UGLUÆÐI?

Íslensk hönnunListPlagöt

Nei sæl verið þið, ég er komin tilbaka úr smá fríi sem ég tók mér á meðan að ég skrapp til Eindhoven á hollensku hönnunarvikuna, -meira um það síðar. En núna er komið að máli málanna!

Flest ykkar kannist eflaust við fallegu ugluteikningarnar hennar Heiðdísar Helgadóttur / Heiddddddinstagram  sem slegið hafa rækilega í gegn á undanförnum mánuðum. Núna þekki ég Heiðdísi persónulega og hef fengið að fylgjast náið með velgengni hennar og þessvegna þykir mér einstaklega leiðinlegt þegar að aðrir byrja að teikna nákvæmlega sömu uglur og hún og selja. Þið vitið að ég er mikil áhugamanneskja um hönnunareftirlíkingar og það er ekki annað hægt en að benda ykkur öllum á hversu bilað þetta er.

600814_472271386194503_1624855518_n 942691_457959940958981_1696829422_n

Hér að ofan eru teikningar Heiðdísar, sjá facebook síðu Hér.

1379412_626228524085458_906163134_n

Hér er svo enn einn teiknarinn mættur á svæðið og selur í þetta skiptið ugluteikningar undir nafninu Ugla á kvisti, -sjá facebook síðu Hér. Ég segi enn einn teiknarinn afþví að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona mál kemur upp.

1391515_625384090836568_655240406_n

Hér að neðan má sjá Heiðdísar uglu til vinstri og Ugla á kvisti til hægri.

1378732_10153420575400083_386139978_n

Hér má sjá að uglurnar eru nánast þær sömu, því má gera ráð fyrir að þetta er 100% teiknað eftir teikningum Heiðdísar og 0% útaf því hversu mikla sköpunarþörf þessi einstaklingur hefur. Heimurinn er stútfullur af hugmyndum og það er hægt að gera ALLT sem þér dettur í hug, AFHVERJU þá að velja ugluteikningar sem eru ÞEGAR orðnar það vinsælar að það fer ekki á milli mála að hér er um eftirlíkingu að ræða.

Núna fann hún Heiðdís það aldeilis ekki upp að teikna uglur, það er ég ekki að segja. Það er öllum frjálst að teikna uglur ef að þeim langar, en þetta er sama uglan seld á helmingi lægra verði. Þessa ugla var upphaflega gerð í 25 eintökum en skyndilega er hún komin í endurútgáfu? Það er þó augljóslega eitthverskonar ugluæði að ganga yfir landann, en er ekki hægt að koma með nýja nálgun ef á að skapa eitthvað ugludót á annað borð? Í alvöru, þetta er bara ekki eðlilegt hversu ófrumlegt sumt fólk er.

Hvað finnst ykkur um svona?

 

Danmarks skønneste hjem

Skrifa Innlegg

56 Skilaboð

 1. Kristín

  27. October 2013

  Ef maður skrifar sugar owls á google koma svona myndir upp og komu upp áður en Heiðdís byrjaði að teikna. Svo persónulega finnst mér að fólk sé frjálst að teikna þessar uglur þar sem hún hefur ekki höfundarrétt samkvæmt google. Það telst nú varla að stela ef þær eru opinberar annarstaðar en hjá henni, og þar ekki eftir hana.

 2. Hildur

  27. October 2013

  Vá, þetta er fáránlegt! Ég er sjálf mikil uglumanneskja og það er frábært ef það er úrval af ugluskrauti fyrir heimilin, en eins og þú segir þá er þetta ekkert nema eftirlíking, engin sköpunargáfa hjá þessari manneskju. Virkilega léleg hegðun og leiðinlegt ef fólk er að falla fyrir þessu.

  • Sveinn Davíðsson

   28. October 2013

   Sorrý með mig, en þessi teiknistíll er kallaður “zentangle” — þú getur leitað eftir “zentangle owl” á Google og fundið endalaust af svona uglum.

   Þrátt fyrir það er leiðinlegt að sjá einhvern reyna að græða á verkum annara, hef sjálfur lent í þessu — ég efast þó um að þetta fólk sé að græða mikið á þessum eftirlíkingum.

 3. Hanna Dís

  27. October 2013

  ég segji nú bara jííís lú-ís! Er búin að vera sjá þetta hér og þar aðrir að teikna fyrir sig og svona. Vonandi var gaman í Holulandi , fékkstu þér tattú og fórstu í Bíngó og Póllland?

 4. Hildur

  27. October 2013

  Svo sem ekkert að þessu, hverjum sem er frjálst að teikna hvað sem er. Finnst samt pínu spes að selja þetta líka…
  Uglurnar hennar Heiðdísar bara svo mikið flottari en hinar, svo það er ekki erfitt fyrir fólk að velja hvað það á að kaupa.

 5. Ástríður

  27. October 2013

  Þó það sé auðvitað leiðinlegt að fólk sé að herma eftir sköpunarverki annarra að þá lít ég á það þannig að þeir sem vilja virkilega kaupa uglumyndina eftir Heiðdísi kaupi hana af henni af því að þeir virða listsköpunina og langi að eignast verk eftir Heiðdísi, alveg eins og manni langar í t.d. verk eftir Kristján Eldjárn, þá kaupir maður ekki einhverja eftirlíkingu.

  Ég held að Heiðdís sé ekki að missa af mikilli sölu vegna þessara eftirlíkinga vegna þess að þeir sem kaupa eftirlíkingarnar á miklu lægra verði hefðu örugglega ekki keypt myndirnar á fullu verði eftir Heiðdísi. Þetta er fólk sem er alveg sama um hönnun og myndi kaupa ljósrit af uglu ef það byðist á lægra verði.

  Vona að þetta misskiljist ekki, best væri ef enginn stæli sköpunarverki annarra en því miður er það ekki svo gott. Á meðan fólk kemst upp með þetta þá verða alltaf einhverjir sem reyna að græða á vinnua annarra.

  B.kv.
  Ástríður

 6. Guðrún Björk

  27. October 2013

  Skömm að þessu. Það er sorglegt hvað mörgum íslendingum finnst ekkert að því að fólk sé að apa eftir annarra manna hönnun. Fólk kemur með þá afsökun að upprunalega hönnunin sé alltof dýr fyrir þau og þannig réttlæta þau kaupin á eftirlíkingum. Gott hjá þér að vekja athygli á þessu og haltu því endilega áfram.

 7. Svanhildur

  27. October 2013

  Þetta Ugluæði er orðið too much, það eru rosalega margar stelpur að selja uglumyndir.
  Það nær þó engin að gera jafn flottar uglur og Heiðdís en þetta skemmir samt.

  Hér er t.d. ein sem er að selja uglur ásamt öðru https://www.facebook.com/pages/St%C3%ADn-ART/253970798003420
  Það var líka önnur sem var að selja á facebook, hún er greinilega búin að fjarlægja síðuna, finn hana ekki núna.

  Þetta er algjörlega ólíðandi og ég skil ekki af hverju fólk þarf alltaf að herma!

 8. Hildur

  27. October 2013

  Nú segi ég stop og dettur nú bara þessi setning til hugar; Fake it til you make it !

  en mjög lame verð ég nú samt að segja, ætli þetta sé svona týpíkst íslenskt dæmi eða hvað! E-ð slær í gegn þá er bara málið að copy/paste-a það og selja eins og ekkert sé sjálfsagðra á FB.

  Að sjálfsögðu er öllum frjálst að teikna, föndra, búa til og allt það en af hveru þá ekki að finna upp eitthvað trend og selja þá, ?
  Af hverju föllum við alltaf í þetta, gleymi nú ekki fallegu hring eftir hring skartinu fékk svoleiðis orginal hring í 30 ára afmælisgjöf um árið viti menn ári eftir voru allir farnir að föndra þessa hringi og selja tvist og bast um landið!!!

  Sorgleg þróun en ætli það sé nokkuð við þessu að gera nema bara kaupa og syngja alveg orginal eins og sálin söng hér um árið! nema það sé til eitthvað sem heitir höfundarréttur ??

  Kveðja,
  Hildur

  Segi nú bara í blálokin

 9. Hildur

  27. October 2013

  Ups svo mikill æðibunagangur í mér að ég gleymdi að þurrka út þarna í lokin…

  Segi nú bara í blálokin

 10. Sara

  28. October 2013

  http://www.tumblr.com/tagged/owl-drawing

  Jæja….vil ekki eyðileggja búbbluna ykkar. Heiðdís er flott, Ugla á kvisti flott ( frekar mikið lík Heiðdísi samt ) Stín flott en þó með sinn stíl, og ég tel hana ekki vera með svipaðar uglur og Heiðdís. Uglur í aztec stíl eiga það bara til að verða eins.
  En varðandi það að búa til nýtt trend þá beinist það alveg jafn mikið að henni Heiðdísi og hinum listamönnunum. Sjá link að ofan. Uglurnar þar eru nú slaaatta svipaðar uglunum þeirra Heiðdísar og Uglu á kvisti.

  • Jenny

   29. October 2013

   Sara þetta er svakalega líkt!!

 11. Guðbjörg

  28. October 2013

  Vá vá vá vá….Er í andlegu hérna. Þetta er miklu meira en copy/paste..hún hefði þess vegna bara getað prentað Heiðdísar uglu út og gert nokkur strik til viðbótar :)
  Fólk verður að fara finna sér eitthvað annað að gera en að herma eftir öðrum og græða á list annara….æjæjæj.

 12. leifur wilberg

  28. October 2013

  Hún var ekki sú fyrsta til þess að teikna þessar uglur, hef séð margar svipaðar myndir áður en hún fór að teikna

 13. Hanna

  28. October 2013

  Ef við tölum um að stela hönnun þá er Heiðdís að gera það jafn mikið og allir aðrir hér heima sem teikna sugar owls. Þetta er teikning sem var til áður en að Heiðdís fór að teikna og þú sérð það þegar þú googlr þessa hönnun. Ég veit um stelpu sem að hefur verið að teikna svo svona svipaðar uglur og önnur dýr sem er þó ekki að selja (bara gefa ættingjum og vinum) og hún hafði ekki hugmynd hver Heiðdís var. Enda byrjaði Heiðdís ekki að selja sínar myndir fyrr en eftir að þessi stelpa hafði verið að dunda sér að teikna þær í smá tíma.

 14. Áslaug Þorgeirs.

  28. October 2013

  Er fólk eitthvað að misskilja hérna? Það er enginn að segja að fólk megi ekki teikna uglur? Hinsvegar er Þóra Loftsdóttir (ugla á kvisti) að teikna nákvæmar eftirlíkingar af teikningunum hennar Heiðdísar – ÞAÐ ER EKKI Í LAGI !

  Það er vitað mál að þetta er viss stíll teikninga – Heiðdís er ekki að halda því fram að hún hafi uppgötvað þennan stíl… en þýðir það að allir búi til nákvæmlega sama verkið? Uuu..NEI…

 15. Fatou

  28. October 2013

  Ég er svo ánægð með þig Svana í hvert sinn sem þú berð svona málefni upp á borðið því þetta er svo sannarlega þörf umræða sem þarf reglulega að minna á.
  Eins og margir hér fyrir ofan hafa réttilega bent á þá eru mörg þessara listaverka svipuð enda sækja þau í sama trendið. Mér finnst þó ekki hægt að líkja saman augljósar eftirlíkingar – líkt og Ugla á kvisti – og það að teikna í sama stíl.

 16. Kristín

  28. October 2013

  Afsakið en ég myndi ekki vera blanda Stín Art í þessa umræðu þar sem akkúratt ekkert er líkt við hennar uglur og uglurnar sem Heiðdís gerir. Hún er svo sannarlega með sinn eigin stíl og ekkert copy-paste á hennar bæ. Mér finnst Stín Art vera með ótrúlega flottar myndir og er ég dáleidd af hæfileikum hennar :) Ég er sjálf búin að fjárfesta í eina uglu og ykkur að segja þá grátbað ég hana um að teikna uglu fyrir mig þar sem ég er mikil uglu-manneskja (fyrsta uglan sem hún gerði btw.)! Skoðið uglurnar hennar vel og vandlega kæra fólk, ekkert hermeríherm í gangi :) Finnst ótrúlega leiðinlegt að sjá svona.
  En annars finnst mér einnig ömurlegt að fólk sé literally að copya myndirnar hennar Heiðdísar án leyfis og selja þær! Það er skelfilega ljótt og óheiðarlegt!

 17. Bergrún Íris

  28. October 2013

  Ef við líkjum teikningum við bækur eða ljóð þá má hugsa það þannig að það hafa margir skrifað glæpasögur, meira að segja með mjög stífu formi, en þegar þú skrifar upp annara manna bækur, orð fyrir orð, þá er það ekkert annað en stuldur.

  Sama gildir um ljóð, þú hefur vísur með stuðlum og hástöfum, endarími, víxlrími og runurími og alls kyns reglum og hefðum. Þú stelur samt ekki annara manna orðum.

  Teiknaðu uglur ef þú vilt en hafðu allavega sómakenndina til að hanna þín eigin mynstur.

  • Anonymous

   28. October 2013

   Að mála trékúlur sem eru keyptar af e-bay er samt meira handverk – ekki list…Allavega er það mitt mat..Tel hálsmenin hennar Hlínar Reykdal ekki vera list t.d. Ef þú ert að meina að það sé verið að kópera þau. En auðvitað alveg óþarfi að hafa hluti nákvæmlega eins í þessum trékúlumena bransa..

   • Arna

    29. October 2013

    Þannig að hönnunin hennar Hlínar Reykdal er ekki hönnun að þínu mati?
    Fatahönnuður sem saumar sínar eigin flíkur er þá handverksmanneskja en ekki hönnuður?

 18. Unnur

  28. October 2013

  Sæl er sammála því að það er eitthvað með Ísland ef einn byrjar á einhverju þá þurfa allir að herma, er t.d. ekki verið að kenna á námskeiðum víða um landið að gera t.d. hálsmen eins og Hlín Reykdal gerir, alveg furðulegt hreint, en maður veit ekki lagalegt gildi í þessu, hér fóru einhverjir að skera út Krumma og svo voru allt í einu “allir” byrjaðir á því. Ég skil vel höfundana, en hvað er hægt að gera? Ég persónulega vill miklu fremur kaupa orginal vöru en einhverja kópí vöru

 19. Auður

  28. October 2013

  Finnst ekkert að því að fólk teikni uglur. Allir eiga að geta teiknað það sem þeir vilja. Annað er þegar þú teiknar upp eftir öðrum. Það er ekki list. Það er kannski í lagi að gera eina mynd fyrir þitt heimili, því þú átt kannski ekki fyrir því að kaupa listaverkið eftir hinn eina sanna listamann, en að selja myndir sem teiknaðar eru nákvæmlega eftir vinsælum myndum annars listamanns er bara ófagmannlegt, virðingalaust og sannar bara hversu lítill listamaður þú sjálfur ert.
  Takk fyrir yndislegt blogg! les það á hverjum degi!!

 20. Sandra Karls

  28. October 2013

  Það er og mun alltaf vera fín línan á milli þess að verða fyrir innblæstri af verkum einhvers og það að herma eftir verkunum. Það liggur miklu meira á bak við hvert verk en bara tíminn sem fer í að teikna (skrifa, mynda, spila etc) verkið og sá tími er ekki metin til neins hjá fólki sem telur í lagi að herma eftir verkinu. Á meðan ekki er virðing borin fyrir tímanum og ástríðunni sem einhver annar er búinn að leggja í til að hanna verður þessu ekki breytt.

  Ef þú verður fyrir innblæstri af verkum einhvers skaltu passa það að setja þitt merki á það sem þú ert að gera. Það er eðlilegt að langa til að búa til eitthvað fallegt, en gerðu sjálfum þér þann greiða að herma ekki eftir öðrum. Það endar alltaf með því að verða verst fyrir þig.

  Fínn lestur um þetta málefni:
  http://www.blogmilkblog.com/2013/04/breanna-rose-inspiration-vs-imitation.html

 21. Íris Björk

  28. October 2013

  Eins og margir eru að segja þá er auðvitað ekkert að því að teikna uglur og það er ekki eins og Heiðdís hafi fundið upp á því fyrst. Augljóslega voru til teikningar af þessum “sugar owls” og uglum í aztec mynstrum á google eða annars staðar áður en hún byrjaði að teikna, en að copy-a svona nákvmælega eins og síðasta myndin í færslunni sýnir finnst mér bara vera til háborinnar skammar. Það er alveg eins hægt að taka myndir beint af instagram síðunni hennar, prenta út heima hjá sér og selja þannig. Hver er eiginlega munirinn þegar eftirlíkingin er svo svona rosalega lík?

  Sjálf fékk ég uglu teikningu í afmælisgjöf frá vinkonum mínum núna í sumar og þrátt fyrir að ég sé enginn brjálaður uglu aðdáandi eins og margir þá finnst mér gaman að hugsa til þess að ég eigi “listaverk” eða “hönnun” sem verður mögulega verðmætari með árunum. En þetta er auðvitað bara mismunandi hugsunarháttur hjá fólki og þar af leiðandi verða alltaf til eftirlíkingar.

 22. Brynja

  28. October 2013

  Má til með að skilja eftir nokkrar línur varðandi þessa þörfu umræðu. Við sjáum reglulega dæmi þess efnis þar sem hermt er eftir hönnunarverkum annarra, nærtækast er að nefna Emami kjólinn hér um árið, menin frá Hlín Reykdal, skartgripina frá Hring eftir hring, Fuzzy kollinn og margt margt fleira.
  Ætla ekkert sérstaklega út í umræðu um ugluteikningarnar enda afar erfitt að sanna hver hafi komið fyrstur fram með þær.

  Annars myndi ég halda að vitundavakning þurfi að eiga sér stað á meðal almennings. Við þurfum að læra að bera virðingu fyrir verkum annarra, hvort sem um er að ræða hönnunarverk eða höfundaréttarvarið efni, s.s. tónlist og bíómyndir. Það finnst alltof mörgum svo sjálfsagt að kaupa eftirlíkingar eða næla sér í efni frítt.

  Takk fyrir að vekja reglulega athygli á þessu, Svana. Ég hef lesið færslurnar þínar lengi og hef gaman að. Í þessu sambandi verð ég þó að nefna að fyrir nokkru síðan varð ég gáttuð á þessari færslu:

  http://trendnet.is/svartahvitu/life-is-but-a-dream/

  þar sem lesendum er bent á hvar sé hægt að nálgast höfundaréttarvarið efni, án þess að rétthafinn fái greitt fyrir. Ætla engum illt með þessari ábendingu, held að þetta sé ágætis áminning á um hversu sjálfsagt manni finnst að sækja þetta efni.

  • Svart á Hvítu

   28. October 2013

   Hæ:) Takk fyrir þetta, núna reyni ég að vera mjög meðvituð um svona, en er ekki fullkomin og hugsaði ekki einu sinni um það þegar ég mælti með því að downloada bíómyndinni af deildu.is. En takk fyrir, ég hef sjálf gott af svona áminningu!
   Mbkv.Svana

 23. Sibel Anna

  28. October 2013

  Góð umræða :)

  Eftirlíkingar af vinsælum vörum hafa lengi þekkst á markaði og ekki erfitt að verða sér úti um slíka á netinu í dag. Manni finnst hálf sorglegt að það sé til eftirlíking af nánast ÖLLU – það er ekkert verið að virða hönnunina sem slíka og metnaðinn sem hönnuðurinn er að leggja í verkið. Með minnkaðri eftirspurn eftir eftirlíkingum má auðvitað koma í veg fyrir eða minnka útbreiðslu falsaðra vara í umferð – en vonandi gerist það einn daginn :)

  • Guðbjörg

   28. October 2013

   Vá hvað ég er sammála. Ég er alveg búin að snúast eftir að ég sá þetta, nokkrar þarna alveg rosalega líkar hennar heiðdísar. Þannig Heiðdís á þetta ekkert frekar en einhver annar, hún er sjálf að nota sér list annara :)
   En auðvitað mikið hallærislegt að herma svona stíft eftir! ( þá ég ég við Uglu á Kvisti sem cóperar greinilega alveg í gegn, en á þó nokkrar sem eru ekki copy, ætti að halda sér við þær, þá er þetta bara flott )
   Gef Stín Art mikið hrós fyrir að hafa hannað sínar uglur sjálf en heldur þeim samt í svona stíl…búin að skoða þær og er heilluð upp fyrir haus. Og mun fjárfesta í einni slíkri hjá henni, tók líka eftir því að hún er að styrkja gott málefni……

   • Þórdís

    28. October 2013

    Sko!

    Í fyrsta lagi þá finnst mér þessar myndir á tumbrl síðunni ekkert líkar Heiðdísar uglum.
    Í öðru lagi ef þið eruð svona sannfærðar um þjófnað þá getið þið ýtt á myndirnar og þá sjáið dagsetningarnar á birtingu á uglunum, þar sjáið þið nokkrar af myndunum “semerualvegeinsogheiðdísar” að þær voru teiknaðar fyrir mánuði síðan!

    Heiðdís er búin að teikna sínar uglur í um það bil ár! Hef tekið eftir því að Heiðdís skrifar sjálf á instagram #owl #illustrate #art #drawing #sketcbook #sketching #penart og Instagram er ekki lítill fjölmiðill!!!

    Stín art myndirnar eru fínar, en Ugla á kvisti er komin með nýja mynd inn sem er svipuð myndunum hennar! Þessi kona; UÁK, kann klárlega að teikna, fullt af uglum þarna sem eru alls ekkert líkar myndum Heiddddddisinstagram né Stín art en þessi kona veit svo sannarlega upp á sig sökina því hún eyddi myndinni út sem Svana birtir hér að ofan!

  • Alda

   28. October 2013

   Vá get bara ekki séð hvað er líkt með þessum Uglum og Heiðdísar ?

   • Íris

    28. October 2013

    Ekki einu sinni þegar þú horfir á seinustu myndina í þessari bloggfærslu?

 24. s

  28. October 2013

  Ísland = hjarðarhegðun…

 25. Sirrý

  28. October 2013

  Ef hún eyddi myndinni þá ætti það bara að hafa leyst þetta mál. Er búin að skoða báðar síður og þær ættu bara að halda áfram að gera sitt en þær eru báðar klárlega mjög hæfileikaríkar.
  Mér finnst alltaf mjög ófagmannlegt þegar fólk sem er að gera fína hluti hræðist samkeppni. Miðað við hvað netið er stútfullt af einmitt svona uglumyndum þá er bara barnalegt að reyna að eigna sér þennan stíl eða hugmynd.

 26. Sigrún Guðmundsdóttir

  28. October 2013

  Ég átta mig ekki alveg a þessari komment-umræðu herna. Svana segir það i færslu sinni að Heiðdis hafi ekki fundið upp a ugluteikningum. Hun er einfaldlega að benda a það að þessi Ugla a kvisti er að draga myndir Heiðdisar i gegn og reyna að hafa af þeim fjarhagslegan avinning. (Ef þið skoðið siðustu tvær myndirnar)

  Er eg alveg snarklikkuð að finnast það alveg rosalega rangt?
  Ef svo er þa er þa er myndlist og hönnun a Islandi i slæmum malum.
  Svona verður að stoppa!

 27. Sigrún

  29. October 2013

  Ég er á sömu skoðun og margar hér, mér þykir Heiðdís ekkert síður sek um hönnunarstuld en þessar sem eru líka að teikna svona uglur. Það er allt morandi i þessu á netinu og það að teikna svona myndir, ljósrita þær og skella í Ikea ramma og selja á morðfjár sé oðrin rosalega hönnun, ég á erfitt með að sjá það.

  Það virðist sem vinkonur og kunningar Heiðdisar séu háværust í að peppa hana upp og draga aðra teiknara niður.

  En eins og eg segi, miðað við það sem finnst á netinu þá er Heiðdís ekki að gera neitt annað en hinar – copya eftir öðrum. Ekki beint öflugt hugmyndaflug

 28. Hanna

  29. October 2013

  Mér finnst þessi ugla frá Uglu á kvisti sem er með laufblöðin ekki einu sinni líka laufblaða uglunni frá Heiðdísi. Er hún með höfundarrétt á uglum með laufblaði eða er hún bara svona rosalega frek ?

  • Sigga

   29. October 2013

   Ef þér finnst hún ekki lík Hanna, þá þarftu að líta aftur. Því það er mjög auðvelt að sjá að smáatriðin eru alveg nákvæmlega eins. eins og er búið að segja milljón sinnum hérna er Heiðdís greinilega ekki að reyna að eigna sér heiðurinn að þessum stíl eða uglum!
   En þegar þú leggur mikla vinnu í eitthvað og ástríðu (greinilega ástæðan fyrir vinsældunum, eg meina margir höfðu teiknað uglur áður en aldrei neinar orðið svona vinsælar)Þá viltu ekki að einhver annar kópíar verkið þitt næstum alveg nákvæmlega eins. Það er kannski lítið hægt að gera í því en mér finnst að ef þú ætlir að kalla þig listamann þá gætir þú séð í sóma þínum að herma ekki eftir öðrum heldur vinna eftir þínu eigin hjarta .

 29. Þórdís Inga

  29. October 2013

  Auðvitað er ekkert nýtt undir sólinni og þessi stíll ekki einkaeign Heiðdísar eins og aðrir hafa bent á.
  Mér finnst þó augljóst að myndin neðst í færslunni er algjört afrit. Sami stíll og nákvæmlega eins mynstur er ekki það sama.
  Er sammála Svönu, bloggara, um hversu þreytt þessi afritunarhegðun á hönnun er.
  Enn eitt dæmið er Spunadís og Deathflower, en Spunadís er afkvæmi Þórdísar Jóhannsdóttur sem (loksins) setti upp FB síðu með myndum í febrúar 2012, en hún hafði verið að selja menin í eitt eða tvö ár þá. Í desember 2012 byrjar svo Deathflower að selja mjög keimlík men í Leynibúðinni. Reyndar úr leðri en ekki satíni sem má túlka sem “útfærslu” en mér finnst svo augljóst að þetta er bara eftirlíking sem felur sig bakvið annað efnaval.
  Dæmi hver fyrir sig um hvort þeim finnst fallegra, en getum við ekki bara reynt að vanda okkur og reyna að vera stolt af því að skapa eitthvað nýtt? Þegar ég fæ hugmynd sem ég held að sé frábær byrja ég á að googla og sjá hvort hún sé í raun einstök. Oftast hefur einhver annar selt hugmyndina áður og ég hef ekki áttað mig á því að ég var að “herma”, ég bara mundi ekki að ég hafi séð hugmyndina áður.

  • Arna

   30. October 2013

   Vinkona mín hélt uppá afmælið sitt í apríl 2009 eða 2010 og fékk svona hálsmen frá Deathflower. Það hét samt held ég eitthvað annað þá en það er allavega sama stelpa sem gerir þessi hálsmen.
   Þannig að þú ert ekki alveg að fara með rétt mál.

  • Svanhvít

   5. November 2013

   Sá svona hálsmen í kringum 2009 hjá stúlku sem var í hönnunarnámi í Danmörku.

   • Þórdís Inga

    11. November 2013

    ahh.. ég vissi það ekki og biðst innilegrar afsökunar. Stend samt við aðalatriðið hjá mér áðan, öll ættum við að reyna að skapa eitthvað sem er í alvörunni nýtt og vera stolt af því. Enginn skömm að vita ekki af öllu sem allir eru að gera eða þá að halda, í hreinskilni, að maður sé að búa til e-ð nýtt en átta sig ekki á því að maður er að “fá lánað” – ef maður rannsakar svo markaðinn og áttar sig á því og viðurkennir heiðarleg mistök. Ást og friður ;)

 30. Anna

  29. October 2013

  Hvernig er það Svana, gerðiru einhverja rannsóknarvinnu í “ugluteikningum” á íslandi áður en þú skrifaðir þennan “pistil” ? Þá er ég sérstaklega að spá í þessu:

  “Hér er svo enn einn teiknarinn mættur á svæðið og selur í þetta skiptið ugluteikningar undir nafninu Ugla á kvisti, -sjá facebook síðu Hér. Ég segi enn einn teiknarinn afþví að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona mál kemur upp”.

  Mætti ég spyrja hvaða fleiri mál? Hverjir fleiri eiga að vera að “herma” eftir eða kópera stíl Heiðdísar?

 31. Karen

  29. October 2013

  Ég er ekki alveg viss um að þessi Heiðdís hafi efni á því að vera fúl eða fundist eins og einhver sé að stela “hennar hönnun”. Hver veit nema þessi ugla sat á kvisti hafi bara googlað sugar owls og teiknað eftir mynd þar…sem Heiðdís hefur ábyggilega gert líka, því það er ekki vottur af frumleika í teikningunum hennar. Maður hefur séð svona ugluteikningar lengi vel.

 32. Anna

  29. October 2013

  Svana: Gerðiru einhverja rannsóknarvinnu á öðrum teiknurum sem hafa verið að teikna svona uglru aður en Heiðdís var að því? Er nefnilega að spá í þessari setningu:

  “Hér er svo enn einn teiknarinn mættur á svæðið og selur í þetta skiptið ugluteikningar undir nafninu Ugla á kvisti, -sjá facebook síðu Hér. Ég segi enn einn teiknarinn afþví að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að svona mál kemur upp”.

  Eru þá fleiri teiknarar sem hafa “stolið” hönnun Heiðdísar eða ertu að meina að fleiri mál hafi komið upp þar sem ugluteikningastuldur hafi átt sér stað?

  • Svart á Hvítu

   29. October 2013

   Sæl Anna,
   Nei ég er ekki að leggjast í rannsóknarvinnu yfir ugluteikningum, ég skrifa um þetta eins og ég sé þetta.
   Núna er ég ekki sérfróð í ugluteikningum en tel mig hafa ansi góða þekkingu á eftirlíkingum og hvað í þeim felst. Jú það er rétt hjá þér að ugluteikningar hafa sést áður, og Heiðdís var ekki að finna upp þessa tækni. Hún er þó sannarlega búin að setja sitt einkenni á þetta það geta allir séð sem vilja, það sem er mest þreytandi við svona “mál” er þessi hjarðarhegðun sem einkennir oft íslendinga. Uglutrendið er búið að vera í gangi í uþb 3 ár+ og hefur birst í allskyns útfærslum, og jú Heiðdís var sú fyrsta sem kom fram hér á Íslandi með ugluteikningar í þessum stíl og hefur notið mikillar velgengni með það. Það er ekki útaf uglunum einungis, hún er einfaldlega góður teiknari. punktur. Hún gæti alveg eins verið að teikna rollu.
   Það hafa gífurlega margir undanfarið reynt að feta í hennar fótspor en ekki náð að vera með tærnar þar sem hún er með hælana.

   Það sem mér finnst áhugavert við svona bloggfærslur eða “pistil” eins og þú kallar þetta er að sjá svart á hvítu hversu mikið vantar upp á fræðslu fyrir fólk um það að bera virðingu fyrir verkum annara ásamt því að reyna að skapa eitthvað sjálf og þá frá hjartanu því einungis þá muntu njóta velgengni.
   Núna er ég sjálf mjög skapandi, og þrífst í þessum svokallaða hönnunarheimi og leyfi mér því að hafa sterkar skoðanir á svona “málum”. Þetta er hreinlega þreytandi, og ennþá meira þreytandi þegar fólk stendur upp til að verja svona vitleysu.

   Bottom line, verið frumlegri fólk.
   Love, Svana

 33. Arna

  29. October 2013

  Þetta er nátturulega alveg óþolandi dæmi. Ekki veit ég hvað þetta er með okkur Íslendingana hvort sem það er þessi sjálfsþurftarmenning sem situr ennþá í okkur, kreppuáhrif eða hvað svo sem þetta er en það verður bara að vera meiri vakning um þessi málefni. Þessi hermikrákuhönnun sem er alveg svakalega einkennandi í dag gerir það að verkum að engan langar lengur í upprunalegu hönnunina þar sem hún sést á öðru hverju heimili eða á annari hverri manneskju. Hér er hægt að telja upp krummann í öllu sínu veldi, Íslandsformið, hringeftirhring, ugluteikningar, farmersmarket, drottinn blessi heimilið og ég get talið þetta endalaust upp. Það eru í alvörunni til fleiri fuglar, til fleiri falleg mynstur og hægt að gera öðruvísi skart.
  Hönnuðir þurfa bara að leggjast á eitt um að fá hönnunarvernd á sína vöru og passa grimmt uppá eftirhermurnar og hinir að hætta að kaupa eftirlíkingar.

 34. Vilborg

  4. November 2013

  Já þetta er alltaf viðkvæmt………ef við lítum á jákvæðu hliðina þá er nú bara mjög gott að fá umtal og svo verður bara hver fyrir sig að ákveða hvort þeir vilja “originalinn” eða eftirlíkingu. Ég persónulega held að það sé mjög gott fyrir hönnuð að fá einhvern til að “copera” sig þá hefur hönnunin náð athygli og fær væntanlega meira umtal eftir því. Þetta blogg t.d. er frábær auglýsing fyrir þær báðar :)

  Svana mig langar að þakka þér fyrir skemmtilegt blogg og frábæra þjónustu á föstudaginn ;) Ég fekk fagurrauðan knot knot púða sem skreytir nú stofuna mín hér Ítalíu. Knús og kram

  • Svart á Hvítu

   4. November 2013

   Það er reyndar alveg rétt… sumir vilja jafnvel meina að eftirlíkingar séu besta hrósið!
   Fer allt eftir hvernig maður vill líta á það:)

   En takk fyrir skemmtilegt komment, og takk fyrir komuna í Spark, það er bara sárasjaldan sem ég sé einhvern af lesendum mínum. Gott að þú hafir fengið púðann, og það líka í ekta jólalit:)
   Njóttu!
   -Svana

 35. Sigga Dís

  26. November 2013

  Deathflower(Leynibúðin)byrjaði á undan Spunadís. Merkið hét áður Skugga Donna og breytist í nafnið Deathflower.