fbpx

Danmarks skønneste hjem

HeimiliUmfjöllun

Mér var bent á virkilega skemmtilega þætti í kvöld sem bera heitið Danmarks skønneste hjem! Ég er þó bara búin að horfa á einn þátt en mun klárlega klára seríuna um leið og tími gefst til. Þættirnir eru þannig uppbyggðir að þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fyrst fáum við að kynnast örlítið íbúunum áður en að dómnefndin mætir á svæðið og gefur heimilinu einkunn. Eitt heimili kemst svo áfram og keppir svo í úrslitunum, engar áhyggjur það er búið að birta alla þættina fyrir þá sem eru spenntir að sjá hvaða heimili er fallegasta heimilið í Danmörku! HÉR.

dk

Screen shot 2013-10-21 at 10.43.04 AM

Í þættinum sem ég horfi á áðan voru gamlir hippar heimsóttir og heimili sem á heima á forsíðu Bolig tímaritsins svo hressandi var það, þó vann ekki heimilið sem ég hélt með!

P.s. ég hef ákveðið að fresta síðasta gjafaleiknum fram í næstu viku vegna mikilla anna, ég er að nefnilega að fara til Hollands á skemmtilega hönnunarsýningu í vikunni og verð akkúrat úti á þeim tíma sem að leikurinn ætti að vera.

Þó get ég sagt ykkur að verðlaunin hafa verið ákveðin, og þau eru dönsk! Og giskiði nú;)

-Svana

♥ NOTKNOT

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Andrea Röfn

    22. October 2013

    Hvenær kemurðu til Hollands? :D

  2. Bryndís María

    22. October 2013

    Kay Bojesen apinn….og Bryndís María varð fyrir valinu :D

    • Svart á Hvítu

      22. October 2013

      Hahahah þarna komstu með það, sko núna þarf enginn leikur að vera!:)
      -En nei… það er reyndar önnur vara þó að apinn væri æðislegur!

  3. Halla

    22. October 2013

    Þættirnir eru skemmtilegir. Ég og gamli minn höfum gaman af.

  4. Berta

    22. October 2013

    þetta eru snilldarþættir

  5. Hrefna Björg

    24. October 2013

    Takk fyrir þetta, skemmtilegir þættir :)

  6. Hildur systir

    24. October 2013

    ohh eg veit hvað það er en þar sem það er ekki möguleiki að ég vinni þar sem ma ekki vera með þá ætla ég ekki segja hvað það er:)