fbpx

LIFE IS BUT A DREAM

Hitt og þettaPersónulegt

Þvílík fyrirmynd, kynbomba og kvenskörungur sem Beyoncé er, þið verðið að sjá myndina Life is but a dream, hún er algjört æði. Hér er hægt að downloada myndinni.

Það var samt nokkuð súrsætt að horfa á myndina, en ég sem var á leiðinni á tónleika með henni 3.maí í London með vinkonum mínum, búin að kaupa flug+hótel en það varð UPPSELT á undir 2 mínútum! Er þó ekki ennþá búin að gefa upp alla von, vandamálið er samt ekki að það séu ekki til miðar, þeir voru keyptir upp af fyrirtækjum sem eru núna að selja þá á uppsprengdu verði. Mjög svekkjandi, en þetta vandamál þekkist víst ekki á hinum tónleikastöðunum hennar t.d. á Norðurlöndunum.

En ef allt klikkar þá endar þetta bara sem kósýferð með stelpunum og kúr með dásamlegu fjölskyldu bestu vinkonu minnar sem býr úti, henni Rakel.

DIY : PÍPULAGNIR

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. EB

    24. February 2013

    Er í sama veseni, nema ætlaði í köben! Búin að kaupa flug en náði ekki miða og nú er verið ad selja þá á Viagogo á a.m.k 40 þús.

  2. Valdís

    24. February 2013

    Alveg hreint æðisleg mynd :)
    Já vá hvað ég þekki þetta vandamál vel! Þetta er alveg skelfilegt og þetta svindlar ekki bara á kúnnunum heldur líka á listamanninum!

  3. Hilrag

    24. February 2013

    unaðsleg mynd! ég horfði á hana seinasta sunnudag –

    fúlt með tónleikana. Ég gerði það reyndar einu sinni að fara fyrir utan stað sem var að halda tónleika og kaupa miða af gæja sem var að selja þá fyrir utan.. Gæti virkað? haha.

    London er samt alltaf snilld, beyonce eða ekki :)

    x

  4. Þórunn

    25. February 2013

    Ah – hérna í NYC passaði ég upp á forsölurnar!
    En var hún ekki að bæta við tónleikum í Englandi?

    • Svart á Hvítu

      25. February 2013

      Við komumst ekki einu sinni að forsölunum, varð alltaf uppselt áður en það var hægt að velja miða! Þetta er kreisíness:/
      En hmm ég þarf að kíkja á það, eflaust ekki dagsetning sem hentar miðað við flugið okkar.

  5. Elín

    25. February 2013

    Víjjj við vinkonurnar keyptum miða á forsölu á Golden Circle svæði í Köben….erum allar svo spenntar!

  6. Stella

    25. February 2013

    Settu nafnið þitt á biðlista á síðunni hennar, var að heyra af einni sem var að fá þannig miða í Köben.

  7. Þórunn

    26. February 2013

    Hmmm ókei. Sko, það voru reyndar engin miðar til þegar ég reyndi fyrst (fyrstu 5 mínúturnar á ticketmaster) og það kom alltaf upp að það væri uppselt eða allir miðar “uppteknir”, nema ég hélt bara áfram að klikka á “find tickets” þangað til miðar duttu inn. Þá hafði fólk greinilega runnið út af tíma (það er bara hægt að halda miðunum í X langan tíma án þess að kaupa þá) og ég var fljót að næla mér í :)

    • Rakel

      26. February 2013

      Ég prófaði það margoft, bjó bókstaflega á Ticketmaster fyrstu dagana en aldrei voru til miðar :/

      • TT

        27. February 2013

        Úff hvað það er ömurlegt!!! Hmmm en já, ég myndi skrá mig á bloggið hennar B, þ.a. þú fáir update þegar tónleikar bætast við!

  8. Margrét

    27. February 2013

    Uss nákvæmlega sama ástand í Stokkhólmi. Keypti miða á 35 þús… Hlakka samt rugl mikið til og hitaði einmitt upp með því að hlusta á tónlistina hennar non stop í einhverja 3 daga og horfa á myndina :-)

    • Svart á Hvítu

      27. February 2013

      Ég tek eflaust bara video kvöld og horfi aftur þegar tónleikarnir verða haldnir og drekki mér í sorgum mínum í ísskálinni;)