fbpx

HAUSTHYGGE

HeimiliPersónulegt

Það er sko ekkert grín hvað ég er búin að vera myndarleg hér heima fyrir síðustu nokkra daga, þeir sem búa með mér (hóst…Andrés) spyr reglulega hvort ég hafi fengið högg á höfuðið svo ólík mér hef ég verið. Ég get nefnilega verið algjör draslari en núna er sko breyting á. Ég er í þessu að vinna í myndavegg fyrir ofan sófann,  ég var ekki nógu sátt með stóru Scintilla myndina þar, einnig er ég smátt og smátt að reyna að gera smá kósý fyrir haustið og hvíldi bleika t.d. Hay púðann minn og fékk mér þessa fallegu gæru á sófann.

IMG_1543

Ef að þið mynduð sjá sófann þá gætuð þið séð að hann er smátt og smátt byrjaður að afmyndast öðrum megin eftir að ég er búin að sitja þar eins og sófakartafla síðustu 6 vikur.

IMG_1541

Þetta er ekki það eina sem ég er búin að vera að bralla hér heima…ég hélt ég myndi slá í gegn þegar ég tók mig til og minnkaði bleika litinn sem var búinn að koma sér fyrir í öllum rýmum og á öllum hillum og veggjum, en neinei þá fannst sumum orðið heldur kuldalegt í staðinn, ég ætla að sýna ykkur fleiri myndir á morgun!

Vonandi var helgin ykkar góð:)

 x svana

ZZZ...

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Jenný

    26. October 2014

    Hvar fékkstu þessa fínu gæru?

    • Svart á Hvítu

      26. October 2014

      Það var að koma stór gærusending í Epal, fékk mína þar:)

  2. Vala

    26. October 2014

    hvar er loftljósið keypt? kopar kúlan :)

    • Svart á Hvítu

      26. October 2014

      Ég fékk mitt á góðum prís á bland.is, en þau fást í lúmex, heita copper shade:)

  3. Anna

    26. October 2014

    Ég ætla að fylgja þemanu: Hvar fékkstu sófann? :)

  4. Arna

    26. October 2014

    Krúttlegt go kósí.
    Flissa smá yfir blaðastaflanum og dótinu á sófaborðinu. Njóttu þess að hafa svona fínt næstu 6 mánuði-max :)

  5. Guðrún

    27. October 2014

    hvar fékkstu sófaborðið? gordjuss heimili!

    • Svart á Hvítu

      27. October 2014

      Sófaborðið er úr Ikea, held Stockholm línunni… held það fáist þar ennþá, ég er með það í “láni” frá systir minni.. skila því eflaust aldrei:)

  6. Sara

    27. October 2014

    Þessi gæra er æði!! :) Svo kósý fyrir veturinn :)

  7. Edda Ásgerður

    5. November 2014

    Mjög skemmtilegt að fylgjast með blogginu hjá þér Svana. Ein pæling, ég er búin að vera að bíða eftir svona grárri gæru en finnst þær oft svo dökkar. Er þín í ljósari kantinum, virkar þannig á myndinni? Er einmitt sjálf með Isunda gráan karlstad og er að reyna að finna rétta gráa litinn eða hreinlega að fá mér hvíta :)

    kv,
    Edda

    • Svart á Hvítu

      5. November 2014

      Takk fyrir kveðjuna:) Mín er í ljósari kantinum, en með smá svörtum hárum efst sem eru ekki áberandi þó. Það voru margar gráar í bunkanum sem ég skoðaði og allar misdökkar en engin hvít þó!:)