fbpx

30 VIKUR

MEÐGANGAN

Ég er að vísu komin 31 viku og ætla ekkert að leyna því að ég er búin að vera alltof lengi að koma þessari færslu frá mér.
En síðustu vikur hafa einkennst af miklum gestagangi sem er alltaf gaman. Búandi í öðru landi þykir okkur svo dýrmætt þegar fólkið okkar gerir sér ferð til að heimsækja okkur. Stundum er mjög lítið um heimsóknir, allir uppteknir og á fullu að gera sitt, og þess vegna er svo mikilvægt að njóta þegar tækifærið gefst. Smá myndasyrpa af góðum gestum og góðum stundum:

Heilsan er mjög góð eins og er og litla stelpan okkar vex og vex. Við skelltum okkur í 3D sónar fyrir ekki svo löngu og það var magnað. Að sjá hana í (næstum) allri sinni dýrð gerði þetta allt mun raunverulegra og við tölum ekki um annað þessa dagana en hvað við erum full tilhlökkunar að fá hana í fangið. Þegar við verðum fjölskylda. Annars átti Arnór einn frídag í lok mánaðarins og við drifum okkur aðeins út úr bænum, á Ystad Saltsjöbad hótelið sem þið hafið alveg örugglega séð glitta í í einhverri af færslum Elísabetar. Flesta daga snýst lífið um fátt annað en fótbolta og stanslausar æfingar og þetta var því dýrmætur sólarhringur sem við áttum í fallegri náttúru og notalegu umhverfi.

Annars er ég komin til Íslands og ætla að njóta hér næstu daga áður en við höldum í sólina yfir jólin. Við fórum ekki í neitt frí á árinu og því er tilhlökkunin mikil. Stundirnar hérna á Íslandi gera mikið fyrir sálina og það er ótrúlega gott að hitta alla og eiga gæðastundir í jólastemningunni.

Ég verð að segja ykkur frá þessum kjól en hann er frá Mads Nørgaard og fæst í Húrra Reykjavík – fullkominn jólakjóll. Skórnir eru frá Eytys – nánar hér.

Happy Monday <3

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram: @andrearofn

CURRENT FAVORITES

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnarsdóttir

    10. December 2018

    Hlakka líka svo til að fylgjast með ykkur sem foreldrum!
    Og svoo hamingjusöm fyrir ykkar hönd þegar ég skoða myndirnar frá Ystad Saltsjöbad – best í heimi.