Nýlega átti ég mesta lúxus vinnudag sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Það eina sem ég þurfti að gera var að slaka á, fljóta og njóta. Myndatakan var fyrir íslenska vörumerkið FLOAT.
Fyrir næstum þremur árum átti ég reyndar svipaðan lúxusdag en þá tókum við fyrstu myndirnar af Float. Sú myndataka skilaði Float bæði innlendum og erlendum hönnunar- og auglýsingaverðlaunum, mont! Það var því ekkert verið að breyta út af vananum og sama gengið hélt af stað í þessa myndatöku.
Myndir: Gunnar Svanberg
Make-up: Guðbjörg Huldís
FLOAT: Unnur Valdís & Einar
Float er slökunarvara gerð til að upplifa djúpa og nærandi slökun í vatni. Float er innblásið af íslenskri bað- og sundlaugarmenningu. Með Float upplifir maður sælu og kyrrð, finnur vöðva slakna og blóðþrýstingurinn lækkar á leið manns í djúpslökun. Flot minnkar áhrif streitu, getur minnkað verki í líkamanum, flýtir fyrir endurhæfingu líkamans eftir meiðsli og getur dregið úr áhrifum svefnleysis, þunglyndis og kvíða. Eftir stund á floti endurheimtir maður skýrleika, einbeitingu og er endurnærður bæði andlega og líkamlega.
Myndirnar voru teknar á tveimur stöðum, í Gömlu Lauginni á Flúðum og á Frosti og Funa í Hveragerði. Gamla Laugin er heit náttúrulaug í Hverahólmanum á Flúðum og er vatnið um 38-40°C. Aðstaðan þar er frábær og ég mæli með því að gera sér ferð þangað til að njóta náttúrunnar okkar. Frost og Funi er fallegt hótel í Hveragerði sem er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta og vera í tengslum við náttúruna.
Float er hannað af Unni Valdísi vöruhönnuði. Síðustu ár hafa samflot farið fram í ýmsum sundlaugum landsins og er þá hægt að fá lánaðan flotbúnað og fljóta með öðrum. Ég mæli með því að fylgjast með Float á facebook hér og á instagram undir notendanafninu @flothetta en þar er Unnur dugleg að auglýsa samflotin. Næsta samflot fer einmitt fram í Breiðholtslaug í kvöld klukkan 20:30. Það er gaman að segja frá því að þessi nýja hönnun frá vatnalandinu Íslandi hefur vakið mikinn áhuga erlendis og nú er það svo að fólk í yfir 25 löndum er að stunda fljótandi slökun með Float.
Flotsettin, sem innihalda flothettu og fótaflot, eru seld í Systrasamlaginu á Seltjarnarnesi og í Spark Design Space. Núna fyrir jól fylgir með keyptum settum gjafabréf í Gömlu laugina á Flúðum. Uppskrift að dásamlegri upplifun í einum pakka.
Reynsla mín af Float er frábær. Ég tek sérstaklega eftir áhrifunum sem djúpslökunin hefur á líkama og sál. Ég er ekki stressuð að eðlisfari en samt sem áður finn ég mun á mér fyrir og eftir flot. Mér finnst fátt meira afslappandi en að fljóta og finnst að allir ættu að prófa það.
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg