fbpx

Á STRING HILLUNNI

Fyrir heimiliðPersónulegt

Eins og ég kom inná í gær þá er ég búin að eyða smá tíma hér heima að raða í hillur og skúffur. Ætli helsta ástæðan sé ekki sú að Bjartur hefur sofið ansi mikið undanfarna daga og hvað gera mömmur þá annað en að taka til? Nei grín, þær horfa líka á Netflix;)

Ég komst reyndar að því að ég er haldin ansi leiðinlegum kaupvana, ég heillast mjög auðveldlega af nýjum og fallegum hlutum og virðist þ.a.l. aldrei eignast sett af neinu eða eins glös sem gætu dugað fyrir saumaklúbbinn minn. Þegar ég er búin að kaupa mér 2 stk af glösum þá er ég oftast strax búin að finna aðra tegund sem mig langar líka að safna sem er ekki mjög svo praktískt. Því eru einfaldir hlutir komnir á óskalistann minn, það að klára að safna glösunum sem ég byrjaði á fyrir nokkrum árum svo ég geti mögulega lagt fallega á borð einn daginn.

IMG_1552

IMG_1553

Uppáhaldshluturinn í þessari hillu haha, mjög eðlilegt hillustáss:) En hér má sjá tennurnar mínar (efri gómur) áður en ég fór í tannréttingar sem krakki!

IMG_1555

Svo fann ég fullt af fallegum fjöðrum ofan í kassa sem ég hafði keypt fyrir nokkru síðan í föndurbúð í Ameríku. Um að gera að nota þær til skrauts:)

IMG_1549

Þetta er s.s. hillan sem ég tók allt úr og endurraðaði í svo ekkert varð eftir af bleika litnum, það sló ekki í gegn og sumum finnst þetta heldur kuldarlegt núna!

Þá er kannski takmarkinu náð? Ég er jú að reyna að gera fínt fyrir veturinn:)

HAUSTHYGGE

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Eva

    27. October 2014

    Ég sakna bleika!

    • Svart á Hvítu

      27. October 2014

      Hahaha bíddu bara… hann verður búinn að teygja anga sína aftur í þessa hillu innan skamms;)

  2. Sólveig G.

    27. October 2014

    Verð að fá svona PyroPet kisu kerti!

    Flott samsetning.. kannski að henda einhverju koparlituðu inn. Það er svo jólalegt finnst mér :)

  3. Þórey

    28. October 2014

    Sæl, æðisleg hillan þín og allt sem er á henni ;) en segðu mér… er þetta minni hillan sem kostar 25.000 kr. í epal? Ég fór að skoða hana um daginn og fannst hún svo rosalega lítil, helst inní eldhús eða barnaherbergi…

    Kv. Þórey

    • Svart á Hvítu

      28. October 2014

      Þetta er minni hillan já:) Hentar einmitt helst bara í þessi rými sem þú nefnir…

  4. Sunna S

    29. October 2014

    Mjög fín hillan þín! Ég var að spá, er ekki til einhver svipuð í Ikea? :) Mig minnir að ég hafi séð eitthvað um það á blogginu þínu, getur samt alveg verið að mig misminni ;)