fbpx

@PIET HEIN EEK

HönnunPersónulegt

Ég er í þessu að fara í gegnum myndir sem ég tók í Hollandsferðinni minni á dögunum, ástæða ferðarinnar var hollenska hönnunarvikan sem haldin er árlega í októbermánuði, ásamt henni er skólinn “minn” Design Academy Eindhoven einnig með útskriftarsýningu sem er alltaf beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Mér þótti sérstaklega gaman að fara í ár þar sem að sumir af mínum bestu vinum voru að útskrifast og eru þau að gera alveg hreint frábæra hluti í dag. Fyrsta albúmið sem ég ætla að deila með ykkur er heimsókn á vinnustofu Piet Hein Eek, hann er í miklu uppáhaldi hjá mér, en vinnustofa hans er staðsett í útjaðri Eindhoven. Borgin gaf honum risavaxið svæði með nokkrum byggingum á, sem hann nýtir í dag undir verkstæðið sitt, “showroom”, veitingarstaðinn sinn ásamt því að leyfa ungum hönnuðum að fá afnot af vinnustofum. Eindhoven hefur verið kosin af Forbes Magazine frumlegasta borg heimsins árið 2011, og það er í raun merkilegt að sjá og fylgjast með stuðningnum sem hollensk hönnun fær og þá sérstaklega frá ríkinu, það er í raun ótalmargt sem íslenska ríkið getur lært af Eindhoven. Hollensk hönnun blómstrar, og þau hugsa svo sannarlega í lausnum en ekki vandamálum. -Það er því miður ekki hægt að segja það sama um íslenska hönnun og hvernig haldið er utan um hana.

Hér eru nokkra myndir…

1

Við (ég og vinkona mín Jing) byrjuðum á fyrirlestri Li Edelkoort sem haldinn var hjá Piet Hein Eek, núna er ég mikill aðdáandi þeirra beggja og verð alltaf hálf vandræðaleg, sérstaklega í kringum Li.

2

Uppáhaldið mitt hún Jing sem hefur unnið mikið fyrir Li og fer beint að starfa fyrir hana eftir útskrift. -Draumur margra hönnuða!

3 4

Veggfóður eftir Piet Hein, og til hægri má sjá hönnun Tom Dixon, en þeir eru góðir félagar og sýna hönnun hvors annars í sínu “showroomi”.

6

Tom Dixon sem er einnig einn af mínum uppáhalds.

7

Veitingarhús Piet Hein Eek er hér að ofan, það er í sömu byggingu og verkstæðið hans.

8

Vonandi njótið þið myndanna jafn vel og ég, mér finnst fátt jafn skemmtilegt og að sjá vinnustofur hönnuða og fá smá innsýn í þeirra starf.

Fyrir áhugasama þá er vefsíðu Piet Hein að finna hér.

GJAFALEIKUR : LAKKRÍS BY JOHAN BüLOW

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. alexandra

  11. November 2013

  Veistu hvort það er hægt að fá Tom Dixon kertastjaka og ljós hér á landi? (ekki kopar kúpulinn) :)

  • Svart á Hvítu

   11. November 2013

   Já Lúmex er með fullt af Tom Dixon ljósum og t.d. Eclectic kertin, svo er e-ð Tom Dixon rétt ókomið í Epal:)
   -Svana

 2. Alexandra

  12. November 2013

  frábært – takk kærlega fyrir! :)