Húrra Reykjavík: The Women’s Issue kemur út í fyrsta skipti í dag.
The Women’s Issue er 96 síðna tímarit stútfullt af viðtölum, ljósmyndum, myndaþáttum og fleiru. Með útgáfu tímaritsins er markmiðið að vekja athygli á kraftmiklum og áhugaverðum konum sem veita innblástur með starfi sínu og verkum. Hvað drífur þær áfram og hvert er viðhorf þeirra til lífsins.
Mikil vinna var lögð í tímaritið sem ritstýrt er af Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur. Þrátt fyrir að vera á fullu í prófum síðustu vikur gat ég þó lagt mitt af mörkum og hlakka mikið til á morgun þegar við höldum upp á útgáfuna. Þér, kæri lesandi, er boðið í útgáfuparty í kvöld í kvennaversluninni Hverfisgötu 78 en herlegheitin standa frá kl. 19-21. Athugið að The Women’s Issue kemur út í takmörkuðu upplagi og því mæli ég með því að þið gerið ykkur ferð á Hverfisgötuna til að fagna með okkur!
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg