fbpx

FYRIR FIMM ÁRUM SÍÐAN…

Persónulegt

…birtist fyrsta bloggfærslan á Svart á Hvítu.

Ég er þó ekki jafn skipulögð og í fyrra með tilbúinn gjafaleik en gefið mér smá tíma, hann kemur á næstu dögum, það er jú skemmtilegra að gefa en þiggja:) Lesturinn eykst með hverjum deginum og ég er ótrúlega þakklát fyrir allar heimsóknirnar og að þið nennið yfirhöfuð að fylgjast með því sem ég skrifa. Ég hef kynnst svo mörgu frábæru fólki í gegnum bloggsíðuna og fengið skemmtileg tækifæri, mér þykir vænt um allar athugasemdir sem þið skiljið eftir og lesendapóstinn sem ég ætla innan skamms að virkja meira (sem þýðir að ég ætla að ná að svara öllum). Það verða smávægilegar breytingar sem ég ætla að koma í gang í orlofinu mínu sem munu koma til með að gera bloggið enn skemmtilegra:)

Ég tók saman nokkrar af vinsælustu færslunum sem hafa birst hér inná síðan Trendnet opnaði, þar skoraði Iittala færslan mjög hátt ásamt færslum um hönnunareftirlíkingar, góðum hugmyndum fyrir heimilið og persónulegar færslur. Þetta er s.s. uppskriftin sem ég ætti að fara eftir til að fá lesturinn til að rjúka enn meira upp;)

1. Iittala límmiði, af eða á?

Alvar-Aalto-Vases-1-400x567

2. Hugmyndaríku vinkonu mínar

1779971_10152051722008043_551625268_n-620x620

3. Svart á hvítu ♥ Arne Jacobsen 

Arne-Jacobsen-4-Leg-Ant-Chair-www.swiveluk.com-323-400x670

4. Ugluæði?

600814_472271386194503_1624855518_n-620x620

4. Öðruvísi Iittala 

aalto-vase-green-2

Skemmtilegt hvað Iittala virðist vera eldheitt umræðuefni og margir sem hafa sterkar skoðanir á því, annaðhvort elskar þú þessar vörur eða þolir þær ekki (miðað við umræðuna á netinu nýlega).

Nóg um það, ég þakka fyrir lesturinn og vona að þið haldið áfram að fylgjast með!

5cadf3ff31374c2afe7d6e89b9fc159e58212a3ae619fe4b83c0e36b03606593

Rétt upp hönd sem hefur lesið frá byrjun;)

-Svana

Á STRING HILLUNNI

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Sigrún

    29. October 2014

    *Réttir upp hönd* :D

  2. Hulda Magnúsdóttir

    29. October 2014

    Hönd!
    Hands down eitt af mínum uppáhalds
    heheheheh

  3. Daníel

    29. October 2014

    Takk fyrir frábært blogg! Ég fæ smá sting í hjartað þegar talað er illa um Iittala HaHa.

  4. Anna Ragnarsdóttir Pedersen

    29. October 2014

    Mín hönd fer hátt upp! Þú ert frábær!

  5. Andrea

    29. October 2014

    Elska bloggið þitt – búin að elta þig tja örugglega í að verða 5 ár :))) Geinilega vinnu”börnin” okkar jafn gömul :)
    Innilega til hamingju með afmælið og TAKKK fyrir fallegt og vel unnið blogg í 5ár <3
    Það er sko eithvað :)
    Hlakka til að lesa og skoða fallega hluti í mörg ár í viðbót
    XXX
    A

  6. Guðný

    30. October 2014

    *Rètt upp hönd* ;)
    Þú ert frábær.

  7. Áslaug

    30. October 2014

    Ég, ég, ég!

    Fyndið að hugsa til þess að það eru 5 ár síðan að við vorum að skrifast á fb. eða skype og pæla hvað bloggið ætti að heita!

    Til lukku með afmælið :*

  8. Katrín

    30. October 2014

    Mín hönd er upprétt !

  9. Margrét Péturs

    30. October 2014

    ég hef fylgst með síðan þú og rakel byrjuðuð þetta (mér finnst alls ekki vera komin 5 ár síðan haha)

    mitt uppáhalds íslenska blogg ekki spurning :)

  10. Guðrún

    30. October 2014

    gvuuð 5 ár!! ég held að ég hafi lesið frá byrjun, mér finnst bara svo ótrúlegt að það séu 5 ár síðan!! til hamingju með þetta, klárlega eitt af skemmtilegustu bloggunum :)

  11. Birna Helena

    30. October 2014

    Rétt upp hönd! En ég hef fylgst með næstum því frá byrjun :D Til hamingju með árin fimm.

  12. Ásta Dröfn

    30. October 2014

    Ég uppgötvaði Svart á hvítu páskana 2010 og gjörsamlega lá yfir henni í nokkra klukkutíma, hef verið diggir lesandi siðan :)