fbpx

HÖNNUNARMARS: FYRIRLESTUR MEÐ CALVIN KLEIN & FLEIRUM

Hönnun

Ég er farin að telja dagana niður í Hönnunarmars sem mun standa frá 27.mars-30.mars. En þið?:)

Dagskráin er nýsmollin saman og hægt er að kynna sér hana hér, ég hvet ykkur þó einnig til að kynna ykkur fyrirlestradaginn sem er mjög spennandi í ár. Ég mun allavega hefja Hönnunarmars þar! Hægt er að kaupa miða hér, en miðaverð er 7.900 kr. með léttum hádegisverð.

DesignTalks fyrirlestradagur HönnunarMars markar upphaf hátíðarinnar líkt og undanfarin ár. Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta flytja erindi á fyrirlestradeginum sem ber heitið Dealing with Reality. Þar verða ný hlutverk hönnuða og arkitekta í brennidepli og hönnun skoðuð sem leiðandi afl á umrótatímum, í óvæntu samhengi og samstarfi.

calvin

Calvin Klein

Fatahönnuður, stofnandi og eigandi Calvin Klein Inc. Calvin Klein hefur um árabil verið einn fremsti fatahönnuður heims. Í erindi sínu mun hann m.a. fjalla um stefnumótun og aðferðir á ólíkum stigum starfsferils síns og mikilvægi samvinnu þvert á hönnunargreinar.

robert-wong-bw1

Robert Wong

Invent the Future

„Chief Creative Officer“ hjá Google Creative Lab sem er skapandi deild Google. Þar fer fram vörumerkjaþróun, vöruþróun og stefnumótun fyrir markaðssetningu fyrirtækisins. Í erindi sínu ræðir Robert Wong m.a. mörkin milli raunveruleika og sýndarveruleika.

kfirth-bw

Kathryn Firth

The Olympic Legacy: From Urban surgery to a Piece of City

Arkitekt og hönnunarstjóri London Legacy Development Corporation. Kathryn leiðir hönnunarteymi fyrirtækisins sem vinnur að heildarskipulagi, stefnumótun og þróun Óympíuþorpsins í London. Verkefnið er eitt stærsta sinnar tegundar og hefur m.a. vakið athygli fyrir skýra stefnu í samstarfi við íbúa og notendur svæðisins en hönnunin stuðlar að auknum lífsgæðum og jafnrétti.

Mikael-Schiller_round_bw

Mikael Schiller

Stofnandi og stjórnarformaður sænska fatamerksins Acne Studios, ræðir hvaða leið fyrirtækið hefur farið í sinni stefnumörkum. Þar verður sambandið á milli sköpunar og kaupsýslu í brennidepli en Acne Studios var á barmi gjaldþrots um og eftir síðustu aldamót. Leiðin upp á við hefur verið ævintýri líkust og í dag rekur fyrirtækið vinsælar verslanir víða um heim.

marco-bw1-1

Marco Steinberg

Government: Copy the past or design the future?

„Strategic designer“ og fyrrum stjórnandi Helsinki Design Lab. Marco Steinberg er stofnandi fyrirtækisins Snowcone & Haystack sem sérhæfir sig í skapandi lausnum til að aðstoða stjórnvöld og veita þeim ráðgjöf við stefnumörkun og mótun framtíðarsýnar.  Marco gengdi stöðu framkvæmdarstjóra hjá finnska nýsköpunarsjóðnum Sitra um árabil. Þar átti hann frumkvæði að fjölda verkefna sem lutu að aðkallandi þörf á nýstárlegri stefnumótun í opinbera geiranum.

StefanSigrist_bw

Stephan Sigrist

Stofnandi svissnesku hugveitunnar W.I.R.E (Web for Interdisciplinary Research Expertise). Fyrirtækið leggur áherslu á þverfaglegt samstarf rannsókna og atvinnulífs fyrir framtíðarrýni. Stephan Sigrist annast fundarstjórn og kynningu fyrirlestrardagsins ásamt Hlín Helgu Guðlaugsdóttur.

hlid

Hlín Helga Guðlaugsdóttir

Hönnuður, listrænn stjórnandi og lektor við Konstfack listaháskólann í Stokkhólmi. Hlín Helga Guðlaugsdóttir er fyrrum framkvæmdastjóri Hönnunarsjóðs Auroru en sjóðurinn er mikilvægur hluti af stuðningsumhverfi hönnuða á Íslandi. Hlín Helga annast fundarstjórn ásamt Stephan Sigrist en Hlín sá jafnframt um mótun og skipulagningu DesignTalks 2014.

Þetta er eitthvað sem hönnuðir mega ekki láta framhjá sér fara!

Ég myndi næla mér í miða sem allra fyrst..

Ég meina hver vill ekki hitta Calvin Klein?;)

HUGMYNDIR FYRIR BARNAAFMÆLI

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Dagný Björg

    10. March 2014

    Ég er svo spennt! Sjàumst à fyrirlestradeginum og svo vonandi lika i Epal lika ;)

  2. Helgi Ómars

    11. March 2014

    Nei anskotinn og ffffjandinn, er Calvin Klein i alvoru ad fara vera med fyrirlestur? Thad er tryllt ..