Eins og Elísabet Gunnars greindi frá fyrr í dag, (sjá hér) þá mun verslunin SUIT Reykjavík opna á Skólavörðustíg í lok nóvember. Það eru þau Ása Ninna og Guðmundur Hallgrímsson hjá GK Reykjavík sem standa að opnun SUIT Reykjavík og fengu þau til liðs við sig flottu hjónin hjá hönnunarstúdíóinu HAF, þau Hafstein Júlíusson og Karitas Sveinsdóttur til að sjá um hönnun á nýrri og ferskri verslun. Ég heyrði aðeins í Karitas um hönnun verslunarinnar og fékk hana einnig til að sýna mér nokkrar teikningar.
“Við hönnun búðarinnar vildum við reyna að endurspegla ímynd vörumerkisins SUIT. Samkvæmt ímyndinni á rýmið að vera industrial, einfalt, heiðarlegt og með sterkan óheflaðan karakter. Við viljum koma fólki á óvart með nútímalegum og ferskum lausnum og mikilvægt er að allir hlutir í rýminu hafi gott notagildi.”
Ljósin eru einnig hönnuð af HAF
“Húsið stendur við Skólavörðustíg og er á 4 pöllum og hefur efsti pallurinn mikla lofthæð. Í raun er þetta hús algjör gullmoli og var upphaflega hannað sem listagallerí.”
Ég hef fylgst vel með HAF hjónunum undanfarið og því sem þau hanna og er því viss um að þessi verslun verði mjög djúsí:)
Skrifa Innlegg