fbpx

Á FEBRÚAR ÓSKALISTANUM

ÓskalistinnPersónulegt

Gleðilegan febrúar kæru lesendur ♡

Það er óvenjulegt að ég uppfæri ekki bloggið mitt nokkrum sinnum í viku og fæ ég hálfgerð fráhvarfseinkenni þegar ég næ ekki að skrifa sem oftast og leyfa huganum að reika um falleg heimili, þetta er jú eitt af mínum uppáhalds áhugamálum, að blogga sem ég fæ einnig að deila með nokkrum uppáhalds vinum sem skrifa hér með mér á Trendnet. Mööögulega hefur smá svefnleysi einkennt síðustu vikur en ég er þó vopnuð bjartsýni og í kvöld er ég viss um að síðasta slæma nóttin sé búin hjá okkur mæðgum og ég kem þá tvíefld tilbaka ♡

Það er ótrúlega margt sem mig hlakkar til að sýna ykkur og segja frá, auk þess sem að framkvæmdarlisti heimilisins hefur legið í dvala frá því sl. haust og mig kitlar í puttana að komast í nokkur verk. Dagarnir eru farnir að lengjast og það er ekki annað hægt en að vera bara þokkalega bjartsýn/n ♡

Hér höfum við nokkrar gersemar sem verma óskalistann að þessu sinni og eiga það nokkrar sameiginlegt að vera ansi litríkar. Ég þrái smá meiri litagleði á heimilið mitt og er með augun á nokkrum skemmtilegum vörum sem ég ætla að næla mér í á næstunni.

Mynd á vegginn úr seríunni Flower Market eftir sænsku listakonuna Astrid Wilson eru draumur! Honolulu og Tunis mættu svo sannarlega prýða stofuna mína. Fæst hjá Mikado á Hverfisgötu.

Litrík rúmföt hljóta hreinlega að gera lífið aðeins skemmtilegra, þessi gordjöss lillabláu rúmföt hafa setið lengi á óskalistanum mínum en merkið Tekla fæst hjá Norr11.

Þessir fluffy inniskór eru með þeim allra flottustu – frá elsku Andreu minni sem hefur verið að bæta við einstaklega vel völdum skóm við vöruúrvalið sitt! Spennó! Fást hjá AndreA.

Fallegasti vasi sem ég hef augum litið er Aalto vasinn í litnum Amethyst sem gefinn er út í ár í tilefni af 140 ára afmæli iittala. Fjólublái draumavasi – þennan verð ég að eignast!

Dekur fyrir húðina er eitthvað sem er orðið nauðsynlegt. Þetta svefnleysi undanfarna mánuði er farið að sjást vel á mér og því fær smá húðdekur að fylgja með á óskalistanum. Bioeffect andlitsmaskar sem ég hef bara heyrt gott af.

Gott ilmkerti og jafnvel nýtt tímarit væri draumur – Hing ilmstráin eru þau allra bestu sem ég hef prófað og ilmurinn Sítrónugras toppar allt og ég hef sjaldan verið jafn oft spurð af gestum hvaða heimilisilm við værum með. Næst á dagskrá er því að prófa ilmkertin þeirra líka. Fæst hjá Ramba – 

Montana náttborð væri draumur í svefnherbergið – þau fást í allskyns spennandi litasamsetningum og að sjálfsögðu líka klassískum hvítum. Það er eitthvað við þessa mynd sem er alveg extra djúsí. Fæst í Epal.

Pappelina motturnar frá Kokku eru æðislegar – ég var að skoða nýju línuna en datt þá niður á þessa litríku úr eldri línu frá þeim. Ég þrái fleiri liti á heimilið mitt og þessi er frekar skemmtileg. Fæst í Kokku. 

Núna er kominn tími á lokahnykkinn á herbergi heimasætunnar og gera það smá huggulegt. Leikföngin frá Liewood ásamt textílnum er einstaklega fallegt og í þægilegum litum, þessi staflanlegu hringir er eitthvað sem mín dama hefði gaman af því að leika með og er á sama tíma fallegt á hillu þegar leikurinn er búinn. Fæst hjá Dimm. 

Svo er það síðast en ekki síst karfa drauma minna frá Korbo, það eru nokkur ár síðan ég gaf svona gyllta körfu í samstarfi við Kokku í gjafaleik hér á blogginu og hef verið með þær á heilanum síðan. Ótrúlega vandaðar og flottar og til í mörgum stærðum. Fæst í Kokku. 

Þá er febrúar óskalistinn upptalinn – þangað til að fleira bætist við!

SKANDINAVÍSKT & LEKKERT

Skrifa Innlegg