Hvítar skyrtur eru klassík eins og „litli svarti kjóllinn”. Þær passa við flest – jakka, dragtir, peysur, pils, gallabuxur og lengi mætti telja. Möguleikarnir með hvítar skyrtur eru endalausir – bómullarskyrtur, mesh skyrtur, herraskyrtur, skemmtilegir detailar og mismunandi kragar. Eitt af því skemmtilega við hvítu skyrturnar er hversu auðvelt það er að klæða þær upp og niður.
Ég er ein af þeim sem gæti ekki verið án hvítra skyrtna og hef klæðst þeim mikið síðan ég var lítil stelpa. Ég get alltaf bjargað mér með því að skella mér í skyrtu og líður alltaf öruggri með outfittið þegar ég klæðist einni slíkri.
Þessar eru í uppáhaldi hjá mér núna. Þá efri fékk ég í Zöru í byrjun sumars og þá neðri í H&M á svipuðum tíma.
Allir í skyrtur!
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg