…birtist fyrsta bloggfærslan á Svart á Hvítu.
Ég er þó ekki jafn skipulögð og í fyrra með tilbúinn gjafaleik en gefið mér smá tíma, hann kemur á næstu dögum, það er jú skemmtilegra að gefa en þiggja:) Lesturinn eykst með hverjum deginum og ég er ótrúlega þakklát fyrir allar heimsóknirnar og að þið nennið yfirhöfuð að fylgjast með því sem ég skrifa. Ég hef kynnst svo mörgu frábæru fólki í gegnum bloggsíðuna og fengið skemmtileg tækifæri, mér þykir vænt um allar athugasemdir sem þið skiljið eftir og lesendapóstinn sem ég ætla innan skamms að virkja meira (sem þýðir að ég ætla að ná að svara öllum). Það verða smávægilegar breytingar sem ég ætla að koma í gang í orlofinu mínu sem munu koma til með að gera bloggið enn skemmtilegra:)
Ég tók saman nokkrar af vinsælustu færslunum sem hafa birst hér inná síðan Trendnet opnaði, þar skoraði Iittala færslan mjög hátt ásamt færslum um hönnunareftirlíkingar, góðum hugmyndum fyrir heimilið og persónulegar færslur. Þetta er s.s. uppskriftin sem ég ætti að fara eftir til að fá lesturinn til að rjúka enn meira upp;)
3. Svart á hvítu ♥ Arne Jacobsen
4. Ugluæði?
Skemmtilegt hvað Iittala virðist vera eldheitt umræðuefni og margir sem hafa sterkar skoðanir á því, annaðhvort elskar þú þessar vörur eða þolir þær ekki (miðað við umræðuna á netinu nýlega).
Nóg um það, ég þakka fyrir lesturinn og vona að þið haldið áfram að fylgjast með!
Rétt upp hönd sem hefur lesið frá byrjun;)
-Svana
Skrifa Innlegg