Óskarsverðlaunin fóru fram í 86. skiptið í Dolby Theatre í Los Angeles í gærkvöld. Kvikmyndin Gravity vann flest verðlaunin og kvikmyndin 12 Years a Slave var valin besta myndin. Matthew McConaughey hlaut verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki og Cate Blanchett besta leikkona í aðalhlutverki. Fyrir besta leik í aukahlutverki hlutu Lupita Nyong’o og Jared Leto verðlaunin.
Á Óskarnum er öllu tjaldað til og stjörnurnar skína svo sannarlega af glæsibrag. Þetta eru kjólarnir sem mér fannst flottastir.
Naomi Watts fannst mér virkilega flott í Calvin Klein Collection kjól. Flottust að mínu mati en ég er mjög hrifin af hvíta kjólnum og effortless útliti eins og þessu, þ.e. einföldu hári og lítilli förðun.
Cate Blanchett er alltaf glæsileg, í þetta sinn í Armani Privé.
Emma Watson í Vera Wang. Hún tilkynnti verðlaun ásamt Joseph Gordon-Levitt.
Angelina Jolie gullfalleg í Elie Saab kjól
Camila Alves eiginkona Matthew McConaughey var sannkölluð stjarna í kjól frá Gabrielu Cadena
Olivia Wilde geislaði með fallegu kúluna sína í kjól frá Valentino
Jennifer Lawrence í Dior Couture. Einhvers staðar las ég að það væri óskrifuð regla að klæðast ekki rauðu á rauða dreglinum. Jennifer ofurtöffara var ábyggilega alveg sama um þá reglu enda var hún glæsileg í kvöld.
Lupita Nyong’o hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave. Að margra mati er hún líka sigurvegari kvöldsins í klæðaburði en hún geislaði í kjól frá Prada í naíróbí bláum lit. Einhverjir voru ósáttir með hárbandið hennar en mér sjálfri finnst það mjög fallegt og finnst það setja punktinn yfir i-ið.
Kate Hudson, óaðfinnanleg í kjól frá Atelier Versace sem klæddi hana vel.
Anne Hathaway í Gucci. Hún kynnti verðlaun í gærkvöld og þegar hún stóð á sviðinu skinu steinarnir á kjólnum skært. Kjóllinn er því fallegri „live”.
Skemmtileg Óskarsverðlaunahátíð að baki og nóg af fallegum kjólum. Að mínu mati voru þessar flottastar:
Naomi Watts
Kate Hudson
Angelina Jolie
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg