til í einn

  636. Andrea Sól Kristjánsdóttir

    18. November 2013

    Ó enn fallegt! Ég myndi stilla stólnum uppí stofu..svona á meðan ég er í námi og þar til ég gæti keypt fleiri til að stilla við borðstofuborðið :)

  637. Berglind Kristjáns

    18. November 2013

    Maurinn er ekkert smá fallegur. Ég sé hann fyrir mér fyrst um sinn í heiðursplássi í sólsstofunni hjá mér.
    Annars er í rauninni hægt að hafa hann hvar sem er þannig að það verður ekki vandamál.
    Takk fyrir frábært blogg!
    kveðja Bella

  638. Særún Ósk Böðvarsdóttir

    18. November 2013

    Þessi dásamlegi stóll fengi að vera við enda borðstofuborðsins – heiðurssætið. Mig hefur lengi langað til að hafa allskonar stóla við fallega teak borðið mitt. Þessi yrði sá fyrsti í röðinni.
    Kv. Særún Ósk Böðvarsdóttir

  639. Júlíana Magnúsdóttir

    18. November 2013

    Ég elska þennan stól. Hann er bæði fallegur og svo er gott að sitja í honum sem er algjört lykilatriði. Ég hugsa að hann fái að sitja við eldhúsborðið en hugsanlega fær hann að sitja á ganginum við hliðina á fallegu antík kommóðunni.

  640. Sandra Finnsdóttir

    18. November 2013

    Ég mundi setja hann við eldhús/borðstofuborðið, er með samansafn af stólum við borðið og þessi mundi klárlega sóma sér vel þar :-)

  641. Ósk

    18. November 2013

    Að vinnan slíkkan dýrgrip er veglegur lottóviningur sem ég mundi gefa áfram til systur minnar sem hefur skilyrðislaust aðstoðað mig fjárhaglega í miklum og erfiðum veikindum síðustu 15 ár.

    Einhver staðar stendur “sælla er að gefa en þiggja” og ætti það vel við hér þar sem ég mundi með gleði í hjarta og bros á vör gefa vinninginn áfram.

    Ég sá í commenti hér að hún mundi hafa hann í fostofunni hjá sér.

    Þar sem gólefnin hjá henni eru hvít þá stólinn sóma sér vel svartur á hvítu gólfinu svona SVARTÁHVÍTU fílingur.

    Góðar stundir.

  642. Erla Björt Björnsdóttir

    18. November 2013

    Þvílíkt flottur og kæmi vel út í stofunni! :)

  643. Ragnheiður Diljá Hrafnkelsdóttir

    18. November 2013

    Almáttugur…hann myndi sóma sér best sem einn af mörgum mismunandi við eldhúsborðið ❤ hamingjan yrði ó svo mikil ef hann væri minn :)

  644. Sandra

    18. November 2013

    Ég væri til í að gefa mömmu minni þennan stól því hún á það bara skilið :) Hann myndi passa vel inn í stofu hjá henni. Hún elskar alla hönnun frá Arne Jacobsen.
    Vona að ég verði heppin í þetta skiptið!!!

  645. Elísabet Heiðarsdóttir

    18. November 2013

    Vá vá vá! Þetta er aldeilis :) þetta blogg er náttúrulega bara flottast og þú ert alltaf að toppa! Maurinn er svo dásamlega flottur og ef ég ætti einn slíkan væri hann að sjálfsögðu í stofunni þar sem allir gætu séð hann og notað! :) Enn og aftur til hamingju með flotta bloggið þitt.

  646. Lilja Björg Guðmundsdóttir

    18. November 2013

    Maurinn yrði fyrsti design-stóllinn minn við borðstofu-/eldhúsborðið mitt…

  647. Magdalena Sigurðardóttir

    18. November 2013

    Ég er þokkalega til í einn maur! Hann myndi taka sig rosalega vel út í borðstofunni minni :)

  648. Sonja

    18. November 2013

    Þessi gullmoli myndi njóta sín vel við hliðina á Andy Warhol posternum í stofunni, fínasta tvenna! ❤

  649. Lára

    18. November 2013

    Glæsilegur! Ég myndi stilla honum upp í eldhúsinu mínu :)

  650. Ástríður Magnúsdóttir

    18. November 2013

    Woop woop!

  651. Ágûsta Amalía

    18. November 2013

    Glæsilegur stóll. Mundi sóma sér vel í stofunni þar sem allir gætu notið hans:)
    Bestu kveðjur:)

  652. María H. Jónsdóttir

    18. November 2013

    Er að leita mér að íbúð og vantar einmitt borðstofustóla við borðið mitt. Þessi maur myndi sóma sér vel þar og vonandi bætast fleiri mauar við síðar.

  653. Kolbrún Birna Árdal

    18. November 2013

    Óóóóóó hvað ég vona að ég verði sú heppna í þetta skiptið, þess vinningur er einum of glæsilegur! Mig hefur lengi langað í eitt stykki maur og ég myndi stilla honum upp í stofunni minni þar sem hann fengi að njóta sín í öllu sínu veldi :)
    Frábært blogg, frábær vinningur :)

  654. Þórdís Borgþórsdóttir

    18. November 2013

    Tímalaus fegurð og þægindi, færi beint inn í stofu ;-)

  655. Herdís Stefáns

    18. November 2013

    Væri til í einn í geggjuðum lit með hvítu borðstofustólunum mínum…. það yrði auðvitað svo mitt sæti ;)

  656. Hrönn Arnardóttir

    18. November 2013

    Vávává! Ég myndi hafa svona fallega mublu sem stofustáss!

  657. Edda

    18. November 2013

    Ó ég get ekki sleppt því að taka þátt :)

    Þessi fallegi stóll myndi fá heiðursstað við píanóið, en það er ekkert jafn gott fyrir innblástur og sköpun og að hafa eitthvað fallegt í næsta nágrenni við sig – og annað eins hönnunaríkon myndi hljóta að verða gulltrygging fyrir fallegri píanótónlist í litlu sætu íbúðinni minni :)

  658. Birgir Smári Ársælsson

    18. November 2013

    Kannski bara heima hjá mömmu og pabba eða jafnvel ömmu og afa eða þá kannski mínu næsta heimili á næsta ári.

  659. Anna Kristín

    18. November 2013

    Einstaklega falleg hönnun sem myndi sóma sér vel í nýju og fallegu íbúðinni hjá litlu fjölskyldunni, annað hvort sem náttborð í svefnherberginu eða góð viðbót við stofuborðið :)

  660. Arnþór Ingi

    18. November 2013

    Váááá hvað ég væri til í þennan geggjaða stól! Myndi passa svo vel inní nýju íbúðina mína.

    • Arnþór Ingi

      18. November 2013

      Ég myndi stilla honum upp þar sem ég hef gítarana mína í íbúðinni. OG auðvitað nota hann þegar ég spila og æfi mig.

  661. Halla

    18. November 2013

    Epal er ein skemmtilegasta hönnunarverslun í Reykjavík. Maurinn er fallega hannaður af Arne Jacobsen 1952. Enn einn glæsivinningurinn sem þið Trendnetsbloggarar gefið. Þið eruð frábær. Svana þakka þér skemmtilegt Blogg.

  662. Heiđrún Ágústsdóttir

    18. November 2013

    Arne Jacobsen er æđisleg hönnun sem tekur sig vel út á hverju heimili. Ég bý í lítilli studioíbúđ á stúdentagörđunum og myndi Maurinn fara vel viđ eldhúsborđiđ á móti tveimur rauđum antikstólum sem eru í notkun nùna.

  663. Elín

    18. November 2013

    Æði, ég myndi stilla fallega Maurnum upp í skrifstofunni minni eins og mynd nr. 3 sýnir, mikilvægt að hafa fallegt vinnuumhverfi :)

  664. Tinna Brá Baldvinsdóttir

    18. November 2013

    Vá en æðislega góður leikur. Mikið væri nú gaman að eignast maurinn! Mig hefur lengi dreymt um að eiga hann. Ég myndi hafa hann í forstufunni hjá mér því þar myndi hann njóta sín í botn einn og sér!

  665. Telma Borgþórsdóttir

    18. November 2013

    Það væri aðeins of skemmtilegt að vinna svona dásamlegan stól!
    Myndi líklega setja hann við endann á borðstofuborðinu mínu eða jafnvel bara í forstofuna! Hann yrði mikið heimilsprýði hvar sem er í húsinu!

  666. Anna Birna

    18. November 2013

    Þetta yrði draumur í dós! Yrði fullkominn í svefnherberginu við snyrtiborðið mitt (dekurhornið mitt) :)

  667. Daníela Gunnarsdóttir

    18. November 2013

    Ohh þessi mundi taka sig einstaklega vel út í horninu í stofunni, við gluggann þar sem hann væri í góðum félagsskap með Snæfellsjökli og Bessastöðum :)

  668. Sandra Guðjónsdóttir

    18. November 2013

    vávává !! þessi myndi lífga heldur betur uppá litlu íbúðina mína. Ég myndi stilla honum fallega upp í stofunni þar sem hann fengi að njóta sín :)

  669. Harpa Hödd Sigurðardóttir

    18. November 2013

    Það er búið að vera draumur i nokkur ár að eignast þennan :D

  670. Harpa Hödd Sigurðardóttir

    18. November 2013

    og ég myndi án efa skella honum í bóka- og fjölskylduherbergið :D

  671. Sandra Guðmundsdóttir

    18. November 2013

    Æðislegur stóll og geðveik hönnun! Færi svo vel við eldhúsborðið okkar. Takk fyrir æðislegt blogg, kem hingað á hverjum degi :)

  672. Hrefna Dan

    18. November 2013

    Maurinn myndi vafalaust fegra heimilið mitt til muna og hann fengi heiðursess við eldhúsborðið!

  673. Guðrún Mjöll

    18. November 2013

    Ég væri ótrúlega mikið til í þennan fallega stól.
    Ég og kærastinn minn búum í lítilli íbúð í 101 og hann fengi að njóta sín vel þar inni í stofu.
    Hef fylgst með síðunni þinni frá upphafi og hún er klárlega mín uppáhalds, þar sem ég hef mikinn áhuga á hönnun :)

    Takk fyrir æðislegt blogg!

  674. Hilmir Heiðar Lundevik

    18. November 2013

    Hæhó. Þetta eðaleintak af stól myndi fá að vera sultuslakur við hliðina á stofuskápnum dagsdaglega en fá veglegri sess við enda matarborðsins þegar við hendum í gourmet-matarboð. Alltíkei, bæjó.

  675. Anna Harðardóttir

    18. November 2013

    Einfaldlega falleg og klassísk hönnun sem fengi að njóta sína í eldhúsinu hjá mér :)

  676. Ingibjörg Bj.

    18. November 2013

    Þetta væri sko allgjör draumur! Búin að langa í stólinn í laaaangan tíma! Á ekki mikið af fallegum hönnunarvörum, enda búin að vera í námi og efnahagurinn eftir því… en langar svooo að fara að eignast fleiri fallega hluti!
    Myndi sko stilla stólnum upp í stofunni!!! Enda yrðu allir að sjá þennan fallega grip :)

  677. Sara Dögg Ólafsdóttir

    18. November 2013

    Mig dreymir um að eignast þennan stól! Hann fengi að vera heiðurssæti við borðstofuborðið :)

  678. Barbara Rut Bergþórsdóttir

    18. November 2013

    Arne Jacobsen stóllinn yrði dásamlegur i tómu nýju íbúðinni minni :)

  679. Viktoría H.

    18. November 2013

    Ótrúlega flottur! Myndi hafa hann inn í stofunni minni sem ég er á fullu að reyna breyta! hann myndi svo sannarlega gleðja mig og passa vel þar inn! takk fyrir skemmtilegt blogg :)

  680. Eydís

    18. November 2013

    Ef ætti…. Staðurinn skiptir ekki máli það er stólinn, öll herbergi litu betur út með honum í

  681. Sunna Þorsteinsdóttir

    18. November 2013

    Svona hásæta myndi sóma sér stórvel hvar sem er í íbúðinni en ætli hann fengi ekki að eiga heima við endann á borðstófuborðinu, allavega svona fyrst um sinn ;)

  682. María Bjarnadóttir

    18. November 2013

    Spennandi!
    Ef hann væri blár færi hann í eldhúsið, en ef hann væri hnotubrúnn færi hann í forstofuna.
    Annars; takk fyrir skemmtilegt blogg!

  683. Halla Ýr

    18. November 2013

    Já takk! Stóllinn færi vel við eldhúsborðið hjá mér :)

  684. Ágústa Harrysdóttir

    18. November 2013

    Vá vá vá! Þessu ofurfallegi stóll myndi smellpassa við eldhúsborðið!
    Takkk fyrir ég er mjög bjartsýn núna:)
    Ágústa Harrys!

  685. Eva Björg Óskarsdóttir

    18. November 2013

    Ég myndi hafa hann í vinnuherbeginu mínu, ég er nemi í grafískri hönnun svo það er nú ekki verra að fá innblástur frá Arne beint undir botninn :)

  686. Dúdda

    18. November 2013

    Vá! Engin smá verðlaun! En ég myndi gefa systur minni stólinn sem var að kaupa sér nýja íbúð :-)

  687. SjöfnGunnarsdóttir

    18. November 2013

    Þvílíkur draumur það væri að eignast Maurinn. Hann myndi án efa vera staðsettur undir stórum spegli inní forstofu þannig að hann myndi vera með því fyrsta sem fólk tæki eftir þegar það kæmi heim til mín,,…. það væra geðveikt ;)

  688. Þuríður Pétursdóttir

    18. November 2013

    Vávává! Arne Jacobsen er uppáhaldshönnuðurinn minn og Maurinn einn af fallegustu stólum í heimi sem mig hefur lengi dreymt um! Á langtíma planinu er að eiga 8 stykki við fallegt borðstofuborð – ef ég fengi einn myndi ég stilla honum upp í stofunni á besta stað!

  689. Elva Dögg Pálsdóttir

    18. November 2013

    Vá hvað ég væri til! Ég myndi setja hann við borðstofuborðið þar sem hann myndi vera upphafspunkturinn í röð sex fallegra stóla sem eiga eftir að prýða stofuna á komandi árum.
    Hann myndi marka upphafið á drauma-casa-del-Elva ;)

  690. Kristbjörg Tinna

    18. November 2013

    Svana Lovísa þú ert ALLTAF að toppa þig!! Ég á ekki roð í að skrifa fallegra komment en mörg sem eru komin..

    Þú ert æði! Síðan er æði! Maurinn er æði! Arne er æði! Epal er æði!

    Vá hvað ég myndi svo innilega losa mig við IKEA stólinn við eldhúsborðið mitt og stilla þessum upp í staðinn. Þá væri stóla safnið endanlega fullkomnað.. Gamalt og fallegt í bland við hönnunar klassík :)

    Pís át <3

  691. Eva Lind

    18. November 2013

    Stóllinn fagri myndi sennilega fljúga um alla íbúð með okkur fjölskyldunni og taka þátt í öllu fjörinu!

  692. Ásdís Adda

    18. November 2013

    Ekkert smá rausnarlegur vinningur! Ég myndi elska að vinna einn maur (það gæfi mér líka ástæðu til að bæta fleirum í safnið seinna ;) ), ég held maurinn fengi að standa í stofunni meðan hann væri enn single á heimilinu.

  693. Egill Björnsson

    19. November 2013

    Hrikalega skemmtilegt blogg – fyrir stelpur og stráka – skemmtilegt að sjá svona tryllta þáttöku – það dregur reyndar úr líkum mínum á að vinna – sem er leiðinlegt þar sem að ég væri fáránlega til í maur í íbúðina sem ég og mín ástkæra kærasta fáum afhenta í janúar.

  694. Inga Birna Barkardóttir

    19. November 2013

    Ég elska alla stólana hans.. á nokkrar sjöur og þessi færi með þeim við borðstofuborðið.

  695. Rakel Karls.

    19. November 2013

    Vá hversu fínn vinningur!
    Þessi fallegi stóll fengi að njóta sín við borðstofuborðið, mix af fallegri hönnun fær að vera við borðið og því væri Maurinn fullkomin viðbót :)
    Takk fyrir frábært blogg!

  696. Rannveig Ómarsdóttir

    19. November 2013

    Myndi setja hann í stofuna hjá mér:-)

  697. Rannveig Inga Ómarsdóttir

    19. November 2013

    Myndi hafa hann í stofunni hjá mér;-)

  698. Helga Eir Gunnlaugsdóttir

    19. November 2013

    Ég bara trúði ekki mínum eigin augum þegar ég sá að þú varst að gefa þennan stól! Mér hefur svo lengi langað í hann og ég elska Arne Jacobsen… þvílík fegurð! Ég myndi setja þennan á áberandi stað í stofunni, þetta er svo fallegt húsdjásn :)

  699. Margrét

    19. November 2013

    Nei vá hvað mig langar ofsalega mikið í þennan fallega stól! Hann myndi sóma sér ansi vel í borðstofunni minni :)

  700. Linda Rakel

    19. November 2013

    Frábær vinninur og elska að lesa bloggin eftir þig. Mikið ofboðslega væri Maurinn fallegur í stofunni minni við hliðina á Makríl Jr. (gullfisknum í rauðvínsglasinu).

  701. Bríet Kristý

    19. November 2013

    Hann gæti verið hvar sem er í íbúðinni. Sennilega myndi hann njóta sín best í stofunni, elsku Maurinn.

  702. Bjarni Árnason

    19. November 2013

    Flott síða… Gaman að fá hugmyndir hér. Ég myndi koma konunni á óvart. Held að hún myndi springa af gleði ef hún fengi að bæta maur í safnið við borðstofuborðið við hlið eames og grand prix.

  703. Hafdís Erla Jóhannsdóttir

    19. November 2013

    Þessi yrði flottur í stofunni

  704. Rósa Siemsen

    19. November 2013

    Vá vá vá…..Svo yndislega fallegur stóll sem mig er búið að dreyma lengi um að eignast. Elska Arne Jacobsen og hans fallegu stílhreinu hönnun. Þessi myndi fá að standa á einhverjum áberandi stað í stofunni þannig hann fengi að njóta sín sem best :)

  705. Steinunn Erla Thorlacius

    19. November 2013

    Ómæ en falleg gjöf – myndi skella honum beint í eldhúsið :)

  706. Sóley Þórisdóttir

    19. November 2013

    Takk fyrir bloggið Svana.
    Ef ég yrði svo heppin að verða dregin út myndi ég gefa mömmu minni stólinn. Hún á hann einfaldlega skilið :)
    Bestu kveðjur.

  707. Eyrún Oddsdóttir

    19. November 2013

    Falleg og klassísk hönnun sem myndi sóma sér vel í stofunni okkar!

  708. Salka Þórðardóttir

    19. November 2013

    Langar mig í eitthvað fallegt,
    en ekki á ég aurinn.
    Ó hvað það væri yndislegt,
    að eignast elsku Maurinn!

    Vandamálið stóra er,
    hvar myndi ég lát’ann?
    Svo allra best hann sómi sér,
    ég held ég verði að mát’ann!

    Takk fyrir virkilega flott blogg!

  709. Berglind Jóns

    19. November 2013

    Þetta myndi svo sannarlega gera æskudraum að veruleika! Hef verið Arne Jakobsen aðdáandi frá 12 ára aldri og maurinn alltaf verið í sérstöku uppáhaldi! Takk fyrir frábæra síðu!
    – Berglind Jónsdóttir

  710. Rósa Björg Brynjarsdóttir

    19. November 2013

    Ég myndi hafa Maurinn í stofunni hjá mér þar sem er núna autt pláss eftir að ég keypti mér minni sófa. Annars myndi hann passa best inni hjá Jóhönnu Þórunni Egilsdóttur vinkonu minni sem er fagurkeri fram í fingurgóma :)
    kv. Rósa Björg

  711. Ína Dögg Eyþórsdóttir

    19. November 2013

    Þessi stóll myndi standa við tölvuna inni í stofu svo ég gæti alltaf horft á hann :) Yndislega falleg hönnun.

  712. Steinunn Guðmundsdóttir

    19. November 2013

    Þessi myndi sóma sér vel við eldhúsborðið <3
    -Steinunn Guðmundsdóttir

  713. Erla

    19. November 2013

    Ótrúlega falleg og klassísk hönnun! Hann myndi sóma sér vel inn í nýja skrifstofurýminu mínu eða við stofuborðið!

  714. Steinunn Pálmadóttir

    19. November 2013

    Steinunn Pálmadóttir- hann væri æðislegur við borðstofuborðið eða inn í svefnherbergi !

  715. Sirrý

    19. November 2013

    Myndi hafa minn maur á holinu beint á móti útidyrahurðinni svo hann væri það fyrsta sem sæist þegar labbað er inn :)

  716. Helena Björgvinsdóttir

    19. November 2013

    Maurinn myndi fullkomna stólamixið við borðstofuborðið mitt :) Elska hann.

  717. Sara Sigurðardóttir

    19. November 2013

    Frábær gjöf sem mun án efa nýtast vel og stöðugt um ókomin ár! Ég myndi helst hafa hann á áberandi stað í stofu eða á gangi.. þar til maður nær jafnvel að safna sér fyrir fleirum til að koma þeim við eldhúsborðið :)

  718. Margrét Pétursdóttir

    19. November 2013

    ég trúi varla að ég einhverja möguleika á að eignast stól eftir minn uppáhalds, uppáhalds hönnuð. Frá því að ég var lítil hef ég vitað hver hann væri og í skólanum var hann og hans hönnun efni í margar ritgerðir og fyrirlestra hjá mér. éf ég skyldi nú verða heppin er það alveg á hreinu að þetta yrði besta afmælisgjöfin í ár :)

    þú kemur stöðugt á óvart og það er auðvelt að velja bloggið þitt sem lang besta íslenska bloggið, takk! :)

  719. Tinna Ívarsdóttir

    19. November 2013

    Fallegur stóll sem myndi fara vel í stofunni :)

  720. Auður Magnúsdóttir

    19. November 2013

    Vá dásamlegur stóll, það yrði ábyggilega slegist um að fá að hafa hann heima hjá mér þannig að hann fengi að flakka á milli herbergja, stofa, anddyri, borðstofa, barnahergir …….

  721. selma

    19. November 2013

    æðislegur stóll sem myndi sóma sér við skrifborðið mitt!

  722. Telma Ýr

    19. November 2013

    Þessi stóll er algjört æði..!! Hann mundi sko algjörlega fullkomna borðstofuna hjá mér:)

  723. Hildur Halldórsdóttir

    19. November 2013

    Mikið ótrúlega finnst mér gaman að lesa pistlana þína og fá hugmyndir fyrir heimilið mitt :)
    Maurinn myndi ég vilja hafa við eldhúsborðið mitt, ásamt fleiri stólum sem mig langar til að byrja að safna :)

  724. Sigrún Helga Jóhannsdóttir

    19. November 2013

    Ég myndi láta hann standa einan og sér við hliðina á fallega tekkskenknum mínum. Sé þetta svo mikið fyrir mér!

  725. Ásdís Auðunsdóttir

    19. November 2013

    Ó minn guð hvað ég er til í að taka hann af höndum þér – það er sko minnsta málið :)

  726. Maríjon

    19. November 2013

    Myndi örugglega draga hann um alla íbúð eftir því hvar ég væri hverju sinni til að geta dáðst að honum! :)

  727. Svava Halldórsdóttir

    19. November 2013

    Hef lengi haft augastað á þessum fallegu stólum, væri svo til í að eignast minn fyrsta grip eftir hann Arne, vonandi nýja besta vin minn. ;)

  728. Berglind Bergsd.

    19. November 2013

    Hann yrði algerlega fullkominn í eldhúsinu mínu, hjarta íbúðarinnar;) mig hefur dreymt um þennan stól sem og svo margt annað… Aldrei of dýrt að dreyma!

  729. Sigríður Ragna Þorvaldsdóttir

    19. November 2013

    Mjög flottur stóll og passar vel við eldhúsborðið mitt :)

  730. Greta

    19. November 2013

    Jeminn hvað þetta er sjúklega flottur vinningur!
    Arne Jacobsen stólar eru búnir að vera lengi á “sennilegaeignastégaldrei” óskalistanum mínum. Ef ég eignast þennan fær hann heiðurstað heima hjá mér og ég myndi safna mér fyrir þremur í viðbót :-)

  731. Arnrun Lea Einarsdottir

    19. November 2013

    Móðir mín á 6 svona stóla og hef ég öfundað hana af þeim síðan ég hafði vit á því, en ég er nú 25 ára í dag hehe :)
    Ég er með hvítan háglans skenk undir sjónvarpinu mínu og svo er ég með tvo hrikalega flotta keramik vegg lampa sitthvoru megin við sjónvarpið, nema hvað að undir örðum lapanum er gólfpláss beint á móti sófaborðinu mínu og ef ég yrði svo heppinn þá myndi ég stilla þessum stól þar sem hásæti fyrir eðal gesti og jafnvel mömmu mína :)

    MBK Arnrún Lea

  732. Lilja Kjartansdóttir

    19. November 2013

    Ég myndi helst vilja stilla honum út á mitt gólf – svo hann fengi alla þá athygli sem hann á skilið :-) Gordjöss!

  733. Guðrún Helga Eggertsdóttir

    19. November 2013

    Takk fyrir skemmtilegt blogg! Það yrði svo ótrúlega frábært og dásamlegt að eignast þennan stól. Ég myndi hafa hann inn í stofu eða bara við eldhúsborðið :) Ein fallegast hönnun sem hefur verið gerð!

    Kv. Guðrún Helga

  734. Berglind

    19. November 2013

    Ég myndi stilla honum upp í fallegu nýju stofunni okkar – við flytjum inn í desember í nýtt húsnæði:)

  735. Birna Bjarnadóttir

    19. November 2013

    Búið að vera draumur minn að eignast Maurinn. Hann myndi passa einstaklega vel inn í nýju litlu kósý íbúðina mína á Úlfarsbrautinni. ;-)

  736. Gyða Björk Bergþórsdóttir

    19. November 2013

    Ég myndi líklega hafa hann við eldhúsborðið eða inn í stofu, allavega á stað þar sem hann mundi njóta sín í botn :)
    Takk fyrir skemmtilegt blogg :)

  737. Sigríður Dröfn Ámunda

    19. November 2013

    Stóllinn myndi klàrlega sóma sér vel í hvaða rými sem er, Meira að segja í bílskúrnum, lofa þó hann fari ekki þangað.

  738. Sif

    19. November 2013

    Gullfallegur stóll og tímalaus hönnun :) Færi dásamlega í eldhúsinu mínu :) eða stofunni.. eða herberginu..
    Hann færi bara vel allsstaðar :) enda stendur hann fyrir sínu

    • Sif

      19. November 2013

      Gleymdi að setja email…

  739. Gyða Ingólfsdóttir

    19. November 2013

    Maurinn yrði forstofustóllinn, ekki spurning.

  740. Anna Ósk Ólafsdóttir

    19. November 2013

    Anna Ósk – Þessi fallegi maur fengi sérstakann stað í stofunni hjá mér

  741. Hildur Ágústa Alfreðsdóttir

    19. November 2013

    Þessi er svo ótrúlega fallegur!!
    Myndi stilla honum vel upp í herberginu mínu og njóta hans á hverjum degi :)

  742. Hildur Gísladóttir

    19. November 2013

    Ó svoo fínn :) Myndi hafa hann við eldhúsborðið :)

  743. Elva Ýr Magnúsdóttir

    19. November 2013

    Ég myndi elska að eignast þennan stól! :)
    Ég er alltaf með svo mikið af hugmyndum hvað mig langar að gera á heimilinu og næsta skref var einmitt að kaupa skenk í stofuna og langaði til að stilla upp stól við hliðina á honum. Held að þessi myndi taka sig mjög vel út heima hjá mér :)

  744. Sigríður Erla

    19. November 2013

    Arne Jacobsen hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi, sérstaklega eftir að hafa gist á SAS Royal. Þar varð ég heilluð uppúr skónum einungis 12 ára gömul!
    Stóllinn myndi sóma sér vel við skrifborðið mitt verði ég svo heppin að vinna hann :-)
    Takk fyrir frábært blogg kæra Svana!

  745. Agatha

    20. November 2013

    Dásamlegur! Væri fullkominn í nýju fínu stofuna mína …bjútífúl! Þú ert aldeilis flott á því – takk fyrir og til lukku með fjögur frábær ár!

  746. Ásta Salný

    20. November 2013

    Æði, finnst hann eiga að heima hjá mér í mínu herbergi, þá get ég kúrað í honum alein:) Efa það samt takist, karlinn væri líklega til í að hafa hann á miðju stofugólfinu!!!:)

  747. Jenný

    20. November 2013

    Oh, já takk, ótrúlega flottur stóll :)

  748. Hafdís Odda

    20. November 2013

    Maurinn sómir sér hvar sem er ;)

  749. Sigurrós Jónasdóttir

    20. November 2013

    Já takk , væri sko klárlega til í að príða heimilið mitt með einum svona :)

  750. erna

    20. November 2013

    langar mikið í svona stól-erfitt að segja hvar-væri svo finn útum allt :)

  751. Klara

    20. November 2013

    Þessi dásamlegi stóll myndi sóma sér vel í eldhúsinu í sveitinni minni ;)

  752. Helena Jóhannsdóttir

    20. November 2013

    Maurinn er algjör draumur, sérstaklega fyrir stelpu með stólafetish á háu stigi!! Hann væri fullkominn byrjun fyrir framtíðarheimilið þegar ég kem heim úr náminu mínu, við skrifborð eða bara eldhúsborðið!

    Takk fyrir frábæra síðu og hamingjuóskir með árin fjögur!

  753. Lilja Lind Pálsdóttir

    20. November 2013

    Besti vinningurinn.
    Ég mundi setja hann í stofuna hjá mér við hliðiná kertaarninum :)

  754. Berglind Halla Elfudóttir

    20. November 2013

    Þessi hefur lengi verið á óskalistanum. Í hinum fullkomna heimi fengi hann pláss við borðstofuborðið ásamt Grand Prix, Thonet 214, Eames DSW og DKW, Hay J104 og J77. Fjarlægur draumur sem birtist ansi oft hjá mér.
    TIl hamingju með árin fjögur.

  755. Margrét

    20. November 2013

    Myndi passa fullkomlega við snyrtiborðið mitt! :)

  756. Gudny Thorsteinsdottir

    20. November 2013

    Dásamlegur stóll eins og allt í Epal, ef ég yrdi heppin tha myndi ég hafa stólinn vid eldhúsbordid, thar myndi stólinn njóta sìn. Takk fyrir skemmtilegt blogg.

  757. Thelma

    20. November 2013

    Til hamingju með afmælið frábæra bloggsíða ! ………….Já en læt bara mig dreyma… en Maurinn fær örugglega besta staðinn sem ég finn í stofunni minni . (er að flytja í nýja stofu gömlu húsi )

  758. Vala Viðarsdóttir

    20. November 2013

    Hann myndi sóma sér best í eldúsinu þar sem öll fjölskyldan kemur alltaf saman á hverjum degi! Er að safna mismunandi hönnunarstólum í kringum eldhúsborðið og maurinn yrði fullkominn í safnið!

  759. Vala Árnadóttir

    20. November 2013

    Myndi hafa hann við snyrtiborðið mitt, passar einstaklega vel við það :)

  760. Bryndís Ýrr Pálsdóttir

    20. November 2013

    Ótrúlega væri ég til í þessa fegurð! Ég myndi annað hvort leyfa honum að njóta sín í forstofunni svona einn og sér eða leyfa honum að vera með hinum stólunum í borðstofunni sem eru allir mismunandi!:) Svo væri ekki verra að fá þennan stól í afmælisgjöf þar sem ég á nú afmæli 1. desember;)

    Takk fyrir yndislegt blogg og frábærar hugmyndir!!

  761. Milena Anna

    20. November 2013

    Þessi er æði! Myndi setja hann á góðan stað í stofunni. <3

  762. Lilja Rún Gunnarsdóttir

    20. November 2013

    já takk væri sko meira en til að príða heimilið mitt með fallegum stól. Maurinn sómir sér hvar sem er :)

  763. Iris Svavarsdóttir

    20. November 2013

    Ef ég yrði svo lánsöm að eignast Maurinn eftir uppáhaldshönnuðinnminn þá myndi hann sóma sér svo fallega inn í svefnherberginu mínu – myndi lúkka einstaklega vel þar inni :)) TAKK ..

  764. Margrét Rós

    20. November 2013

    Einn maur myndi sko sóma sér vel við borðstofu/eldhúsborðið hjá okkur þar sem við erum einmitt að safna saman mismunandi stólum :)

  765. Ína

    20. November 2013

    Svana vá strax komin 4 ár, glæsilegt innilega til hamingju með það.:)
    Ég hef fylgst með blogginu þínu frá byrjun og það er algjörlega uppáhalds..
    Arne Jacobsen er einn af mínum allra uppáhalds líka. Hönnun hans er svo falleg, tímalaus og passar nánast í hvaða umhverfi sem er.
    Maurinn er búinn að vera lengi á mínum óskalista og myndi passa svo vel heima hjá mér. ❤

    Það er skemmtilegt að segja frá því en ég var stödd í Eirbergi á Landspítala við Hringbraut um daginn og þar rak ég strax augun í gamla viðarlitaða maura í tölvuverinu Þeir voru örlítið sjúskaðir en engu að síður áberandi fallegir og greinilega með mikla sál. Ég hefði viljað eiga þá alla ;)

  766. Elísabet

    20. November 2013

    Vá en frábær gjöf.. þessi stóll er auðvitað alltaf jafn tímalaus og dásamlegur, kæmi hrikalega vel út við
    eldhúsborðið :)

  767. Helga Rúna Péturs

    20. November 2013

    Mikið væri yndislegt að eignast þennan stól.
    Í algjöru uppáhaldi og myndi sóma sér sérstaklega vel heima hjá mér :)
    Og kærar þakkir fyrir frábært blogg Svana, ég les það á hverjum degi. Viskubrunnur sem þú ert og mikill fagurkeri. Takk fyrir að veita okkur lesendum gleði með fallegum hlutum.

  768. Aldís

    20. November 2013

    vissir þú að Arne Jacobsen hannaði heila strandlínu rétt fyrir utan Klambenborg í Danmörku. Og ekki bara strandlínuna sem er dásamlega falleg og skemmtileg, heldur líka leikhús, kaffihús og íbúðarhús svo e’ð sé nefnt.
    Það er eiginlega heillt þorp, sem er algjörlega honum til heiðurs í dag.. Ströndin heitir Bellevue og maður fer með lestinni til Klampenborg (eins og þegar maður fer í tívolíið á bakken)
    má lesa um þetta hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Bellevue_Beach

    Ég hefði skilið eftir myndir, sem ég tók þar árið 2008, ef ég bara gæti skilið eftir mynd í kommentakerfinu **

    Þetta er algjörlega “falin perla” sem allir listunnendur sem eiga leið sína til Kaupmannahafnar.. ættu að tékka á ;) þó það væri ekki nema bara að setjast niður á kaffihúsinu, og fá sér einn bolla ** dásamlegt að sóla sig þarna á góðum sumardegi !!!

    Varðandi stólinn, (ég á engan fyrir) – þá myndi hann verða húsfreyjustóllinn minn :) Ég myndi nota hann við skrifborðið.. og nota hann við eldhúsborðið og nota hann fyrir framan sjónvarpið ** og ef ég ætti von á gestum, myndi ég planta honum á látlausum stað, sem samt allir myndu taka eftir ;)

    Ég myndi sem sagt þvælast með hann útum allt ** og nota hann vel :)
    ..svo í framtíðinni, myndi hann eignast bræður !!

  769. Erna Karla Guðjónsdóttir

    20. November 2013

    Þessi myndi sóma sér vel í hjarta íbúðarinnar minnar :)

  770. Guðný Sif Jónsdóttir

    20. November 2013

    Í daglegri notkun, fallegur nytjahlutur

  771. Erla

    20. November 2013

    Vá, þessum afmælisleik lýkur svo sannarlega með stæl!
    Ef ég yrði svo ótrúlega heppin að eignast draumastólinn þá yrði hann gerður að kóngastól við borðstofuborðið mitt, beint á móti prinsessustólnum :)
    Takk fyrir frábæra síðu og fyrir frábær 4 ár, vonandi verða þau mun fleiri.

  772. Hildur Karen Sveinbjarnardóttir

    20. November 2013

    Ó, hann er svo fallegur, eins og allt frá Arne Jacobsen. Ég myndi helst bara vilja sofa á honum – ég er viss um að það er mega kósí.

  773. Berglind Ýr Jónasdóttir

    20. November 2013

    Flottasta blogg Íslands með flottasta gjafaleikinn! Væri gaman að vinna :)

  774. Tinna Rut Alertsdóttir

    20. November 2013

    Til hamingju með afmælið og fráæran vef! :)

    Ég er að útbúa smá skrifstofurými uppá stigapalli hjá mér. Búin að fá mér fallegt palisander skrifborð og kartell bókaorminn og ef ég verð svo ótrúlega lánsöm að vinna Maurinn þá fer hann klárlega fyrir framan skrifborðið <3

  775. Bára Sigurjónsdóttir

    20. November 2013

    Þessi æðislegi stóll myndi sóma sér vel við annan endann á gamla borðstofuborðinu frá foreldrum mínum, sem ég ég var svo heppin að fá að eiga :)

  776. Ingibjörg Torfadóttir

    21. November 2013

    Ok vá þú ert endalaust að toppa gjafirnar, þetta er flottasta gjöf sem ég hef séð! Þessi fallegi stóll myndi sóma sér best í stofunni hjá mér eða jafnvel við skrifborðið mitt. Takk fyrir frábært blogg :)

  777. Helga Björk Hauksdóttir

    21. November 2013

    Ég mundi bara leyfa fólki sem mér þykir vænt um að setjast í hann, hann fengi sérstakan stað á heimili mínu af því að hann er æði.

  778. Sirra Guðnadóttir

    21. November 2013

    Þessi fallegi stóll myndi sóma sér vel við borðstofuborðið mitt :)

  779. Bryndis Oddsdottir

    21. November 2013

    Ég myndi setja þennan stól á efri hæðina hjá mér. Þar fengi hann að njóta sín :)

  780. Ásta María Guðmundsdóttir

    21. November 2013

    Þessi fengi að vera í stofunni, við hliðina á tekk útvarpsskenknum! Ég hugsa að ég myndi samt nota hann líka þegar ég er að læra á kvöldin – það er svo gott að sitja á þessum grip!!

  781. Sigríður E. Ragnarsdóttir

    21. November 2013

    Inni í stofu myndi hann vera:)

  782. Steinunn G Einarsdóttir

    21. November 2013

    ætla gera lítið snyrtiherbergi fyrir mig og þessi væri geggjaður þar:)

  783. Márus

    21. November 2013

    sæll, mikið yrði nú konan mín glöð ef ég ynni þennan stól…(handa henni) ;-)

  784. Hulda Sveins

    21. November 2013

    ó, hann er svo dásamlega flottur þessi! færi klárlega í sjónvarpsherbergið :0)

  785. Anna Sif Gunnarsdóttir

    21. November 2013

    Svo mikið beuty þessi stóll sem myndi gera svo mikið fyrir pinkupons íbúðina mína. Hann fengi að vera í stofunni :D

  786. Sölver Ingi Þórsson

    21. November 2013

    Æðislegir stólar!

  787. Marta Kristín

    21. November 2013

    Til hamingju með afmælið :) Væri mikið til í þennan stól!

  788. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir

    21. November 2013

    Ó hvað ég elska allt frá Arne! Ég er að safna stólunum hans. Á Grand Prix og Sjöu svo sætur Maur væri sætur í safnið við eldhúsborðið/borðstofuborðið mitt. Væri gaman :) Takk fyrir skemmtilegt og flott blogg.

  789. Þór Fannar Þórsson

    22. November 2013

    Flottir stólar :) passa vel í fínu stofuna

  790. Linda Rögnvaldsdóttir

    22. November 2013

    Ómæmæ hvað lífið var spennandi! Hönnun Arne er tímalaus og svo endalaust falleg, en hvar hann myndi vera á mínu heimili er erfitt val, fyrst myndi ég örugglega setja hann við tölvuborðið (sem er inní stofu í frímerkjaíbúðinni minni) en hann fengi ábyggilega af koma með mér úr einu herbergi í annað eftir hentugleika :)

  791. Kristín Ólafsdóttir

    22. November 2013

    Ég myndi leyfa syni mínum að hafa hann við skrifborðið sitt, held að Arne Jacobsen sé góð inspiration við lærdóminn!

  792. Helga Baldvinsdóttir

    23. November 2013

    Já takk!! sígild, falleg hönnun :)

  793. Sjöfn

    24. November 2013

    Maurahrúga í heima-vinnustofuna í arkitektúrakjallarann! Alveg maurað!

  794. Þóra Sigurðardóttir

    24. November 2013

    hólí mólí ég er svo spennt yfir þessu! Maurafínt!

  795. Berglind Friðriksdóttir

    24. November 2013

    Ég myndi finna honum góðan stað inni í stofu :-)

  796. Kristína Aðalsteins

    24. November 2013

    Ég yrði yfir mig ánægð að fá þennan fína stól í nýju íbúðina mína sem ég flyt í eftir áramót ! Ég myndi stilla honum upp einum og sér inni í stofu, við hlið fallegs antíkskáps, sem fær að geyma spariglösin mín og gamlar ljósmyndir. Takk fyrir að bjóða upp á svona veglegan leik !

  797. Thelma

    25. November 2013

    Maurinn hefur mikið tilfinningargildi fyrir mig…ég ólst upp með þeim hjá ömmu og afa sem eru látin í dag, ég væri því óendanlega glöð að eignast einn svona til að minna mig á góða tíma með þeim – smá nostalgía.

    Þeir eru óendanlega fallegir og klassískir…maurinn færi því í mitt eldhús eins og þeir voru hjá þeim.

  798. Hrefna Björg

    26. November 2013

    Hérna kemur komment númer 822…. hahahaha en miði er möguleiki! Maurinn er dásemd, hann myndi fá sinn sess við eldúsborðið mitt. Takk fyrir æðislegt blogg sem er eitt af mínu uppáhalds og gangi þér vel með framtíðina!

  799. Kristín Pétursdóttir

    26. November 2013

    Yyyyndislega fallegur stóll og hönnunin alveg uppá milljón. Á eina svarta sjöu sem ég hef við eldhúsborðið og þessi myndi svo sannarlega smellpassa þar inn xx

  800. Sigrún Bjarnadóttir

    26. November 2013

    Þvílíkt vegleg gjöf!! Ég sá þessa stóla fyrst þegar ég vann á Þjóðminjasafninu í denn og hef síðan þá verið mest skotin í Maurnum af stólunum hans Arne. Ég myndi hafa hann við borðstofuborðið, klárt mál.

  801. Alma Tryggvadóttir

    26. November 2013

    Æðislegur! Myndi sóma sér vel við enda gangsins hjá mér einn og sér =)

  802. íris Alda Stefánsdóttir

    27. November 2013

    Þessi griður myndi sóma sér vel í öllum herberjum, nema á kklósetinu !

  803. Ásta huld Eiríksdóttir

    27. November 2013

    Fallegur stóll hann væri æðislegur i borðstofunni hjá mér ;)

  804. Jóhanna Sigurjónsdóttir

    27. November 2013

    Þessi elska mundi sóma sér vel við skrifborðið mitt :)

  805. Sigrún Snorradóttir

    27. November 2013

    Tímalaus hönnun þar sem notagildi, gæði og fagurfræði fara saman.

  806. Anna Bergmann Björnsdóttir

    28. November 2013

    Mig langar sjúklega í þennan mauragaur! <3 …stóllinn myndi fara sjúklega vel inn í stofu þar sem hann yrði dásamaður sem það djásn sem hann er! loves it..

  807. Berglind Kristinsdóttir

    28. November 2013

    Langar ekki lítið í einn svona stól, er með fullkominn stað í stofunni fyrir hann :)

  808. Silja Gylfadóttir

    29. November 2013

    Ég myndi hafa hann við eldhúsborðið með J77 stólunum mínum, það myndi fullkomna eldhúsið!

  809. Halla Karen Gunnarsdóttir

    29. November 2013

    Ég myndi hafa hann í stofunni/borðstofunni :)

  810. Kolbrún Sjöfn Magnúsdóttir

    29. November 2013

    En sá vinningur! Mikið yrði þessi fallegi stóll mikil prýði heima hjá mér.

  811. Páll Guðbrandsson

    29. November 2013

    Þessi fallegi stóll yrði flottur við eldhúsborðið heima hjá mér!
    Til hamingju með árin 4!

  812. Gunnhildur Gísladóttir

    29. November 2013

    Án efa í stofunni…

  813. Jóna Björk Indriðadóttir

    30. November 2013

    Kæmi sér vel á nýtt heimili sem er á plani næsta árs :)

  814. Elín Pétursdóttir

    30. November 2013

    Dreym… stólinn færi inn í stofu alveg klárlega :)

  815. Karen Rúnarsdóttir

    30. November 2013

    Oh hvað mig langar! Hann yrði meðal vina sinna við borðstofuborðið. Þessi 4 sem eru þar núna eru komnir með leið á hvor öðrum og þurfa nýjan vin til þess að hressa uppá stemninguna!

    Pick ME! :)

  816. Brynhildur Kristín

    30. November 2013

    Svo falleg og tímalaus hönnun. Sé stólinn fyrir mér í forstofu, og við eldhúsborðið þegar þeir væru orðnir fleirri. Væri rosalega gaman að eignast þennan stól og þar af leiðandi fyrsta húsgagnið mitt í búið. Ekki leiðinlegt að byrja safnið með hönnun eftir Arne Jacobsen ♥

    Brynhildur Kristín

  817. Hafdís

    30. November 2013

    Dásemd <3 Ég yrði sko mikið í skýjunum með þennan stól. Ég myndi stilla honum upp inni í hjónaherbergi, ekki spurning :) Ég elska Svart á hvítu!

  818. theodóra ágústsdóttir

    30. November 2013

    Draumur í litlu sætu íbúðina hjá okkur mæðgum, myndo sæma sig vel með loðna gærupúðanum okkar ;)

  819. Andrea Sif

    30. November 2013

    Þvílíkur draumur! Hann fengi að njóta sín vel inní stofu hjà mér, er búinn að vera spara flottan stað leng fyrir einum svona.

  820. Harpa

    30. November 2013

    Mikið væri gaman að eignast svona fallegan stól. Myndi gefa dóttur minni hann en við erum einmitt að taka herbergið hennar í gegn. Langar að gleðja hana svolítið ;-) Takk fyrir og til lukku með árin fjögur.

  821. Ásrún Jóhannesdóttir

    30. November 2013

    Myndi finna flottan stað fyrir hann :D

  822. Bára Dögg

    30. November 2013

    Svo falleg og klassísk hönnun !
    Mig dreymir um fallega borðstofustóla, og hef ég hroft á Maurinn lengi.
    Það er hugmynd að blanda saman gömum tekk stólum með svörtum maurum og eames stólum við tekk borð sem ég áskotnaðist í sumar.
    Vonandi fer þetta að taka á sig mynd !
    Það sem ég myndi hoppa af gleði við að eignast svona magnað húsgagn :)

    Ég myndi þess vegna líklegast setja minn Maur við borðstofuborðið, einnig finnst mér svona flottur stóll sæma sér uppstiltur á góðum stað!

    TakkTakk !

  823. Anna Vala

    30. November 2013

    hann er svo ótrúlega fallegur og færi beint inn í stofu :) þetta væri líka fullkomin gjöf í prófunum!

  824. Huld Haraldsdóttir

    30. November 2013

    Þetta yrði fyrst stóllinn sem að verður settur við framtíðarborðstofuborðið mitt. Draumur í dós!

  825. Guðrún Erna

    30. November 2013

    Þessi stóll er draumur í dós! Hann myndi passa vel inn í nýju íbúðina mína, í stofunni að sjálfsögðu:)

  826. Hrönn

    30. November 2013

    Ef hann verður minn þá finn ég honum góðan stað :)

  827. sigríður lára andrésdóttir

    1. December 2013

    vá yrði rosa ánægð að eignast svona flottan stól, hann yrði settur í stofuna :)

  828. Bjarney Kolbrún Þorsteinsdóttir

    1. December 2013

    Þessi stóll myndi vera við borðstofuborðið mitt :)

  829. Árný Yrsa

    1. December 2013

    ó mig auma hvað ég er of …. þessi hefði verið fullkominn á heimilið.

  830. Hrafnhildur

    1. December 2013

    Það sakar nú ekki að taka þátt svona á síðustu stundu…þar sem þetta yrði eitt af mínum fyrstu vönduðu hönnunarhúsgögnum myndi stóllinn að sjálfsögðu fá heiðurssess í framtíðaríbúðinni minni. Ég veit að mamma myndi heldur ekkert hata það að passa uppá hann á meðan ég klára nám úti :-)

  831. Elisabeth lind

    1. December 2013

    Væri svo fallegur einn og sér í stofunni med notknot púða!!

  832. Heiða Pétursd. Dam

    1. December 2013

    Langar svoooo í hann!!!! myndi hafa hann við fallega eldhúsborðið mitt <3