fbpx

HUGMYNDARÍKU VINKONUR MÍNAR…

BarnaherbergiDIY

Svo að ég haldi nú áfram að dásama hugmyndaríku vinkonur mínar, þá langar mig til að deila með ykkur þessari mynd sem vinkona mín Áslaug Þorgeirs tók inni í herbergi dætra sinna. Ég hef áður skrifað um doppótta veggi og er mjög heilluð af slíku, en ekki datt mér í hug að nota doppulímmiða!  Ég sá alltaf fyrir mér tímafrekt verk að handmála doppurnar á.

Hún Áslaug er alveg meðetta og keypti pakka af doppum í Söstrene og skellti á vegginn, -svipaðar doppur fást í skrifstofudeild í flestum bókabúðum líka:)

1779971_10152051722008043_551625268_n

Pakkinn kostaði um 100 kr og það var nægur afgangur!

Sniðugt DIY fyrir heimilið, ekki bara barnaherbergið þó það passi einstaklega vel þangað inn:)

HÖNNUNARMARS: FYRIRLESTUR MEÐ CALVIN KLEIN & FLEIRUM

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Helga Hlyns

    10. March 2014

    Vá þetta er æði ! má ég forvitnast ? hvar hún fékk bleikan kartell lampa ? ;)

    • Svart á Hvítu

      10. March 2014

      Hann var gerður í takmörkuðu upplagi árið 2009, Áslaug keypti sinn á netinu á http://www.madeindesign.co.uk á sínum tíma en hann var bara seldur þar:)
      Ég myndi mæla með að leita a ebay ef þig langar í einn…

  2. Guðrún Hjörleifsd

    10. March 2014

    Ég keypti einmitt sömu doppulímmiða í Söstrene til þess að skreyta veggina í herbergi dóttur minnar fyrir nokkrum mánuðum. Þeir losnuðu hinsvegar mjög af veggnum. En það er auðvelt að búa til hveitilím og smyrja aftaná límmiðana þá festast þeir líkt og veggfóður (þó hægt að ná þeim af með vatni) :) virkaði vel hjá mér :)
    mæli með því :)

    • Áslaug Þorgeirs.

      10. March 2014

      Úúú sniðugt! Þeir hafa ekki flagnað af hjá mér en hef þurft að pressa stundum smá á þá aftur :)

  3. Helga

    10. March 2014

    Það er eins og límmiðarnir séu á hvítum pappa eða filmu, kannski er bara skuggi í myndinni hægra megin. Væri gaman að heyra ef þetta er fest á annan hátt en beint á vegginn.

    • Áslaug Þorgeirs.

      10. March 2014

      Þetta er bara veggur sem er á ská, og lítur þess vegna svona út.. En límmiðarnir eru bara festir venjulega á :)

  4. Dagný Björg

    10. March 2014

    Glæsó! Ég gerði einmitt færslu um þetta um daginn þar sem notaðir voru svona limmiðar :) mjög sniðugt til að hressa upp a toma veggi

  5. Agnes

    10. March 2014

    Mæli með því að fólk strjúki yfir vegginn með blautri tusku og sápu og leyfi honum að þorna vel áður en límmiðarnir eru festir á. Þá haldast þeir mun betur á veggnum.

  6. Anonymous

    10. March 2014

    Sjúklega flott og fallegt..;)

  7. Elisabet

    8. April 2014

    Guðrún hvað setur i hveitlimið :)

    • Svart á Hvítu

      8. April 2014

      Fann þetta á google: “Hveitilím:

      Hveiti 100 gr.
      Vatn 250 gr.

      Hitið vatnið að suðu. Takið af hitanum, sigtið hveitið í og hrærið saman. Setja aftur á suðu og látið þorna dálítið upp á meðan hrært er í. Hægt að lita með mokkalit ef verið er að líma saman dökka hluti. Sett á með hníf eða höndum og látið harðna. ”
      :)